Skotvopnasamtök saka stjórnendur um misferli Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2020 10:44 Wayne LaPierre, forstjóri NRA, í ræðupúlti á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í febrúar. Hann er sagður hafa endurgreitt ferðakostnað sem hann rukkaði samtökin fyrir. Dómsmálaráðherra New York hefur sakað hann og aðra stjórnendur NRA um sjálftöku úr sjóðum samtakanna um áratugaskeið. Vísir/EPA Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil. Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil. Í greinargerð sem NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, lögðu fram til skattayfirvalda segir að þau hafi fengið vitneskju í fyrra um að Wayne LaPierre, forstjóri NRA til áratuga, og fimm aðrir fyrrverandi stjórnendur hefðu fengið „óhóflega umbun“ í störfum sínum, að sögn Washington Post. LaPierre er sagður hafa „leiðrétt“ misferlið með því að endurgreiða samtökunum nærri því 300.000 dollara, jafnvirði um 40,7 milljóna íslenskra króna, í ferðakostnað fyrir árin 2015 til 2019. Ekki kemur fram í gögnum NRA hvernig sú upphæð var ákveðin eða hvenær LaPierre hefði greitt hana til baka. Forstjórinn er sagður saka aðra fyrrverandi stjórnendur um að hafa notað fjármuni samtakanna á óeðlilegan hátt eða skrifað á þau útgjöld sem þeim bar ekki að greiða fyrir. Dómsmálaráðherra New York sakaði LaPierre og aðra stjórnendur samtakanna um mun umfangsmeiri sjálftöku í störfum fyrir NRA um áratugaskeið í vor. Hann krefst þess að samtökin verði leyst upp og að stjórnendurnir endurgreiði milljarða króna sem hann sakar þá um að hafa dregið að sér til að fjármagna líf í vellystingum. Washington Post segir að greinargerð NRA til skattsins bendi til þess að samtökin ætli að standa með LaPierre sem hefur stýrt þeim í tæp fjörutíu ár. Talsmaður NRA segir þannig að „mikill meirihluti“ ferðalaga LaPierre hafi verið í samræmi við stefnu samtakanna. Samtökin segjast enn fara yfir meint misferli fyrrverandi stjórnenda, þar á meðal Olivers North, fyrrverandi forseta stjórnar NRA. North er frægastur fyrir aðild sína að Íran-Kontra-hneykslinu á 9. áratug síðustu aldar. Sem fulltrúi í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna tók North þátt í að selja vopn á laun til ríkisstjórnar Írans. Ágóðinn af sölunni var notaður til þess að styrkja hægrisinnuðu Kontra-skæruliðana í Níkaragva þrátt fyrir að Bandaríkjaþing hefði samþykkt að banna fjárstuðning við þá. North og fleiri fyrrverandi stjórnendum sinnaðist við LaPierre á sínum tíma og eru þeir sagðir hafa lagt rannsókn yfirvalda í New York lið. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil. Í greinargerð sem NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, lögðu fram til skattayfirvalda segir að þau hafi fengið vitneskju í fyrra um að Wayne LaPierre, forstjóri NRA til áratuga, og fimm aðrir fyrrverandi stjórnendur hefðu fengið „óhóflega umbun“ í störfum sínum, að sögn Washington Post. LaPierre er sagður hafa „leiðrétt“ misferlið með því að endurgreiða samtökunum nærri því 300.000 dollara, jafnvirði um 40,7 milljóna íslenskra króna, í ferðakostnað fyrir árin 2015 til 2019. Ekki kemur fram í gögnum NRA hvernig sú upphæð var ákveðin eða hvenær LaPierre hefði greitt hana til baka. Forstjórinn er sagður saka aðra fyrrverandi stjórnendur um að hafa notað fjármuni samtakanna á óeðlilegan hátt eða skrifað á þau útgjöld sem þeim bar ekki að greiða fyrir. Dómsmálaráðherra New York sakaði LaPierre og aðra stjórnendur samtakanna um mun umfangsmeiri sjálftöku í störfum fyrir NRA um áratugaskeið í vor. Hann krefst þess að samtökin verði leyst upp og að stjórnendurnir endurgreiði milljarða króna sem hann sakar þá um að hafa dregið að sér til að fjármagna líf í vellystingum. Washington Post segir að greinargerð NRA til skattsins bendi til þess að samtökin ætli að standa með LaPierre sem hefur stýrt þeim í tæp fjörutíu ár. Talsmaður NRA segir þannig að „mikill meirihluti“ ferðalaga LaPierre hafi verið í samræmi við stefnu samtakanna. Samtökin segjast enn fara yfir meint misferli fyrrverandi stjórnenda, þar á meðal Olivers North, fyrrverandi forseta stjórnar NRA. North er frægastur fyrir aðild sína að Íran-Kontra-hneykslinu á 9. áratug síðustu aldar. Sem fulltrúi í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna tók North þátt í að selja vopn á laun til ríkisstjórnar Írans. Ágóðinn af sölunni var notaður til þess að styrkja hægrisinnuðu Kontra-skæruliðana í Níkaragva þrátt fyrir að Bandaríkjaþing hefði samþykkt að banna fjárstuðning við þá. North og fleiri fyrrverandi stjórnendum sinnaðist við LaPierre á sínum tíma og eru þeir sagðir hafa lagt rannsókn yfirvalda í New York lið. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira