„Ef ekki semst þá erum við í afar slæmum málum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 17:37 Frá samningafundi ríkisins og flugvirkja Landhelgisgæslunnar sem eru í verkfalli, hjá ríkissáttasemjara í dag. Vísir/Vilhelm Samningafundi í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni við ríkið, sem hófst klukkan fjögur í dag, er lokið. Fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir alvarlega stöðu blasa við ef ekki tekst að semja sem allra fyrst. Ríkissáttasemjari hafði frumkvæði að boðun fundarins samkvæmt upplýsingum fréttastofu eftir að hafa rætt við formenn samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins. Síðast var fundað í deilunni á mánudag en verkfall hefur staðið yfir frá 5. nóvember. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagðist í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, skömmu áður en fundinum lauk, að hann bindi vonir við að fljótlega fari að rofa til í deilunni. „Ég ætla nú að leyfa mér að vera bjartsýnn, ég held að þetta hljóti nú að fara að ganga eitthvað,“ sagði Georg. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir stöðuna grafalvarlega. Leysa þurfi kjaradeilur flugvirkja Gæslunnar svo að hægt verði að sinna áfram sjúkraflugi.Vísir/Sigurjón „Ef ekki semst þá erum við í afar slæmum málum. Það liggur fyrir hvað svo sem gerist í dag, að við verðum stopp frá og með miðnætti og vonandi þó ekki lengur en fram á helgina, fram á laugardag sunnudag,“ sagði Georg. Landhelgisgæslan er með þrjár þyrlur á sínum snærum. TF Líf, Gró og Eir. Líf og Eir hafa verið óhreyfðar síðan verkfallið hófst. Líf hefur verið í viðhaldi lengi og stendur til að selja hana. Eir var í viðhaldsskoðun þegar verkfallið skall á. Á miðnætti í kvöld þarf Gró að fara í viðhald vegna uppsafnaðs flugtíma. „Það er svokölluð dagsetningarskoðun á þessari einu vél sem að við höfum getað haldið úti og hún verður ekkert umflúin og tekur ákveðinn tíma. Spurningin er í raun bara hvort við fáum nægan mannafla til þess að klára þetta á tveim dögum eða hvort við verðum lengur vegna mannaskorts,“ sagði Georg. Áhrifa verkfallsins gæti fram í febrúar Enn alvarlegri staða blasi við ef verkfallið dregst frekar á langinn. „Þetta er í sjálfu sér lítið mál miðað við það sem er í vændum ef verkfallið leysist ekki. Þá er allsherjarstopp, ekki seinna en 12. desember. Þá munum við ekki lengur geta haldið úti neinni þyrlu og það sem að bættist svo við er að viðhaldsþörfin hún safnast upp og öll planlaggning, öll skipulagning á viðhaldi, er stopp. Þannig að skoðanir sem eiga að vera á næstu vikum og meira að segja mánuðum, þær munu dragast. Það er ekki búið að gera þær ráðstafanir sem þarf að gera eins og að panta íhluti eða planleggja hvernig skuli unnið,“ segir Georg. „Þannig að desembermánuður verður mjög slæmur og þessa mun gæta alveg fram í febrúar í rauninni.“ Landhelgisgæslan muni gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að tryggja öryggi og þjónustu eftir fremsta megni í ljósi stöðunnar. Meðal annars verði hægt að nýta skipaflota gæslunnar eftir föngum. „Það er í sjálfu sér ekki um marga kosti að ræða. Við erum einungis með tvö tiltæk skip eins og á stendur en munum að sjálfsögðu reyna að gera eins og við getum,“ segir Georg. Viðtal við hann í heild sinni úr þættinum Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan. Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Samningafundi í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni við ríkið, sem hófst klukkan fjögur í dag, er lokið. Fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir alvarlega stöðu blasa við ef ekki tekst að semja sem allra fyrst. Ríkissáttasemjari hafði frumkvæði að boðun fundarins samkvæmt upplýsingum fréttastofu eftir að hafa rætt við formenn samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins. Síðast var fundað í deilunni á mánudag en verkfall hefur staðið yfir frá 5. nóvember. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagðist í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, skömmu áður en fundinum lauk, að hann bindi vonir við að fljótlega fari að rofa til í deilunni. „Ég ætla nú að leyfa mér að vera bjartsýnn, ég held að þetta hljóti nú að fara að ganga eitthvað,“ sagði Georg. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir stöðuna grafalvarlega. Leysa þurfi kjaradeilur flugvirkja Gæslunnar svo að hægt verði að sinna áfram sjúkraflugi.Vísir/Sigurjón „Ef ekki semst þá erum við í afar slæmum málum. Það liggur fyrir hvað svo sem gerist í dag, að við verðum stopp frá og með miðnætti og vonandi þó ekki lengur en fram á helgina, fram á laugardag sunnudag,“ sagði Georg. Landhelgisgæslan er með þrjár þyrlur á sínum snærum. TF Líf, Gró og Eir. Líf og Eir hafa verið óhreyfðar síðan verkfallið hófst. Líf hefur verið í viðhaldi lengi og stendur til að selja hana. Eir var í viðhaldsskoðun þegar verkfallið skall á. Á miðnætti í kvöld þarf Gró að fara í viðhald vegna uppsafnaðs flugtíma. „Það er svokölluð dagsetningarskoðun á þessari einu vél sem að við höfum getað haldið úti og hún verður ekkert umflúin og tekur ákveðinn tíma. Spurningin er í raun bara hvort við fáum nægan mannafla til þess að klára þetta á tveim dögum eða hvort við verðum lengur vegna mannaskorts,“ sagði Georg. Áhrifa verkfallsins gæti fram í febrúar Enn alvarlegri staða blasi við ef verkfallið dregst frekar á langinn. „Þetta er í sjálfu sér lítið mál miðað við það sem er í vændum ef verkfallið leysist ekki. Þá er allsherjarstopp, ekki seinna en 12. desember. Þá munum við ekki lengur geta haldið úti neinni þyrlu og það sem að bættist svo við er að viðhaldsþörfin hún safnast upp og öll planlaggning, öll skipulagning á viðhaldi, er stopp. Þannig að skoðanir sem eiga að vera á næstu vikum og meira að segja mánuðum, þær munu dragast. Það er ekki búið að gera þær ráðstafanir sem þarf að gera eins og að panta íhluti eða planleggja hvernig skuli unnið,“ segir Georg. „Þannig að desembermánuður verður mjög slæmur og þessa mun gæta alveg fram í febrúar í rauninni.“ Landhelgisgæslan muni gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að tryggja öryggi og þjónustu eftir fremsta megni í ljósi stöðunnar. Meðal annars verði hægt að nýta skipaflota gæslunnar eftir föngum. „Það er í sjálfu sér ekki um marga kosti að ræða. Við erum einungis með tvö tiltæk skip eins og á stendur en munum að sjálfsögðu reyna að gera eins og við getum,“ segir Georg. Viðtal við hann í heild sinni úr þættinum Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan.
Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira