Styttri vinnuvika – ekki bara fyrir fullorðna Berglind Robertson Grétarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 08:31 Í ársbyrjun 2021 tekur í gildi stytting vinnuvikunnar hjá mörgum starfsstéttum á Íslandi og þar á meðal starfsfólki leikskóla. Það er í höndum hvers leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar í samræmi við aðstæður í hverjum skóla. Vandinn er hinsvegar sá að ekki má það kosta sveitarfélögin sem reka leikskólana, það er enginn vilji til að setja aukafjármagn til að auðvelda þessa framkvæmd. Ekki má skerða þjónustuna með styttri opnunartíma og heldur ekki ráða fleira starfsfólk til afleysinga. Hvað þýðir þetta fyrir börnin í leikskólanum? Þetta þýðir að þegar starfsfólkið er með allt niður í 36 tíma vinnuviku, en enginn starfsmaður kemur til að leysa af, þá eru meiri líkur á því að þjónustan gagnvart yngstu þegnum landsins sé skert og börnin ekki eins örugg í leikskólanum. Leikskólinn verður þá gæslustofnun en ekki menntastofnun eins og fram kemur í lögum um leikskóla. Leikskólinn er nefnilega fyrsta skólastigið, ekki bara á tyllidögum þegar það hentar stjórnmálamönnun. Allt of algengt er að litið sé á leikskólann sem „geymslustað“ fyrir börnin til að létta á foreldrum til að stunda vinnu. Mikil umræða er á meðal leikskólakennara og stjórnenda leikskóla um hvernig á að vera hægt að láta styttingu vinnuvikunnar ganga upp án þess að skerða þjónustu eða búa til meira álag en nú þegar er fyrir börn og starfsfólk. Margir hafa ákveðið að taka þetta á jákvæðninni og að hugsa í lausnum því starfsfólk leikskóla eru oft sérfræðingar í að „redda málum“ og „hlaupa hraðar“. Við erum svo góðhjörtuð og jákvæð. Ótrúleg meðvirkni er búin að einkenna leikskóla á Íslandi í mörg ár og er þetta enn einn liðurinn í því. Starfsfólk leikskóla er einn stærsti hópur sem leitar til Virks starfsendurhæfingarsjóðs meðal annars vegna krefjandi starfsaðstæðna sem hefur einkennt leikskóla á Íslandi. Leikskólabörn hér á landi eru með lengstu viðveruna af öllum OECD löndum, allt of oft í litlum rýmum og stórum barnahópum. Samt má ekki kosta neitt að bæta starfsaðstæður barna og starfsfólk leikskóla. Því miður eru margir stjórnmálamenn sem átta sig ekki á að börn eru lifandi efniviður en ekki pappír sem hægt er að setja til hliðar þegar farið er fyrr úr vinnu vegna styttri viðveru. Tölvunarfræðingurinn getur slökkt á tölvunni og bifvélavirkinn leggur frá sér verkfærin en það er ekki hægt að „hengja börn upp á snaga“ þegar færra starfsfólk er að störfum í leikskólanum. Það er verið að stefna öryggi barnanna í hættu og draga úr fagmennsku leikskólastigsins. Leikskólabörn geta ekki tekið upp símann og hringt í Umboðsmann barna eða barnavernd og látið vita þegar aðstæður þeirra eru óviðunandi. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu 0-6 ára barna og vilja vera talsmenn barnanna og láta í sér heyra, en tala því miður oft fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna og þeirra sem ráða í málaflokki leikskólanna. Stytting vinnuvikunnar á ekki bara að vera fyrir fullorðna, heldur eiga börnin einnig að fá að njóta þess að vera meira með fjölskyldum sínum. Sveitarfélögin eiga að geta boðið upp á sveigjanlegan vistunartíma í leikskólunum, svo þegar foreldrar eru með styttri viðveru í vinnu þá fari börnin fyrr heim úr leikskólanum. Þannig skapast betri aðstæður fyrir stjórnendur leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar - ekki einungis fyrir starfsfólkið heldur börnum og fjölskyldum þeirra til heilla. Það ætti ekki að kosta svo mikið. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2021 tekur í gildi stytting vinnuvikunnar hjá mörgum starfsstéttum á Íslandi og þar á meðal starfsfólki leikskóla. Það er í höndum hvers leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar í samræmi við aðstæður í hverjum skóla. Vandinn er hinsvegar sá að ekki má það kosta sveitarfélögin sem reka leikskólana, það er enginn vilji til að setja aukafjármagn til að auðvelda þessa framkvæmd. Ekki má skerða þjónustuna með styttri opnunartíma og heldur ekki ráða fleira starfsfólk til afleysinga. Hvað þýðir þetta fyrir börnin í leikskólanum? Þetta þýðir að þegar starfsfólkið er með allt niður í 36 tíma vinnuviku, en enginn starfsmaður kemur til að leysa af, þá eru meiri líkur á því að þjónustan gagnvart yngstu þegnum landsins sé skert og börnin ekki eins örugg í leikskólanum. Leikskólinn verður þá gæslustofnun en ekki menntastofnun eins og fram kemur í lögum um leikskóla. Leikskólinn er nefnilega fyrsta skólastigið, ekki bara á tyllidögum þegar það hentar stjórnmálamönnun. Allt of algengt er að litið sé á leikskólann sem „geymslustað“ fyrir börnin til að létta á foreldrum til að stunda vinnu. Mikil umræða er á meðal leikskólakennara og stjórnenda leikskóla um hvernig á að vera hægt að láta styttingu vinnuvikunnar ganga upp án þess að skerða þjónustu eða búa til meira álag en nú þegar er fyrir börn og starfsfólk. Margir hafa ákveðið að taka þetta á jákvæðninni og að hugsa í lausnum því starfsfólk leikskóla eru oft sérfræðingar í að „redda málum“ og „hlaupa hraðar“. Við erum svo góðhjörtuð og jákvæð. Ótrúleg meðvirkni er búin að einkenna leikskóla á Íslandi í mörg ár og er þetta enn einn liðurinn í því. Starfsfólk leikskóla er einn stærsti hópur sem leitar til Virks starfsendurhæfingarsjóðs meðal annars vegna krefjandi starfsaðstæðna sem hefur einkennt leikskóla á Íslandi. Leikskólabörn hér á landi eru með lengstu viðveruna af öllum OECD löndum, allt of oft í litlum rýmum og stórum barnahópum. Samt má ekki kosta neitt að bæta starfsaðstæður barna og starfsfólk leikskóla. Því miður eru margir stjórnmálamenn sem átta sig ekki á að börn eru lifandi efniviður en ekki pappír sem hægt er að setja til hliðar þegar farið er fyrr úr vinnu vegna styttri viðveru. Tölvunarfræðingurinn getur slökkt á tölvunni og bifvélavirkinn leggur frá sér verkfærin en það er ekki hægt að „hengja börn upp á snaga“ þegar færra starfsfólk er að störfum í leikskólanum. Það er verið að stefna öryggi barnanna í hættu og draga úr fagmennsku leikskólastigsins. Leikskólabörn geta ekki tekið upp símann og hringt í Umboðsmann barna eða barnavernd og látið vita þegar aðstæður þeirra eru óviðunandi. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu 0-6 ára barna og vilja vera talsmenn barnanna og láta í sér heyra, en tala því miður oft fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna og þeirra sem ráða í málaflokki leikskólanna. Stytting vinnuvikunnar á ekki bara að vera fyrir fullorðna, heldur eiga börnin einnig að fá að njóta þess að vera meira með fjölskyldum sínum. Sveitarfélögin eiga að geta boðið upp á sveigjanlegan vistunartíma í leikskólunum, svo þegar foreldrar eru með styttri viðveru í vinnu þá fari börnin fyrr heim úr leikskólanum. Þannig skapast betri aðstæður fyrir stjórnendur leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar - ekki einungis fyrir starfsfólkið heldur börnum og fjölskyldum þeirra til heilla. Það ætti ekki að kosta svo mikið. Höfundur er leikskólastjóri.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun