Jöfnuður í fyrirrúmi Drífa Snædal skrifar 20. nóvember 2020 14:30 Þær aðgerðir sem gripið er til núna í óvissuástandi munu hafa afleiðingar til ára og áratuga. Sá rauði þráður sem lagt var upp með af hendi Alþýðusambandsins í vor er að tryggja afkomuöryggi og byggja upp betra atvinnulíf. Jöfnuður skal vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanir og öryggis- og velferðarkerfi tryggð og efld. Við vissum þá að ýmis öfl myndu reyna að skara eld að eigin köku og dustað yrði rykið af úreltum hugmyndum til að auka arð fárra og draga úr lífsgæðum fjöldans. Sá söngur er farinn að berast og ekki alveg úr óvæntri átt þar sem OECD er annars vegar. Einkavæðing verðmætra eigna, eða eins og það heitir í skýrslu OECD: Breytt skipan eignarhalds á Keflavíkurflugvelli er eitt dæmið. Tillögur til að veita harkhagkerfinu lausan tauminn er annað dæmi og svo vitum við af kröfum um frystingu launahækkana eða að draga úr réttindum vinnandi fólks. Það kemur því í hlut almannaheillasamtaka að reisa varðstöðu um okkar mikilvægu kerfi ekki síður en krefjast þess að þau verði efld til að sinna sínu hlutverki. Að grípa fólk og búa svo um hnútana að hér líði enginn skort. Kóf-ástandið hefur afhjúpað bæði styrkleika og veikleika okkar kerfa. Þeir hópar sem standa verst núna voru illa staddir fyrir og þannig ýkist vandinn sem fyrir var í samfélaginu. Vandinn fer ekki frá okkur og að fara aftur í sama farið eftir kófið er heldur ekki í boði. Fólk utan vinnumarkaðar og fólk sem vinnur erfið láglaunastörf þarf að sjá betri tíma framundan. Endurreisnin þarf að fela í sér styrkingu opinberu kerfanna, öflugra öryggisnet og skattkerfi sem notað er til að auka jöfnuð. Þannig byggjum við sterkara og jafnara samfélag til framtíðar. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þær aðgerðir sem gripið er til núna í óvissuástandi munu hafa afleiðingar til ára og áratuga. Sá rauði þráður sem lagt var upp með af hendi Alþýðusambandsins í vor er að tryggja afkomuöryggi og byggja upp betra atvinnulíf. Jöfnuður skal vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanir og öryggis- og velferðarkerfi tryggð og efld. Við vissum þá að ýmis öfl myndu reyna að skara eld að eigin köku og dustað yrði rykið af úreltum hugmyndum til að auka arð fárra og draga úr lífsgæðum fjöldans. Sá söngur er farinn að berast og ekki alveg úr óvæntri átt þar sem OECD er annars vegar. Einkavæðing verðmætra eigna, eða eins og það heitir í skýrslu OECD: Breytt skipan eignarhalds á Keflavíkurflugvelli er eitt dæmið. Tillögur til að veita harkhagkerfinu lausan tauminn er annað dæmi og svo vitum við af kröfum um frystingu launahækkana eða að draga úr réttindum vinnandi fólks. Það kemur því í hlut almannaheillasamtaka að reisa varðstöðu um okkar mikilvægu kerfi ekki síður en krefjast þess að þau verði efld til að sinna sínu hlutverki. Að grípa fólk og búa svo um hnútana að hér líði enginn skort. Kóf-ástandið hefur afhjúpað bæði styrkleika og veikleika okkar kerfa. Þeir hópar sem standa verst núna voru illa staddir fyrir og þannig ýkist vandinn sem fyrir var í samfélaginu. Vandinn fer ekki frá okkur og að fara aftur í sama farið eftir kófið er heldur ekki í boði. Fólk utan vinnumarkaðar og fólk sem vinnur erfið láglaunastörf þarf að sjá betri tíma framundan. Endurreisnin þarf að fela í sér styrkingu opinberu kerfanna, öflugra öryggisnet og skattkerfi sem notað er til að auka jöfnuð. Þannig byggjum við sterkara og jafnara samfélag til framtíðar. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun