Mögulegt að bólusetning hefjist 11. desember í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2020 16:42 Dr. Mancef Slaoui fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19. Drew Angerer/Getty Images Dr. Moncef Slaoui, maðurinn sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19, hefur sagt að mögulegt verði að hefja bólusetningar við veirunni í Bandaríkjunum þann 11. desember næstkomandi. Frá þessu greinir CNN-fréttastofan. Síðastliðinn föstudag sótti lyfjafyrirtækið Pfizer um neyðarmarkaðsleyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (FDA) svo hægt yrði að hefja dreifingu á bóluefninu. Ráðgjafanefnd eftirlitsins um bóluefni kemur saman 10. desember næstkomandi og þá kemur í ljós hvort leyfið verður veitt. Slaou segir það þýða að ef leyfi fæst, verði hægt að hefja dreifingu og notkun bóluefnisins daginn eftir. „Okkar áætlun snýst um að flytja bóluefnið á bólusetningarstöðvar innan við 24 tímum eftir að leyfið fæst. Ég geri því ráð fyrir því að það gerist daginn eftir samþykki, 11. eða 12. desember.“ Pfizer tilkynnti fyrr í þessum mánuði að bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á seinni stigum bentu til þess að bóluefnið veitti vörn gegn kórónuveirunni í 90% tilfella. Síðan þá hefur fyrirtækið sagt prófanir hafa leitt í ljós að hlutfallið sé enn hærra, hátt í 95%. Heilbrigðissérfræðingar hafa iðulega bent á að ekki verði unnt að bólusetja mikinn fjölda fólks um leið og bóluefnið verður tekið í gagnið. Forgangsröðun verður á þá leið að viðkvæmir hópar, svo sem eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, og heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir fyrst. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali. 22. nóvember 2020 10:48 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Dr. Moncef Slaoui, maðurinn sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19, hefur sagt að mögulegt verði að hefja bólusetningar við veirunni í Bandaríkjunum þann 11. desember næstkomandi. Frá þessu greinir CNN-fréttastofan. Síðastliðinn föstudag sótti lyfjafyrirtækið Pfizer um neyðarmarkaðsleyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (FDA) svo hægt yrði að hefja dreifingu á bóluefninu. Ráðgjafanefnd eftirlitsins um bóluefni kemur saman 10. desember næstkomandi og þá kemur í ljós hvort leyfið verður veitt. Slaou segir það þýða að ef leyfi fæst, verði hægt að hefja dreifingu og notkun bóluefnisins daginn eftir. „Okkar áætlun snýst um að flytja bóluefnið á bólusetningarstöðvar innan við 24 tímum eftir að leyfið fæst. Ég geri því ráð fyrir því að það gerist daginn eftir samþykki, 11. eða 12. desember.“ Pfizer tilkynnti fyrr í þessum mánuði að bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á seinni stigum bentu til þess að bóluefnið veitti vörn gegn kórónuveirunni í 90% tilfella. Síðan þá hefur fyrirtækið sagt prófanir hafa leitt í ljós að hlutfallið sé enn hærra, hátt í 95%. Heilbrigðissérfræðingar hafa iðulega bent á að ekki verði unnt að bólusetja mikinn fjölda fólks um leið og bóluefnið verður tekið í gagnið. Forgangsröðun verður á þá leið að viðkvæmir hópar, svo sem eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, og heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir fyrst.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali. 22. nóvember 2020 10:48 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali. 22. nóvember 2020 10:48
Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15