Innleiðing betri vinnutíma Sandra B. Franks skrifar 22. nóvember 2020 13:59 Á vormánuðum 2020 náðist tímamótasamkomulag um styttri vinnuviku – betri vinnutíma fyrir aðildarfélög BSRB. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt áherslu á styttri vinnuviku og að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Það er því mikill ávinningur fyrir sjúkraliðastéttina að hafa loksins náð þessum langþráða afanga. Um þessar mundir er unnið að innleiðingunni og hafa fjölmargar samstarfsnefndir og vinnuhópar verið skipaðar til að fylgja henni eftir með fræðslu- og upplýsingum sem miðlað er til starfsmanna og stjórnenda stofnana. Aldrei áður hefur verið samið um viðlíka vinnutímabreytingar. Verkefnið er því bæði framandi og krefjandi en meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Mismunandi útfærsla Innleiðing á vinnutímabreytingu í dagvinnu er yfirstandandi enda á breytingin að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Útfærslan er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem öllum er ætlað að vinna saman að góðri lausn fyrir sig og vinnustaðinn. Útfærslurnar eru margar og misjafnar sem allar miða að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir. Innleiðing á vinnutímabreytingu í vaktavinnu er í undirbúningi og á sú breyting að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi 1. maí 2021. Útfærslan er viðamikil kerfisbreyting og verður kynnt fyrir stjórnendum og starfsmönnum á allra næstu vikum. Vinnutímabreytingin miðar að því að vinnuvikan styttist um fjórar klukkustundir, í allt að átta stundir á viku. Matar- og kaffihlé Um vinnutímabreytingu í dagvinnu er mikilvægt að huga að samvinnu og útfæra verkefnið í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað án þess að skerða matar- og kaffitíma. Í umræðunni um styttri vinnuviku hefur gætt misskilnings um að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn án þess að fá hefðbundið matar- og kaffihlé. Það er ekki rétt, enda ljóst að hverjum starfsmanni er nauðsynlegt að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Með því að setja útfærsluna í hendur stofnana er starfsfólki og stjórnendum falið að finna leið til að skipuleggja vinnutímann betur og tryggja að hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Samvinna lykilatriði Mikil áhersla er á að allir sem koma að þessum vinnutímabreytingum vinni það í sameiningu. Það er því mikilvægt að hafa markmið breytingana að leiðarljósi. Innleiðingaferlið má ekki auka streitu á vinnustaðnum heldur þarf umbótasamtal starfsmanna og stjórnenda að leiða til streituminna starfsumhverfis. Samtal um betri vinnutíma snýst í raun um að losa sig úr viðjum vanans og hugsa hlutina upp á nýtt. Liður í því er að ákveða hvernig megi aðlaga neyslu- og hvíldarhlé að nýju vinnutímafyrirkomulagi. Sem dæmi til að stytta vinnuvikuna í 36 tíma má gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri útfærslu er gert ráð fyrir að neysluhléin séu á forræði vinnuveitanda. Það þýðir að starfsmaður fer ekki af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta. Ef starfsfólk vill hins vegar hafa forræði á matarhléi þarf að ákveða hvort taka eigi allt matarhléið eða að hluta. Þannig geta vinnustaðir ákveðið að formleg matarhlé séu til dæmis í 15, 20 eða 30 mínútur. Betri lífsgæði Þegar vel tekst til mun vinnutímabreytingin bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Breytingin mun hafa bein áhrif á líðan starfsmanna, og þar með gæði þjónustunnar. Fjölmargir sem nú þegar hafa upplifað vinnutímabreytingar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, segja að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari, og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það er því til mikils að vinna að okkur öllum takist vel til. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Vinnumarkaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á vormánuðum 2020 náðist tímamótasamkomulag um styttri vinnuviku – betri vinnutíma fyrir aðildarfélög BSRB. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt áherslu á styttri vinnuviku og að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Það er því mikill ávinningur fyrir sjúkraliðastéttina að hafa loksins náð þessum langþráða afanga. Um þessar mundir er unnið að innleiðingunni og hafa fjölmargar samstarfsnefndir og vinnuhópar verið skipaðar til að fylgja henni eftir með fræðslu- og upplýsingum sem miðlað er til starfsmanna og stjórnenda stofnana. Aldrei áður hefur verið samið um viðlíka vinnutímabreytingar. Verkefnið er því bæði framandi og krefjandi en meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Mismunandi útfærsla Innleiðing á vinnutímabreytingu í dagvinnu er yfirstandandi enda á breytingin að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Útfærslan er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem öllum er ætlað að vinna saman að góðri lausn fyrir sig og vinnustaðinn. Útfærslurnar eru margar og misjafnar sem allar miða að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir. Innleiðing á vinnutímabreytingu í vaktavinnu er í undirbúningi og á sú breyting að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi 1. maí 2021. Útfærslan er viðamikil kerfisbreyting og verður kynnt fyrir stjórnendum og starfsmönnum á allra næstu vikum. Vinnutímabreytingin miðar að því að vinnuvikan styttist um fjórar klukkustundir, í allt að átta stundir á viku. Matar- og kaffihlé Um vinnutímabreytingu í dagvinnu er mikilvægt að huga að samvinnu og útfæra verkefnið í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað án þess að skerða matar- og kaffitíma. Í umræðunni um styttri vinnuviku hefur gætt misskilnings um að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn án þess að fá hefðbundið matar- og kaffihlé. Það er ekki rétt, enda ljóst að hverjum starfsmanni er nauðsynlegt að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Með því að setja útfærsluna í hendur stofnana er starfsfólki og stjórnendum falið að finna leið til að skipuleggja vinnutímann betur og tryggja að hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Samvinna lykilatriði Mikil áhersla er á að allir sem koma að þessum vinnutímabreytingum vinni það í sameiningu. Það er því mikilvægt að hafa markmið breytingana að leiðarljósi. Innleiðingaferlið má ekki auka streitu á vinnustaðnum heldur þarf umbótasamtal starfsmanna og stjórnenda að leiða til streituminna starfsumhverfis. Samtal um betri vinnutíma snýst í raun um að losa sig úr viðjum vanans og hugsa hlutina upp á nýtt. Liður í því er að ákveða hvernig megi aðlaga neyslu- og hvíldarhlé að nýju vinnutímafyrirkomulagi. Sem dæmi til að stytta vinnuvikuna í 36 tíma má gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri útfærslu er gert ráð fyrir að neysluhléin séu á forræði vinnuveitanda. Það þýðir að starfsmaður fer ekki af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta. Ef starfsfólk vill hins vegar hafa forræði á matarhléi þarf að ákveða hvort taka eigi allt matarhléið eða að hluta. Þannig geta vinnustaðir ákveðið að formleg matarhlé séu til dæmis í 15, 20 eða 30 mínútur. Betri lífsgæði Þegar vel tekst til mun vinnutímabreytingin bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Breytingin mun hafa bein áhrif á líðan starfsmanna, og þar með gæði þjónustunnar. Fjölmargir sem nú þegar hafa upplifað vinnutímabreytingar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, segja að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari, og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það er því til mikils að vinna að okkur öllum takist vel til. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun