„Sumir hváðu þegar þjónustustjóri listasafns hringdi til að spyrja um líðan“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Starfsfólk hinna ýmsu stofnana borgarinnar hafa í kórónuveirufaraldrinum tekið að sér heimilisstörf í neyðarskýlum og hringt í næstum 800 eldri borgara. Sumir hváðu þegar ég kynnti mig sem þjónustustjóra Listasafns Reykjavíkur, segir starfsmaður. Ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði þurftu að loka starfsemi sinni fyrir gestum eftir að samkomutakmarkanir miðuðust við tíu eða færri. Borgin auglýsti eftir starfsfólki til að hringja til fólks sem er 85 ára og eldra í borginni og kanna líðan þess í kórónuveirufaraldrinum. Hátt í fjörtíu starfsmenn menningar-og ferðamálasviðs skráðu sig til leiks og hringdu 780 manns á þessum aldri. Marteinn Tryggvason Tausen þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur var einn þeirra. „Þetta var bara mjög ánægjulegt, við vorum að athuga hvernig fólk hefði það og hvort fólki vantaði þjónustu. Það var ánægjulegt að heyra fólkið sem ég hringdi alla vega í hefur það fínt og gengur vel að fóta sig í þessum aðstæðum. Margir eru minna á ferðinni en áður en flestir sem ég talaði við gátu séð um sig sjálfir eða höfðu gott bakland. Það kom stundum upp umræða um það hvar ég væri að vinna og fólk hváði stundum og var hissa að starfsmaður á listasafni væri að hringja til að athuga hvernig það hefði það, “segir Marteinn og hlær. „Þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp“ Neyðarskýli borgarinnar hafa verið opin allan sólahringinn eftir að samkomutakmarkanir fóru í 10 eða færri og hafa starfsmenn á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði borgarinnar einnig unnið þar. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur á Listasafni Reykjavíkur tók að sér heimilistörf á Konukoti. og segir að starfið hafi verið lærdómsríkt. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur hjá Listasafni ReykjavíkurVísir „Ég bauð mig fram eftir að safnið lokaði og fékk að hjálpa til í Konukoti í hálfan mánuð. Það var mjög lærdómsríkt og gefandi. Þetta breytir manni ansi mikið og dregur niður á jörðina og minnir mann á að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Það er ekki sjálfgefið að eiga heimili, þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp. Mér finnst konurnar sem þarna koma algjörar hetjur að geta haldið þetta út. Það var ánægjulegt að sjá hvað það eru margir sjálfboðaliðar í kringum Konukot og hvað fólk er duglegt að koma með alls kyns gjafir til starfsins og fólksins sem þarna er,“ segir Sigríður. Listasafn Reykjavíkur opnaði á ný Kjarvalsstaði og Hafnarhúsið í dag og er miðað við 10 gesta hámark.Marteinn vonar að hann sjái eitthvað af símavinunum. „Vonandi kemur eitthvað af þessu fólki og heimsækir okkur þegar aðstæður leyfa,“ segir Marteinn. Félagsmál Reykjavík Eldri borgarar Hjálparstarf Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Starfsfólk hinna ýmsu stofnana borgarinnar hafa í kórónuveirufaraldrinum tekið að sér heimilisstörf í neyðarskýlum og hringt í næstum 800 eldri borgara. Sumir hváðu þegar ég kynnti mig sem þjónustustjóra Listasafns Reykjavíkur, segir starfsmaður. Ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði þurftu að loka starfsemi sinni fyrir gestum eftir að samkomutakmarkanir miðuðust við tíu eða færri. Borgin auglýsti eftir starfsfólki til að hringja til fólks sem er 85 ára og eldra í borginni og kanna líðan þess í kórónuveirufaraldrinum. Hátt í fjörtíu starfsmenn menningar-og ferðamálasviðs skráðu sig til leiks og hringdu 780 manns á þessum aldri. Marteinn Tryggvason Tausen þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur var einn þeirra. „Þetta var bara mjög ánægjulegt, við vorum að athuga hvernig fólk hefði það og hvort fólki vantaði þjónustu. Það var ánægjulegt að heyra fólkið sem ég hringdi alla vega í hefur það fínt og gengur vel að fóta sig í þessum aðstæðum. Margir eru minna á ferðinni en áður en flestir sem ég talaði við gátu séð um sig sjálfir eða höfðu gott bakland. Það kom stundum upp umræða um það hvar ég væri að vinna og fólk hváði stundum og var hissa að starfsmaður á listasafni væri að hringja til að athuga hvernig það hefði það, “segir Marteinn og hlær. „Þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp“ Neyðarskýli borgarinnar hafa verið opin allan sólahringinn eftir að samkomutakmarkanir fóru í 10 eða færri og hafa starfsmenn á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði borgarinnar einnig unnið þar. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur á Listasafni Reykjavíkur tók að sér heimilistörf á Konukoti. og segir að starfið hafi verið lærdómsríkt. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur hjá Listasafni ReykjavíkurVísir „Ég bauð mig fram eftir að safnið lokaði og fékk að hjálpa til í Konukoti í hálfan mánuð. Það var mjög lærdómsríkt og gefandi. Þetta breytir manni ansi mikið og dregur niður á jörðina og minnir mann á að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Það er ekki sjálfgefið að eiga heimili, þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp. Mér finnst konurnar sem þarna koma algjörar hetjur að geta haldið þetta út. Það var ánægjulegt að sjá hvað það eru margir sjálfboðaliðar í kringum Konukot og hvað fólk er duglegt að koma með alls kyns gjafir til starfsins og fólksins sem þarna er,“ segir Sigríður. Listasafn Reykjavíkur opnaði á ný Kjarvalsstaði og Hafnarhúsið í dag og er miðað við 10 gesta hámark.Marteinn vonar að hann sjái eitthvað af símavinunum. „Vonandi kemur eitthvað af þessu fólki og heimsækir okkur þegar aðstæður leyfa,“ segir Marteinn.
Félagsmál Reykjavík Eldri borgarar Hjálparstarf Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira