Æfingafélagi Katrínar Tönju með COVID Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 08:31 Tori Dyson og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa æft lengi saman og þekkjast mjög vel. Instagram/@toridysonnn Tori Dyson, æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, í aðdraganda heimsleikanna, greindist með kórónuveiruna á dögunum. Katrín Tanja hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur og þetta smit hefur því sem betur fer engin áhrif á hana. Tori Dyson talaði mjög vel um Katrínu Tönju í pistli á Instagram síðu sinni sem við sögðu frá hér á Vísi en finna má einnig hérna neðst í fréttinni. Tori Dyson er einn af þjálfurunum hjá CrossFit New England stöðinni þar sem Katrín Tanja æfir stóran hluta ársins hjá þjálfara sínum Ben Bergeron. Fréttasíðan Morning Chalk Up sagði frá smiti Tori Dyson og var með alla málavexti á hreinu. Tori ferðaðist til Nashville fyrir tveimur vikum til að hitta CrossFit konurnar Brooke Wells, Jessicu Griffith og Amöndu Barnhart. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Hún fór í kórónupróf þegar hún kom til baka, samkvæmt reglum Massachusetts-fylkis, en var neikvæð. Hún mætti svo aftur til vinnu en fór síðan að finna fyrir einkennum á miðvikudaginn fyrir viku. Tori Dyson hafði ekki áhyggjur eftir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu en fór loksins í annað próf á laugardeginum. Hún fékk jákvæða niðurstöðu úr því á sunnudaginn var. Tori hefur það ágætt fyrir utan það að vera kvefuð en hún missti einnig lyktar- og bragðskyn. Tori Dyson er nú í einangrun en það þurfti að loka CrossFit New England stöðinni í tvo daga vegna smitsins. Tori Dyson sendi frá sér myndband á Instagram síðunni þar sem hún sagði hversu leið hún var yfir því að hafa orsakað það að það þurfti að loka stöðinni. „Kórónuveiran er alvöru. Notið grímu, þvoið ykkur um hendurnar og ef þið finnið einhver einkenni farið strax í próf og haldið ykkur til hlés þar til þið fáið niðurstöðurnar,“ sagði Tori Dyson. View this post on Instagram A post shared by Tori Dyson (@toridysonnn) CrossFit Tengdar fréttir Segir að Katrín Tanja sé með hjarta úr gulli Æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur út í Bandaríkjunum skrifar mjög fallega um íslensku CrossFit stjörnuna og þá sérstaklega um það hvað hún sé laus við alla stjörnustæla og komi vel fram við fólkið í kringum sig. 24. september 2020 09:01 Katrín Tanja á topplistanum yfir markaðsvænlegasta íþróttafólk heims Ísland á flottan fulltrúa á nýjum lista yfir það íþróttafólk heimsins sem er með seljanlegustu ímyndina. Lionel Messi endaði ofar en Cristiano Ronaldo. 29. september 2020 09:00 Gælunafn Katrínar Tönju kom frá þjálfara hennar Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur fengið gælunafnið „Sled-dog“ eða sleðahundur í CrossFit heiminum. 9. október 2020 09:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Tori Dyson, æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, í aðdraganda heimsleikanna, greindist með kórónuveiruna á dögunum. Katrín Tanja hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur og þetta smit hefur því sem betur fer engin áhrif á hana. Tori Dyson talaði mjög vel um Katrínu Tönju í pistli á Instagram síðu sinni sem við sögðu frá hér á Vísi en finna má einnig hérna neðst í fréttinni. Tori Dyson er einn af þjálfurunum hjá CrossFit New England stöðinni þar sem Katrín Tanja æfir stóran hluta ársins hjá þjálfara sínum Ben Bergeron. Fréttasíðan Morning Chalk Up sagði frá smiti Tori Dyson og var með alla málavexti á hreinu. Tori ferðaðist til Nashville fyrir tveimur vikum til að hitta CrossFit konurnar Brooke Wells, Jessicu Griffith og Amöndu Barnhart. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Hún fór í kórónupróf þegar hún kom til baka, samkvæmt reglum Massachusetts-fylkis, en var neikvæð. Hún mætti svo aftur til vinnu en fór síðan að finna fyrir einkennum á miðvikudaginn fyrir viku. Tori Dyson hafði ekki áhyggjur eftir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu en fór loksins í annað próf á laugardeginum. Hún fékk jákvæða niðurstöðu úr því á sunnudaginn var. Tori hefur það ágætt fyrir utan það að vera kvefuð en hún missti einnig lyktar- og bragðskyn. Tori Dyson er nú í einangrun en það þurfti að loka CrossFit New England stöðinni í tvo daga vegna smitsins. Tori Dyson sendi frá sér myndband á Instagram síðunni þar sem hún sagði hversu leið hún var yfir því að hafa orsakað það að það þurfti að loka stöðinni. „Kórónuveiran er alvöru. Notið grímu, þvoið ykkur um hendurnar og ef þið finnið einhver einkenni farið strax í próf og haldið ykkur til hlés þar til þið fáið niðurstöðurnar,“ sagði Tori Dyson. View this post on Instagram A post shared by Tori Dyson (@toridysonnn)
CrossFit Tengdar fréttir Segir að Katrín Tanja sé með hjarta úr gulli Æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur út í Bandaríkjunum skrifar mjög fallega um íslensku CrossFit stjörnuna og þá sérstaklega um það hvað hún sé laus við alla stjörnustæla og komi vel fram við fólkið í kringum sig. 24. september 2020 09:01 Katrín Tanja á topplistanum yfir markaðsvænlegasta íþróttafólk heims Ísland á flottan fulltrúa á nýjum lista yfir það íþróttafólk heimsins sem er með seljanlegustu ímyndina. Lionel Messi endaði ofar en Cristiano Ronaldo. 29. september 2020 09:00 Gælunafn Katrínar Tönju kom frá þjálfara hennar Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur fengið gælunafnið „Sled-dog“ eða sleðahundur í CrossFit heiminum. 9. október 2020 09:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Segir að Katrín Tanja sé með hjarta úr gulli Æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur út í Bandaríkjunum skrifar mjög fallega um íslensku CrossFit stjörnuna og þá sérstaklega um það hvað hún sé laus við alla stjörnustæla og komi vel fram við fólkið í kringum sig. 24. september 2020 09:01
Katrín Tanja á topplistanum yfir markaðsvænlegasta íþróttafólk heims Ísland á flottan fulltrúa á nýjum lista yfir það íþróttafólk heimsins sem er með seljanlegustu ímyndina. Lionel Messi endaði ofar en Cristiano Ronaldo. 29. september 2020 09:00
Gælunafn Katrínar Tönju kom frá þjálfara hennar Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur fengið gælunafnið „Sled-dog“ eða sleðahundur í CrossFit heiminum. 9. október 2020 09:00