„Þetta verður ekki þriðja kjörtímabil Obama“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 08:26 Joe Biden tekur við stjórnartaumunum í Hvíta húsinu þann 20. janúar næstkomandi. Getty/Mark Makela Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að komandi kjörtímabil hans í Hvíta húsinu verði „ekki þriðja kjörtímabil Obama.“ Hann lofar því að ríkisstjórn hans endurspegli bandarísku þjóðina sem og Demókrataflokkinn. Þetta kom fram í viðtali sem Lester Holt, fréttamaður NBC, tók við Biden í gærkvöldi en um var að ræða fyrsta viðtalið sem Biden veitir síðan hann var kjörinn forseti í byrjun nóvember. Biden hefur undanfarna daga kynnt þá sem munu taka sæti í ríkisstjórn hans en þar má finna allnokkra sem voru áberandi þegar Barack Obama gegndi embætti forseta. Holt spurði Biden hvað hann segði við þá sem veltu því fyrir sér hvort hann væri ekki bara að búa til þriðja kjörtímabil Obama. „Þetta verður ekki þriðja kjörtímabil Obama. Við stöndum frammi fyrir allt öðrum veruleika en við gerðum undir Obama-Biden. Trump forseti hefur breytt landslaginu,“ sagði Biden. Þá lýsti hann því markmiði að ríkisstjórnin endurspegli allt litróf bandarísku þjóðarinnar og allt litróf Demókrataflokksins. Aðspurður hvort hann myndi íhuga að skipa jafnvel Repúblikana sem hefði kosið Donald Trump svaraði Biden játandi. „Ég vil að þessi þjóð verði sameinuð,“ sagði hann. Þótt Trump hafi ekki enn viðurkennt ósigur hófst valdaskiptaferlið formlega í vikunni. Biden sagði starfslið Trumps hafa verið „einlægt“ í sinni vinnu við ferlið. „Þetta hefur ekki verið slæmt hingað til og ég býst ekki við að það verði það,“ sagði Biden. Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Barack Obama Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að komandi kjörtímabil hans í Hvíta húsinu verði „ekki þriðja kjörtímabil Obama.“ Hann lofar því að ríkisstjórn hans endurspegli bandarísku þjóðina sem og Demókrataflokkinn. Þetta kom fram í viðtali sem Lester Holt, fréttamaður NBC, tók við Biden í gærkvöldi en um var að ræða fyrsta viðtalið sem Biden veitir síðan hann var kjörinn forseti í byrjun nóvember. Biden hefur undanfarna daga kynnt þá sem munu taka sæti í ríkisstjórn hans en þar má finna allnokkra sem voru áberandi þegar Barack Obama gegndi embætti forseta. Holt spurði Biden hvað hann segði við þá sem veltu því fyrir sér hvort hann væri ekki bara að búa til þriðja kjörtímabil Obama. „Þetta verður ekki þriðja kjörtímabil Obama. Við stöndum frammi fyrir allt öðrum veruleika en við gerðum undir Obama-Biden. Trump forseti hefur breytt landslaginu,“ sagði Biden. Þá lýsti hann því markmiði að ríkisstjórnin endurspegli allt litróf bandarísku þjóðarinnar og allt litróf Demókrataflokksins. Aðspurður hvort hann myndi íhuga að skipa jafnvel Repúblikana sem hefði kosið Donald Trump svaraði Biden játandi. „Ég vil að þessi þjóð verði sameinuð,“ sagði hann. Þótt Trump hafi ekki enn viðurkennt ósigur hófst valdaskiptaferlið formlega í vikunni. Biden sagði starfslið Trumps hafa verið „einlægt“ í sinni vinnu við ferlið. „Þetta hefur ekki verið slæmt hingað til og ég býst ekki við að það verði það,“ sagði Biden.
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Barack Obama Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira