Hvar er þríeykið gegn kynbundnu ofbeldi? Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 10:01 Í dag, 25. nóvember, er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi, en þema ársins er “Orange the World: Fund, Respond, Prevent, Collect!". Sökum COVID-19 verður engin Ljósaganga í ár sem vanalega markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur svo 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Harpa verður hins vegar lýst upp í appelsínugulum lit líkt og undanfarin ár, en liturinn er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Í dag skulum við í stað Ljósagöngu kveikja á kertum í minningu þeirra 45.073 kvenna sem myrtar hafa verið af hendi náins fjölskyldumeðlims á heimsvísu það sem af er ári 2020. Samhliða alvarlegum efnahags- og félagslegum áhrifum heimsfaraldursins COVID-19 og aukinni félagslegri einangrun fólks hefur „skuggafaraldur“ kynbundins ofbeldis farið vaxandi um allan heim. Það er staðreynd að í neyð líkt og nú ríkir á heimsvísu eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fer tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum. Í sumum löndum hefur fjölgun hringinga í neyðarlínur fimmfaldast. Annars staðar hefur formlegum kvörtunum um heimilisofbeldi fækkað þar sem erfiðara reynist fyrir þolendur að sækja sér hjálpar eftir hefbundnum leiðum. Margar konur og stúlkur eru einangraðar og bundnar heima með ofbeldismönnum sínum vegna samkomu- og útgöngubanna. Nýjustu úttektir og rannsóknir benda til þess að þrír mánuðir af útgöngubanni þýði að 15 milljónir kvenna og stúlkna til viðbótar verði beittar kynbundnu ofbeldi. Á sama tíma er fjármagni oft beint frá nauðsynlegri stoðþjónustu á borð við kvennaathvörf og neyðarlínur. Á heimsvísu hafa yfir 240 milljónir kvenna þurft að þola ofbeldi af hendi nákomnum aðila á síðustu tólf mánuðum. Þessi fjöldi mun að öllum líkindum aukast þar sem áhyggjur af heilsufari og fjárhagslegu öryggi skapar aukna streitu á heimilum sem þegar eru undir miklu álagi. Faraldurinn hefur einnig hræðileg áhrif á konur og stúlkur með fötlun sem geta átt í erfiðleikum með að tilkynna ofbeldi og misnotkun. Þá eru einnig aðrir jaðarsettir hópar í hættu svo sem konur í flóttamannabúðum. Á sama tíma og 70% þeirra sem eru í framlínunni um allan heim að bjarga mannslífum vegna COVID-19 eru konur, hefur ekkert þríeyki stigið fram til að bjarga þeim 137 konum sem drepnar eru á hverjum einasta degi allan ársins hring. Af hverju erum við ekki brjáluð yfir því ofbeldi og mannréttindabrotum sem framin eru gegn konum og stúlkum á hverjum einasta degi? Af hverju höfum við ekki gert allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við ofbeldisheimsfaraldrinum sem geysað hefur frá örófi alda? UN Women er til staðar fyrir konur í faraldrinum og mætir þörfum þeirra. UN Women þrýstir á að konum sem beittar eru heimilisofbeldi sé veittur aðgangur að viðeigandi þjónustu; lögreglu, neyðarmóttöku og athvörfum. Í kvennaathvörfum UN Women hljóta konur heilbrigðisþjónustu, sálræna aðstoð, lagalega aðstoð og atvinnutækifæri auk þess að búa við öruggt húsaskjól. Við hjá UN Women á Íslandi erum uggandi yfir bakslaginu sem COVID-19 hefur haft á jafnréttisbaráttuna. Bakslagið veldur því að aldrei hefur þörfin fyrir fjármagn til UN Women verið meiri. Með því að kaupa táknrænar gjafir UN Women getum við öll; einstaklingar og stjórnendur fyrirtækja, lyft grettistaki í að snúa þróuninni við. Saman getum við verið ljós í myrkri fyrir konur um allan heim. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í dag, 25. nóvember, er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi, en þema ársins er “Orange the World: Fund, Respond, Prevent, Collect!". Sökum COVID-19 verður engin Ljósaganga í ár sem vanalega markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur svo 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Harpa verður hins vegar lýst upp í appelsínugulum lit líkt og undanfarin ár, en liturinn er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Í dag skulum við í stað Ljósagöngu kveikja á kertum í minningu þeirra 45.073 kvenna sem myrtar hafa verið af hendi náins fjölskyldumeðlims á heimsvísu það sem af er ári 2020. Samhliða alvarlegum efnahags- og félagslegum áhrifum heimsfaraldursins COVID-19 og aukinni félagslegri einangrun fólks hefur „skuggafaraldur“ kynbundins ofbeldis farið vaxandi um allan heim. Það er staðreynd að í neyð líkt og nú ríkir á heimsvísu eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fer tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum. Í sumum löndum hefur fjölgun hringinga í neyðarlínur fimmfaldast. Annars staðar hefur formlegum kvörtunum um heimilisofbeldi fækkað þar sem erfiðara reynist fyrir þolendur að sækja sér hjálpar eftir hefbundnum leiðum. Margar konur og stúlkur eru einangraðar og bundnar heima með ofbeldismönnum sínum vegna samkomu- og útgöngubanna. Nýjustu úttektir og rannsóknir benda til þess að þrír mánuðir af útgöngubanni þýði að 15 milljónir kvenna og stúlkna til viðbótar verði beittar kynbundnu ofbeldi. Á sama tíma er fjármagni oft beint frá nauðsynlegri stoðþjónustu á borð við kvennaathvörf og neyðarlínur. Á heimsvísu hafa yfir 240 milljónir kvenna þurft að þola ofbeldi af hendi nákomnum aðila á síðustu tólf mánuðum. Þessi fjöldi mun að öllum líkindum aukast þar sem áhyggjur af heilsufari og fjárhagslegu öryggi skapar aukna streitu á heimilum sem þegar eru undir miklu álagi. Faraldurinn hefur einnig hræðileg áhrif á konur og stúlkur með fötlun sem geta átt í erfiðleikum með að tilkynna ofbeldi og misnotkun. Þá eru einnig aðrir jaðarsettir hópar í hættu svo sem konur í flóttamannabúðum. Á sama tíma og 70% þeirra sem eru í framlínunni um allan heim að bjarga mannslífum vegna COVID-19 eru konur, hefur ekkert þríeyki stigið fram til að bjarga þeim 137 konum sem drepnar eru á hverjum einasta degi allan ársins hring. Af hverju erum við ekki brjáluð yfir því ofbeldi og mannréttindabrotum sem framin eru gegn konum og stúlkum á hverjum einasta degi? Af hverju höfum við ekki gert allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við ofbeldisheimsfaraldrinum sem geysað hefur frá örófi alda? UN Women er til staðar fyrir konur í faraldrinum og mætir þörfum þeirra. UN Women þrýstir á að konum sem beittar eru heimilisofbeldi sé veittur aðgangur að viðeigandi þjónustu; lögreglu, neyðarmóttöku og athvörfum. Í kvennaathvörfum UN Women hljóta konur heilbrigðisþjónustu, sálræna aðstoð, lagalega aðstoð og atvinnutækifæri auk þess að búa við öruggt húsaskjól. Við hjá UN Women á Íslandi erum uggandi yfir bakslaginu sem COVID-19 hefur haft á jafnréttisbaráttuna. Bakslagið veldur því að aldrei hefur þörfin fyrir fjármagn til UN Women verið meiri. Með því að kaupa táknrænar gjafir UN Women getum við öll; einstaklingar og stjórnendur fyrirtækja, lyft grettistaki í að snúa þróuninni við. Saman getum við verið ljós í myrkri fyrir konur um allan heim. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun