Sísýfos - Nokkrar spurningar til sóttvarnarlæknis Hjálmar Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 20:31 Það er augljóst að sóttvarnalæknir er hikandi við að aflétta hömlum á eðlilegt mannlíf hér á landi svo nokkru nemi nú í byrjun desember og líklegt að landsmenn megi búast við sömu eða svipuðum höftum áfram fram yfir hátíðir að minnsta kosti, einkum vegna slælegra og ómarkvissra reglna á landamærunum. Skiljanlega hafa sóttvarnayfirvöld áhyggjur af hátíðunum framundan og þeim mannfagnaði sem þeim fylgja. Þeim mun mikilvægara er að vel sé að verki staðið. Það eru vonbrigði hvernig til hefur tekist að hafa taum á faraldrinum í haust öfugt við það sem var í vor þegar okkur tókst að drepa faraldurinn í fæðingu. Það var afrek og þríeykið lyfti sannarlega grettistaki með hjálp þjóðarinnar og Íslenskrar erfðagreiningar. Skimunargeta fyrirtækisins og að henni var beitt í þágu þjóðarinnar með þeim hætti sem gert var, verður seint fullþakkað. Þeim mun hörmulegra var það að missa veiruna inn í landið aftur í sumar og haust, en alla tíð fyrirsjáanlegt, eins og í pottinn var búið, með hömlulitlum og mótsagnakenndum aðgerðum á landamærum og greinilega allt of litlu eftirliti með fólki sem átti að vera í sóttkví. Stjórnmálamenn ákváðu, og embættismenn stóðu ekki í lappirnar gegn þeim, að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og opna landið fyrir ferðamönnum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið og við sem samfélag stóðum alla tíð frammi fyrir því að lágmarka þann skaða sem faraldurinn hafði í för með sér. Við áttum kost á því að slá skjaldborg um innlent hagkerfi og fórna hagsmunum ferðaþjónustunnar tímabundið meðan fárviðrið stæði og mæta því með almennum aðgerðum sérstaklega fyrir þá starfsgrein. Það hefði þýtt tímabundinn samdrátt, sem engin ástæða var til að ætla að yrði varanlegur. Að auki stóðu engin rök til þess að ferðamannaiðnaður gæti verið með eðlilegum hætti meðan veiran geisaði um lönd og álfur. Illu heilli var sú leið ekki valin og við finnum öll afleiðingarnar af því á eigin skinni. Öfugt við Nýja-Sjáland, eyju eins og Ísland, sem haldið hefur veirufjandanum fjarri sínum ströndum allt þetta ár með ströngum og afgerandi aðgerðum. Ég held að forsætisráðherrann þar, kona, hafi unnið afgerandi kosningasigur um daginn, væntanlega ekki síst vegna fumlausra viðbragða í erfiðu ástandi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað talað um að við eigum að læra af reynslunni! Gerum við það? Það er athyglisvert að skoða feril faraldursins í vor og svo núna. Hann er gjörólíkur. Hvers vegna erum við ekki að ná tökum á ástandinu? Við því er einfalt svar sem blasir við. Landamærin leka! Nýir stofnar veirunnar koma inn í landið og tilfelli koma upp sem ekki er hægt að rekja! Í morgun var mikill meirihluti tilfella utan sóttkvíar, sem segir okkur að samfélagslegt smit er enn talsvert. Það er því ástæða til að óska eftir svörum við eftirfarandi spurningum frá embætti sóttvarnalæknis og, eftir atvikum, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra: Hvert er hlutfall þeirra sem velja að fara í sóttkví frekar en að fara í tvöfalda skimun og hver eru félagsleg einkenni þess hóps? Eru líkur til þess að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa muni fækka í þeim hópi sem velur sóttkví? Hvernig er eftirliti háttað með þeim sem velja sóttkví? Annar lögreglan því eftirliti eða er það í skötulíki? Er eitthvað því til fyrirstöðu að allir þeir sem koma til landsins verði skikkaðir í sóttkví, komi heilsufarástæður ekki í veg fyrir það? Nær ekki fullveldisréttur íslenska ríkisins til þess? Hefur verið gerður samanburður á aðgerðunum nú og í vor, bæði hér innanlands og á landamærum, og hver er niðurstaða þess samanburðar? Það er sannarlega erfitt og vandasamt verkefni sem sóttvarnaryfirvöld standa frammi fyrir. Það er hins vegar nauðsynlegt að upplýsingar hér að lútandi komi fram núna. Það er ekki gott að upplifa sig eins og kónginn í Kórintu, Sísýfos, sem hlaut þau hræðilegur örlög að vera eilíft að velta steini upp hæð einungis til þess að missa hann jafnan aftur niður á jafnsléttu. Það er hægt að halda veirunni utan landsteinanna og mannlífinu nokkuð eðlilegu hér, en til þess þarf afdráttarlausar og strangar aðgerðir sem koma að gagni. Annað á ekki að vera í boði. Höfundur er blaðamaður, sem hefur verið í of löngu fríi frá blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það er augljóst að sóttvarnalæknir er hikandi við að aflétta hömlum á eðlilegt mannlíf hér á landi svo nokkru nemi nú í byrjun desember og líklegt að landsmenn megi búast við sömu eða svipuðum höftum áfram fram yfir hátíðir að minnsta kosti, einkum vegna slælegra og ómarkvissra reglna á landamærunum. Skiljanlega hafa sóttvarnayfirvöld áhyggjur af hátíðunum framundan og þeim mannfagnaði sem þeim fylgja. Þeim mun mikilvægara er að vel sé að verki staðið. Það eru vonbrigði hvernig til hefur tekist að hafa taum á faraldrinum í haust öfugt við það sem var í vor þegar okkur tókst að drepa faraldurinn í fæðingu. Það var afrek og þríeykið lyfti sannarlega grettistaki með hjálp þjóðarinnar og Íslenskrar erfðagreiningar. Skimunargeta fyrirtækisins og að henni var beitt í þágu þjóðarinnar með þeim hætti sem gert var, verður seint fullþakkað. Þeim mun hörmulegra var það að missa veiruna inn í landið aftur í sumar og haust, en alla tíð fyrirsjáanlegt, eins og í pottinn var búið, með hömlulitlum og mótsagnakenndum aðgerðum á landamærum og greinilega allt of litlu eftirliti með fólki sem átti að vera í sóttkví. Stjórnmálamenn ákváðu, og embættismenn stóðu ekki í lappirnar gegn þeim, að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og opna landið fyrir ferðamönnum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið og við sem samfélag stóðum alla tíð frammi fyrir því að lágmarka þann skaða sem faraldurinn hafði í för með sér. Við áttum kost á því að slá skjaldborg um innlent hagkerfi og fórna hagsmunum ferðaþjónustunnar tímabundið meðan fárviðrið stæði og mæta því með almennum aðgerðum sérstaklega fyrir þá starfsgrein. Það hefði þýtt tímabundinn samdrátt, sem engin ástæða var til að ætla að yrði varanlegur. Að auki stóðu engin rök til þess að ferðamannaiðnaður gæti verið með eðlilegum hætti meðan veiran geisaði um lönd og álfur. Illu heilli var sú leið ekki valin og við finnum öll afleiðingarnar af því á eigin skinni. Öfugt við Nýja-Sjáland, eyju eins og Ísland, sem haldið hefur veirufjandanum fjarri sínum ströndum allt þetta ár með ströngum og afgerandi aðgerðum. Ég held að forsætisráðherrann þar, kona, hafi unnið afgerandi kosningasigur um daginn, væntanlega ekki síst vegna fumlausra viðbragða í erfiðu ástandi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað talað um að við eigum að læra af reynslunni! Gerum við það? Það er athyglisvert að skoða feril faraldursins í vor og svo núna. Hann er gjörólíkur. Hvers vegna erum við ekki að ná tökum á ástandinu? Við því er einfalt svar sem blasir við. Landamærin leka! Nýir stofnar veirunnar koma inn í landið og tilfelli koma upp sem ekki er hægt að rekja! Í morgun var mikill meirihluti tilfella utan sóttkvíar, sem segir okkur að samfélagslegt smit er enn talsvert. Það er því ástæða til að óska eftir svörum við eftirfarandi spurningum frá embætti sóttvarnalæknis og, eftir atvikum, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra: Hvert er hlutfall þeirra sem velja að fara í sóttkví frekar en að fara í tvöfalda skimun og hver eru félagsleg einkenni þess hóps? Eru líkur til þess að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa muni fækka í þeim hópi sem velur sóttkví? Hvernig er eftirliti háttað með þeim sem velja sóttkví? Annar lögreglan því eftirliti eða er það í skötulíki? Er eitthvað því til fyrirstöðu að allir þeir sem koma til landsins verði skikkaðir í sóttkví, komi heilsufarástæður ekki í veg fyrir það? Nær ekki fullveldisréttur íslenska ríkisins til þess? Hefur verið gerður samanburður á aðgerðunum nú og í vor, bæði hér innanlands og á landamærum, og hver er niðurstaða þess samanburðar? Það er sannarlega erfitt og vandasamt verkefni sem sóttvarnaryfirvöld standa frammi fyrir. Það er hins vegar nauðsynlegt að upplýsingar hér að lútandi komi fram núna. Það er ekki gott að upplifa sig eins og kónginn í Kórintu, Sísýfos, sem hlaut þau hræðilegur örlög að vera eilíft að velta steini upp hæð einungis til þess að missa hann jafnan aftur niður á jafnsléttu. Það er hægt að halda veirunni utan landsteinanna og mannlífinu nokkuð eðlilegu hér, en til þess þarf afdráttarlausar og strangar aðgerðir sem koma að gagni. Annað á ekki að vera í boði. Höfundur er blaðamaður, sem hefur verið í of löngu fríi frá blaðamennsku.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun