Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2020 22:46 Anton Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Vestfisks ehf., í vinnslusalnum sem verið er að innrétta. Egill Aðalsteinsson Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Í húsi við höfnina, sem Hjálmur hf. byggði upphaflega, og lengi var Fiskvinnslan Kambur, eru iðnaðarmenn á fullu að búa það undir ný verkefni. „Hér erum við að standsetja vinnslu og þurrkun á fyrst og fremst sæbjúgum, ásamt roði og hryggjum og öðru hráefni sem fellur til í hafinu,“ segir sjávarútvegsfræðingurinn Anton Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Vestfisks ehf., en svo heitir félagið um starfsemina. Frá Flateyri.Egill Aðalsteinsson Vestfirsk fyrirtæki í sjávarútvegi, eins og Fiskvinnslan Íslandssaga, Klofningur og Aurora Seafood, standa að verkefninu í samstarfi við Byggðastofnun og fengu á móti 400 tonna byggðakvóta. „Við erum einnig í útgerð og gerum út skipið Tindur ÍS, sem veiðir fyrir okkur bolfisk og sæbjúgur,“ segir Anton. Og ef allt gengur upp verður þetta stærsta fyrirtæki Flateyrar. „Við stefnum á að geta skapað hér á Flateyri utan um fyrirtækið 20 til 30 störf – þá kannski um 15 störf í vinnslunni sjálfri,“ segir Anton og kveðst viss um að finna nóg af fólki til starfa. „Já, já, já. Það er nóg af fólki sem er tilbúið til að vinna við þetta. Við erum þegar búnir að óska eftir starfsfólki og kom alveg haugur af fólki sem var tilbúið til að vinna fyrir okkur.“ Sæbjúgnavinnslan verður í þessu húsi á Flateyrarodda.Egill Aðalsteinsson Í næsta húsi við hliðina á svo að vinna landbúnaðarafurðir. „Vinnsla og þurrkun á lambahornum sem við fáum frá sláturhúsunum. Það gefur okkur einnig kannski 4-5 störf. Þannig að þetta eru á bilinu 20 til 30 störf í það heila,“ segir framkvæmdastjóri Vestfisks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Byggðamál Nýsköpun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Í húsi við höfnina, sem Hjálmur hf. byggði upphaflega, og lengi var Fiskvinnslan Kambur, eru iðnaðarmenn á fullu að búa það undir ný verkefni. „Hér erum við að standsetja vinnslu og þurrkun á fyrst og fremst sæbjúgum, ásamt roði og hryggjum og öðru hráefni sem fellur til í hafinu,“ segir sjávarútvegsfræðingurinn Anton Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Vestfisks ehf., en svo heitir félagið um starfsemina. Frá Flateyri.Egill Aðalsteinsson Vestfirsk fyrirtæki í sjávarútvegi, eins og Fiskvinnslan Íslandssaga, Klofningur og Aurora Seafood, standa að verkefninu í samstarfi við Byggðastofnun og fengu á móti 400 tonna byggðakvóta. „Við erum einnig í útgerð og gerum út skipið Tindur ÍS, sem veiðir fyrir okkur bolfisk og sæbjúgur,“ segir Anton. Og ef allt gengur upp verður þetta stærsta fyrirtæki Flateyrar. „Við stefnum á að geta skapað hér á Flateyri utan um fyrirtækið 20 til 30 störf – þá kannski um 15 störf í vinnslunni sjálfri,“ segir Anton og kveðst viss um að finna nóg af fólki til starfa. „Já, já, já. Það er nóg af fólki sem er tilbúið til að vinna við þetta. Við erum þegar búnir að óska eftir starfsfólki og kom alveg haugur af fólki sem var tilbúið til að vinna fyrir okkur.“ Sæbjúgnavinnslan verður í þessu húsi á Flateyrarodda.Egill Aðalsteinsson Í næsta húsi við hliðina á svo að vinna landbúnaðarafurðir. „Vinnsla og þurrkun á lambahornum sem við fáum frá sláturhúsunum. Það gefur okkur einnig kannski 4-5 störf. Þannig að þetta eru á bilinu 20 til 30 störf í það heila,“ segir framkvæmdastjóri Vestfisks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Byggðamál Nýsköpun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira