Ofbeldissambandi lýkur… hvað svo? Hulda Sædís Bryngeirsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 08:01 Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis á heimsvísu. Mikil og þörf umræða hefur farið fram undanfarið um vaxandi tíðni og alvarleika ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi sem og annarsstaðar. Þolendur glíma oft við fjölþættar, neikvæðar afleiðingar ofbeldisins sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra og heilsufar jafnvel til æviloka. Hér á landi vinna ýmsir aðilar, samtök og stofnanir ómetanlegt starf við að styðja þolendur ofbeldis til betra lífs og virðist sú vinna sem betur fer vera sífellt meira metin af samfélaginu, að minnsta kosti nú á Covid tímum. En gerir samfélagið okkar almennt ráð fyrir því að þolendur ofbeldis þurfi stuðning og jafnvel heildræna endurhæfingu til lengri tíma? Eitt ár eða tvö? Þolendur ofbeldis í nánum samböndum hafa oft á tíðum búið við langvarandi ofbeldi, árum og jafnvel áratugum saman sem hefur haft neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra, áhrif sem sitja eftir þó ofbeldissambandinu ljúki. Það eru fjölmargar hindranir sem geta staðið í vegi fyrir þeirri ákvörðun að yfirgefa ofbeldissamband, s.s.: Hvert get ég farið, hversu lengi er hægt að vera þar og hvað svo eftir það? Hvernig verður með börnin mín, verður þeirra líf nógu gott, munu þau höndla það að þurfa að umgangast ofbeldismanninn (hitt foreldrið) án þess að ég sé með til að verja þau? Mun ég hafa efni á að sjá fyrir fjölskyldu, mun ég ná/halda heilsu til að vinna og mun ég fá vinnu? Húsnæði? Hvað heldur fólk eiginlega um mig, ætli vinirnir séu búnir að gleyma mér? Hvað var ég eiginlega að hugsa? Mun ég einhverntímann fá frið fyrir ofbeldismanninum? Mun kerfið styðja mig og vernda börnin mín? Verður lífið kannski bara alltaf svona, endalaust basl og niðurbrot? Undirrituð rannsakar nú hvort og þá hvernig konur á Íslandi ná að eflast þrátt fyrir að hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi og var rannsóknin hýst af Jafnréttisstofu og m.a. styrkt af Jafnréttissjóði. Skilgreining á hugtakinu “efling í kjölfar áfalla” (e. Posttraumatic Growth) er eftirfarandi: Jákvæð sálfræðileg breyting eftir mikla erfiðleika og áföll; aukinn persónulegur styrkur; aukin ánægja í samböndum; jákvæð breyting á lífssýn; kemur auga á nýja möguleika. Lífsreynslan, þrátt fyrir að vera neikvæð í sjálfu sér, hefur þegar upp er staðið haft ákveðinn tilgang fyrir mig sem manneskju. Sjálfsvinna, uppbygging og úrvinnsla með aðstoð fagfólks sem viðkomandi treystir, öruggur samastaður til lengri tíma, endurhæfing til lengri tíma og stöðugt fjárhagslegt öryggi eru meðal þeirra þátta sem líklegir eru til að gera þolendum ofbeldis í nánu sambandi kleift að eflast þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Þarna virðist lýsingin “til lengri tíma” gegna mikilvægu hlutverki. Flestir eiga ástvini og margir eiga börn sem eiga á hættu að erfa áföll foreldranna sé ekkert að gert til að rjúfa vítahring vanlíðunar. Langvarandi stuðningur við þolendur ofbeldis í nánum samböndum er mikilvægur svo þær nái að eflast og sinna persónulegum og samfélagslegum hlutverkum sínum á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Þar er ekki aðeins mikið í húfi fyrir þolandann, ástvini hennar og börn heldur íslenskt samfélag í heild sinni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur MSc, fyrrverandi ráðgjafi í starfsendurhæfingu og doktorsnemi við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis á heimsvísu. Mikil og þörf umræða hefur farið fram undanfarið um vaxandi tíðni og alvarleika ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi sem og annarsstaðar. Þolendur glíma oft við fjölþættar, neikvæðar afleiðingar ofbeldisins sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra og heilsufar jafnvel til æviloka. Hér á landi vinna ýmsir aðilar, samtök og stofnanir ómetanlegt starf við að styðja þolendur ofbeldis til betra lífs og virðist sú vinna sem betur fer vera sífellt meira metin af samfélaginu, að minnsta kosti nú á Covid tímum. En gerir samfélagið okkar almennt ráð fyrir því að þolendur ofbeldis þurfi stuðning og jafnvel heildræna endurhæfingu til lengri tíma? Eitt ár eða tvö? Þolendur ofbeldis í nánum samböndum hafa oft á tíðum búið við langvarandi ofbeldi, árum og jafnvel áratugum saman sem hefur haft neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra, áhrif sem sitja eftir þó ofbeldissambandinu ljúki. Það eru fjölmargar hindranir sem geta staðið í vegi fyrir þeirri ákvörðun að yfirgefa ofbeldissamband, s.s.: Hvert get ég farið, hversu lengi er hægt að vera þar og hvað svo eftir það? Hvernig verður með börnin mín, verður þeirra líf nógu gott, munu þau höndla það að þurfa að umgangast ofbeldismanninn (hitt foreldrið) án þess að ég sé með til að verja þau? Mun ég hafa efni á að sjá fyrir fjölskyldu, mun ég ná/halda heilsu til að vinna og mun ég fá vinnu? Húsnæði? Hvað heldur fólk eiginlega um mig, ætli vinirnir séu búnir að gleyma mér? Hvað var ég eiginlega að hugsa? Mun ég einhverntímann fá frið fyrir ofbeldismanninum? Mun kerfið styðja mig og vernda börnin mín? Verður lífið kannski bara alltaf svona, endalaust basl og niðurbrot? Undirrituð rannsakar nú hvort og þá hvernig konur á Íslandi ná að eflast þrátt fyrir að hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi og var rannsóknin hýst af Jafnréttisstofu og m.a. styrkt af Jafnréttissjóði. Skilgreining á hugtakinu “efling í kjölfar áfalla” (e. Posttraumatic Growth) er eftirfarandi: Jákvæð sálfræðileg breyting eftir mikla erfiðleika og áföll; aukinn persónulegur styrkur; aukin ánægja í samböndum; jákvæð breyting á lífssýn; kemur auga á nýja möguleika. Lífsreynslan, þrátt fyrir að vera neikvæð í sjálfu sér, hefur þegar upp er staðið haft ákveðinn tilgang fyrir mig sem manneskju. Sjálfsvinna, uppbygging og úrvinnsla með aðstoð fagfólks sem viðkomandi treystir, öruggur samastaður til lengri tíma, endurhæfing til lengri tíma og stöðugt fjárhagslegt öryggi eru meðal þeirra þátta sem líklegir eru til að gera þolendum ofbeldis í nánu sambandi kleift að eflast þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Þarna virðist lýsingin “til lengri tíma” gegna mikilvægu hlutverki. Flestir eiga ástvini og margir eiga börn sem eiga á hættu að erfa áföll foreldranna sé ekkert að gert til að rjúfa vítahring vanlíðunar. Langvarandi stuðningur við þolendur ofbeldis í nánum samböndum er mikilvægur svo þær nái að eflast og sinna persónulegum og samfélagslegum hlutverkum sínum á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Þar er ekki aðeins mikið í húfi fyrir þolandann, ástvini hennar og börn heldur íslenskt samfélag í heild sinni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur MSc, fyrrverandi ráðgjafi í starfsendurhæfingu og doktorsnemi við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun