Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 08:57 Þessi mynd er tekin í vonskuveðri sem gekk yfir landið um miðjan desember í fyrra. Vísir/Vilhelm Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. Fá verkefni bárust björgunarsveitum á landinu í vonskuveðri sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Eitthvað var um fok og einn bíll í vandræðum en verkefnin voru innan við tíu talsins. Í dag er áfram varað við vondu veðri á stærstum hluta landsins. Hríðarveður er í vændum og gular og appelsíngular viðvaranir taka gildi fyrir hádegi og eftir hádegi. Veðrið verður einna verst við Faxaflóa og Breiðafjörð þar sem appelsínugular viðvaranir gilda. Davíð segir björgunarsveitarfólk vel undirbúið fyrir daginn. „Björgunarsveitarfólk víða um landið er mjög meðvitað um veðrið og klárt að bregðast við ef kallið kemur. En við ítrekum það við fólk þótt að þessi nótt hafi gengið vel að fólk fylgist áfram vel með upplýsingum um færð og veður og hinkri með ferðalög á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Davíð. Engin björgunarþyrla er tiltæk hjá Landhelgisgæslunni vegna verkfalls flugvirkja en þyrlur Gæslunnar gegna mikilvægu hlutverki í almannavarnakerfi þjóðarinnar. Aðspurður hvaða áhrif þetta hafi á störf og undirbúning Landsbjargar, til dæmis í dag þegar búist er við miklu óveðri, segir Davíð að undirbúningur björgunarsveitanna nú hafi verið á hefðbundinn hátt. „Ég held að það sjái það allir að þetta er alvarleg staða, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga. Við undirbúum okkur í raun og veru á hefðbundinn hátt. Björgunarsveitarfólk er vel þjálfað og vel tækjum búið. Þökk sé stuðningi samfélagsins þá eru björgunarsveitir til taks allt árið um kring, allan sólarhringinn úti um allt land,“ segir Davíð og bætir við að Landsbjörg og Gæslan hafi alltaf átt í mjög góðu samstarfi. „Svo við kjósum auðvitað að þetta leysist fljótt þannig að við getum haldið áfram þessu góða samstarfi.“ Veður Björgunarsveitir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Fá verkefni bárust björgunarsveitum á landinu í vonskuveðri sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Eitthvað var um fok og einn bíll í vandræðum en verkefnin voru innan við tíu talsins. Í dag er áfram varað við vondu veðri á stærstum hluta landsins. Hríðarveður er í vændum og gular og appelsíngular viðvaranir taka gildi fyrir hádegi og eftir hádegi. Veðrið verður einna verst við Faxaflóa og Breiðafjörð þar sem appelsínugular viðvaranir gilda. Davíð segir björgunarsveitarfólk vel undirbúið fyrir daginn. „Björgunarsveitarfólk víða um landið er mjög meðvitað um veðrið og klárt að bregðast við ef kallið kemur. En við ítrekum það við fólk þótt að þessi nótt hafi gengið vel að fólk fylgist áfram vel með upplýsingum um færð og veður og hinkri með ferðalög á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Davíð. Engin björgunarþyrla er tiltæk hjá Landhelgisgæslunni vegna verkfalls flugvirkja en þyrlur Gæslunnar gegna mikilvægu hlutverki í almannavarnakerfi þjóðarinnar. Aðspurður hvaða áhrif þetta hafi á störf og undirbúning Landsbjargar, til dæmis í dag þegar búist er við miklu óveðri, segir Davíð að undirbúningur björgunarsveitanna nú hafi verið á hefðbundinn hátt. „Ég held að það sjái það allir að þetta er alvarleg staða, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga. Við undirbúum okkur í raun og veru á hefðbundinn hátt. Björgunarsveitarfólk er vel þjálfað og vel tækjum búið. Þökk sé stuðningi samfélagsins þá eru björgunarsveitir til taks allt árið um kring, allan sólarhringinn úti um allt land,“ segir Davíð og bætir við að Landsbjörg og Gæslan hafi alltaf átt í mjög góðu samstarfi. „Svo við kjósum auðvitað að þetta leysist fljótt þannig að við getum haldið áfram þessu góða samstarfi.“
Veður Björgunarsveitir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira