Merkilegar merkingar Eygerður Margrétardóttir skrifar 26. nóvember 2020 13:01 Það getur verið flókið að fóta sig í að flokka rétt og skila til endurvinnslu. Ég tel að það sé hægt að gera svo miklu betur í að einfalda og samræma skilaboð til almennings og fyrirtækja um hvað eru hráefni sem henta til endurvinnslu og hvert á skila þeim. Flestir vilja gera rétt og leggja sitt að mörkum til auka endurnotkun og endurvinnslu í þágu umhverfisins. Almenningur hefur kallað eftir samræmdari og einfaldari skilaboðum um flokkun úrgangs. Á sama tíma hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að það sem fólk hefur lagt sig til að flokka og skila hefur ekki alltaf endað í endurvinnslu. Fyrir því eru margar ástæður og það er nú verkefni stjórnvalda og atvinnulífsins að tryggja að endurvinnanlegur úrgangur sé nýttur sem það mikilvæga hráefni sem hann á skilið – þannig búum við til hringrænt hagkerfi. Skref í átt að hringrænu hagkerfi Að færa hagkerfi heimsins í átt að hringrænu hagkerfi er risavaxið verkefni en afar mikilvægt ef takast á að mæta einum stærstu áskorunum samtímans, loftslagsbreytingum og sífellt takmarkaðra aðgengi að auðlindum heimsins. Þróun hringrásarhagkerfisins byggir meðal annars á aukinni endurnotkun og endurvinnslu úrgangs og eru hreinir úrgangsstraumar sem byggja á vandaðri úrgangsflokkun almennings og fyrirtækja mikilvægt púsl í þeirri mynd. Einfaldar og skýrar samræmdar merkingar um flokkun úrgangs er stórt skref í að tryggja bætta flokkun úrgangs. Stjórn FENÚR, fagráð um endurnýtingu og úrgang, hefur útbúið tillögu að samræmdum merkingum um flokkun og söfnun úrgangs og gert þær aðgengilegar á heimasíðu sinni. Auðveldari flokkun Stórar breytingar byrja oftast á einhverju smáu. Tilgangur samræmdu merkinga FENÚR er að upplýsingar um flokkun og söfnun úrgangs séu alls staðar eins. Merkingarnar eru valfrjálsar og gjaldfrjálsar og almenningur mun einungis þurfa að þekkja brot af þeim 78 merkingum sem standa til boða. Markmið samræmdu merkinganna er að auðvelda notendum að flokka eins og til er ætlast og stuðla þannig að hreinni úrgangsstraumum og aukinni endurnotkun og endurvinnslu. Auðvelt er að aðlaga merkingarnar að þeirri söfnun sem er til staðar þar sem kerfið byggir á LEGO kubba hugsun og er í senn sveigjanlegt og samræmt. Ef fleiri en einn flokkur á að fara í sama ílátið eru notaðar fleiri en ein merking. Þegar ég segi að tilgangurinn sé að upplýsingar séu alls staðar eins þá er auðvelt að tína til mögulega staði til að nýta merkin. Þetta geta verið heimili, vinnustaðir, sumarbústaðir, söfnunarstöðvar, umbúðir og ýmsir viðburðir. Framleiðendur geta nýtt kerfið með því að merkja vörur sínar með merkjunum þannig að auðveldara verði að flokka vöruna eða umbúðir hennar á viðeigandi hátt. Almenningur getur þannig parað saman merkingar á umbúðum og vörum við merkingar á viðeigandi íláti, hvort sem er við heimili sitt eða á söfnunarstöðvum. Þannig skapast tengsl milli hráefnis og umbúða þeirra við flokkun eftir að notkun hráefnis eða umbúðanna hefur verið hætt. Áhugi á samræmdum merkingum Merkingarnar byggja á dönsku kerfi sem hefur verið við lýði í um 3 ár. Danir ákváðu að bjóða öllum Norðurlöndunum að nýta merkingarnar sínar og aðlaga að sínum aðstæðum enda hefur innleiðing þess gengið framar vonum í Danmörku. Þegar hafa 93% danskra sveitarfélaga innleitt kerfið og fjölmörg fyrirtæki og framleiðendur. Búið að aðlaga danska kerfið og innleiða í Svíþjóð og Noregi og hin Norðurlöndin eru að vinna að innleiðingu. Eystrasaltsríkin hafa einnig sýnt kerfinu mikinn áhuga og fleiri ríki í Evrópu. Það er mikill alþjóðlegur áhugi á norræna merkingakerfinu. Sænska umhverfisstofnunin hefur veitt fjármagni til að þýða dönsku merkingahandbókina á ensku, frönsku, kínversku, portúgölsku, spænsku, rússnesku og þýsku til að undirbúa frekari útbreiðslu samræmdu merkjanna. Skýr og skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf Merkingakerfið og handbókin verður lifandi plagg áfram og við leggjum áherslu á að það þróist með þörfum notenda. Það eru strax komnar fram hugmyndir að áframhaldandi þróun kerfisins. Nefnt hefur verið að vinna mætti samræmdar merkingar fyrir drykkjarumbúðir með skilagjaldi, kertavax, sóttmengaðan úrgang, ónothæf ökutæki, nálar og sprautur og jafnvel veiðarfæraúrgang, heyrúlluplast, dýrahræ og húsdýraúrgang. Allar hugmyndir að nýjum merkjum þarf að taka upp og vinna í samtarfi við hin Norðurlöndin í gegnum samráðshóp sem FENÚR á fulltrúa í. Hvernig sem merkin munu þróast þá er komin grunnur að samræmdum merkingum sem von mín er að flestir geti nýtt sér hérlendis sem fyrst. Með samræmdum litum og táknum getum við gert okkur skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf. Með samræmdum merkingum er stigið lítið en mikilvægt skref í átt til hringrænna hagkerfis. Höfundur er formaður Fenúr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið að fóta sig í að flokka rétt og skila til endurvinnslu. Ég tel að það sé hægt að gera svo miklu betur í að einfalda og samræma skilaboð til almennings og fyrirtækja um hvað eru hráefni sem henta til endurvinnslu og hvert á skila þeim. Flestir vilja gera rétt og leggja sitt að mörkum til auka endurnotkun og endurvinnslu í þágu umhverfisins. Almenningur hefur kallað eftir samræmdari og einfaldari skilaboðum um flokkun úrgangs. Á sama tíma hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að það sem fólk hefur lagt sig til að flokka og skila hefur ekki alltaf endað í endurvinnslu. Fyrir því eru margar ástæður og það er nú verkefni stjórnvalda og atvinnulífsins að tryggja að endurvinnanlegur úrgangur sé nýttur sem það mikilvæga hráefni sem hann á skilið – þannig búum við til hringrænt hagkerfi. Skref í átt að hringrænu hagkerfi Að færa hagkerfi heimsins í átt að hringrænu hagkerfi er risavaxið verkefni en afar mikilvægt ef takast á að mæta einum stærstu áskorunum samtímans, loftslagsbreytingum og sífellt takmarkaðra aðgengi að auðlindum heimsins. Þróun hringrásarhagkerfisins byggir meðal annars á aukinni endurnotkun og endurvinnslu úrgangs og eru hreinir úrgangsstraumar sem byggja á vandaðri úrgangsflokkun almennings og fyrirtækja mikilvægt púsl í þeirri mynd. Einfaldar og skýrar samræmdar merkingar um flokkun úrgangs er stórt skref í að tryggja bætta flokkun úrgangs. Stjórn FENÚR, fagráð um endurnýtingu og úrgang, hefur útbúið tillögu að samræmdum merkingum um flokkun og söfnun úrgangs og gert þær aðgengilegar á heimasíðu sinni. Auðveldari flokkun Stórar breytingar byrja oftast á einhverju smáu. Tilgangur samræmdu merkinga FENÚR er að upplýsingar um flokkun og söfnun úrgangs séu alls staðar eins. Merkingarnar eru valfrjálsar og gjaldfrjálsar og almenningur mun einungis þurfa að þekkja brot af þeim 78 merkingum sem standa til boða. Markmið samræmdu merkinganna er að auðvelda notendum að flokka eins og til er ætlast og stuðla þannig að hreinni úrgangsstraumum og aukinni endurnotkun og endurvinnslu. Auðvelt er að aðlaga merkingarnar að þeirri söfnun sem er til staðar þar sem kerfið byggir á LEGO kubba hugsun og er í senn sveigjanlegt og samræmt. Ef fleiri en einn flokkur á að fara í sama ílátið eru notaðar fleiri en ein merking. Þegar ég segi að tilgangurinn sé að upplýsingar séu alls staðar eins þá er auðvelt að tína til mögulega staði til að nýta merkin. Þetta geta verið heimili, vinnustaðir, sumarbústaðir, söfnunarstöðvar, umbúðir og ýmsir viðburðir. Framleiðendur geta nýtt kerfið með því að merkja vörur sínar með merkjunum þannig að auðveldara verði að flokka vöruna eða umbúðir hennar á viðeigandi hátt. Almenningur getur þannig parað saman merkingar á umbúðum og vörum við merkingar á viðeigandi íláti, hvort sem er við heimili sitt eða á söfnunarstöðvum. Þannig skapast tengsl milli hráefnis og umbúða þeirra við flokkun eftir að notkun hráefnis eða umbúðanna hefur verið hætt. Áhugi á samræmdum merkingum Merkingarnar byggja á dönsku kerfi sem hefur verið við lýði í um 3 ár. Danir ákváðu að bjóða öllum Norðurlöndunum að nýta merkingarnar sínar og aðlaga að sínum aðstæðum enda hefur innleiðing þess gengið framar vonum í Danmörku. Þegar hafa 93% danskra sveitarfélaga innleitt kerfið og fjölmörg fyrirtæki og framleiðendur. Búið að aðlaga danska kerfið og innleiða í Svíþjóð og Noregi og hin Norðurlöndin eru að vinna að innleiðingu. Eystrasaltsríkin hafa einnig sýnt kerfinu mikinn áhuga og fleiri ríki í Evrópu. Það er mikill alþjóðlegur áhugi á norræna merkingakerfinu. Sænska umhverfisstofnunin hefur veitt fjármagni til að þýða dönsku merkingahandbókina á ensku, frönsku, kínversku, portúgölsku, spænsku, rússnesku og þýsku til að undirbúa frekari útbreiðslu samræmdu merkjanna. Skýr og skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf Merkingakerfið og handbókin verður lifandi plagg áfram og við leggjum áherslu á að það þróist með þörfum notenda. Það eru strax komnar fram hugmyndir að áframhaldandi þróun kerfisins. Nefnt hefur verið að vinna mætti samræmdar merkingar fyrir drykkjarumbúðir með skilagjaldi, kertavax, sóttmengaðan úrgang, ónothæf ökutæki, nálar og sprautur og jafnvel veiðarfæraúrgang, heyrúlluplast, dýrahræ og húsdýraúrgang. Allar hugmyndir að nýjum merkjum þarf að taka upp og vinna í samtarfi við hin Norðurlöndin í gegnum samráðshóp sem FENÚR á fulltrúa í. Hvernig sem merkin munu þróast þá er komin grunnur að samræmdum merkingum sem von mín er að flestir geti nýtt sér hérlendis sem fyrst. Með samræmdum litum og táknum getum við gert okkur skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf. Með samræmdum merkingum er stigið lítið en mikilvægt skref í átt til hringrænna hagkerfis. Höfundur er formaður Fenúr.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun