Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 16:01 Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Vísir/AP Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Það er þrátt fyrir að ýmsir aðilar hafi þegar staðfest að fundurinn hafi átt sér stað. Fjölmiðlar í Ísrael hafa haldið því fram að forsætisráðherrann hafi farið á fund með krónprinsinum, sem í daglegu tali er oft kallaður MBS, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vitað er að MBS og Pompeo hittust, auk annarra embættismanna, en Netanjahú er sagður hafa flogið til Sádi-Arabíu með einkaþotu og að Yossi Cohen, yfirmaður Mossad, leyniþjónustu Ísrael, hafi verið með honum, samkvæmt Times of Israel. Heimildarmaður Wall Street Journal staðfesti þær fregnir svo og sagði fundinn hafa staðið yfir í nokkrar klukkustundir og snúið að Íran og mögulegum opinberum samskiptum Ísrael og Sádi-Arabíu. Times of Israel hefur einnig eftir Yoav Gallant, menntamálaráðherra Ísrael, að fundurinn hafi átt sér stað. Netanjahú sjálfur hefur ekki viljað tjá sig um fregnirnar. Prinsinn Faisal bin Farhan, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, tísti svo um málið í dag og sagði að engir Ísraelar hefðu verið á fundinum. Hann er sjálfur sagður hafa verið á fundinum. I have seen press reports about a purported meeting between HRH the Crown Prince and Israeli officials during the recent visit by @SecPompeo. No such meeting occurred. The only officials present were American and Saudi.— (@FaisalbinFarhan) November 23, 2020 AP fréttaveitan segir að FlightRadar24.com sýni að einkaþotu hafi verið flogið frá Tel Aviv á sunnudaginn og henni hafi verið lent í Neom í Sádi-Arabíu, þar sem MBS og Pompeo voru á fundi. Flugvélinni var svo flogið sömu leið til baka þremur klukkustundum síðar. Bandarískir blaðamenn voru með Pompeo á ferðalagi hans en hann skildi þá eftir á flugvellinum í Neom þennan dag. AP fréttaveitan segir einnig að Salman konungur hafi sett stofnun sjálfstæðs ríkis í Palestínu vera forsendu fyrir því að Sádar hefji opinber samskipti við Ísrael. MBS er talinn vera opnari fyrir því að hefja samskipti við Ísrael án lausnar á deilum Ísraela og Palestínumanna. Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa þegar opnað á formleg samskipti við Ísrael á undanförnum mánuðum og eftir mikla viðleitni erindreka Donald Trumps. Bandaríkin hafa einnig miðlað málum á milli Ísrael og Líbanon en ríkin samþykktu nýverið að hefja viðræður um deilur um lögsögu ríkjanna. Nágrannaríkin tvö hafa háð nokkrar styrjaldir í gegnum tíðina og eru tæknilega séð enn í stríði og deila einnig um landamæri. Ísrael Sádi-Arabía Bandaríkin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Það er þrátt fyrir að ýmsir aðilar hafi þegar staðfest að fundurinn hafi átt sér stað. Fjölmiðlar í Ísrael hafa haldið því fram að forsætisráðherrann hafi farið á fund með krónprinsinum, sem í daglegu tali er oft kallaður MBS, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vitað er að MBS og Pompeo hittust, auk annarra embættismanna, en Netanjahú er sagður hafa flogið til Sádi-Arabíu með einkaþotu og að Yossi Cohen, yfirmaður Mossad, leyniþjónustu Ísrael, hafi verið með honum, samkvæmt Times of Israel. Heimildarmaður Wall Street Journal staðfesti þær fregnir svo og sagði fundinn hafa staðið yfir í nokkrar klukkustundir og snúið að Íran og mögulegum opinberum samskiptum Ísrael og Sádi-Arabíu. Times of Israel hefur einnig eftir Yoav Gallant, menntamálaráðherra Ísrael, að fundurinn hafi átt sér stað. Netanjahú sjálfur hefur ekki viljað tjá sig um fregnirnar. Prinsinn Faisal bin Farhan, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, tísti svo um málið í dag og sagði að engir Ísraelar hefðu verið á fundinum. Hann er sjálfur sagður hafa verið á fundinum. I have seen press reports about a purported meeting between HRH the Crown Prince and Israeli officials during the recent visit by @SecPompeo. No such meeting occurred. The only officials present were American and Saudi.— (@FaisalbinFarhan) November 23, 2020 AP fréttaveitan segir að FlightRadar24.com sýni að einkaþotu hafi verið flogið frá Tel Aviv á sunnudaginn og henni hafi verið lent í Neom í Sádi-Arabíu, þar sem MBS og Pompeo voru á fundi. Flugvélinni var svo flogið sömu leið til baka þremur klukkustundum síðar. Bandarískir blaðamenn voru með Pompeo á ferðalagi hans en hann skildi þá eftir á flugvellinum í Neom þennan dag. AP fréttaveitan segir einnig að Salman konungur hafi sett stofnun sjálfstæðs ríkis í Palestínu vera forsendu fyrir því að Sádar hefji opinber samskipti við Ísrael. MBS er talinn vera opnari fyrir því að hefja samskipti við Ísrael án lausnar á deilum Ísraela og Palestínumanna. Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa þegar opnað á formleg samskipti við Ísrael á undanförnum mánuðum og eftir mikla viðleitni erindreka Donald Trumps. Bandaríkin hafa einnig miðlað málum á milli Ísrael og Líbanon en ríkin samþykktu nýverið að hefja viðræður um deilur um lögsögu ríkjanna. Nágrannaríkin tvö hafa háð nokkrar styrjaldir í gegnum tíðina og eru tæknilega séð enn í stríði og deila einnig um landamæri.
Ísrael Sádi-Arabía Bandaríkin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira