Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 08:00 TF-GRO situr föst í flugskýli Landhelgisgæslunnar og er óstarfhæf þar sem reglubundnu viðhaldi hefur ekki verið sinnt vegna verkfalls flugvirkja. Vísir/Sigurjón Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. „Lítill hluti hópsins var upptekinn við samningaviðræður í gær en aðrir sem búist hafði verið við mættu ekki. Vegna þessa er ljóst að ekki mun takast að ljúka skoðuninni á tveimur dögum eins og allt kapp hefur verið lagt á,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Þeir sinna venjulega viðhaldi á þyrlum stofnunarinnar en Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að nýta ætti þá flugvirkja sem ekki væru í verkfalli til að sinna viðhaldi á TF-GRO. „Já, það er nú ætlunin að gera það og við reiknum með að okkar ágætu starfsmenn komi til starfa og sinni þessu af alúð. Við í rauninni treystum á að svo verði,“ sagði Georg. Þetta virðist ekki hafa gengið eftir miðað við fyrrnefnda tilkynningu Gæslunnar sem barst í morgun. Vonast var til að viðhaldið tæki ekki lengri tíma en tvo sólarhringa og að TF-GRO yrði þá tiltæk aftur á miðnætti í kvöld. „Landhelgisgæslan sendi flugvirkjum, sem stofnunin telur að eigi að vera við vinnu, bréf á miðvikudag vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem upp er komin á flugflotanum og hvatti flugvirkjana til að mæta og sinna skoðuninni vegna þess neyðarástands sem nú ríkir,“ segir í tilkynningu Gæslunnar. Þá hafi stofnunin jafnframt óskað eftir undanþágu frá verkfallinu til Flugvirkjafélagsins í ljósi alvarleika stöðunnar. „Beiðninni var synjað. Þetta var fjórða undanþágubeiðnin sem Flugvirkjafélag Íslands hafnar vegna verkfallsins sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember. Landhelgisgæslan hefur ítrekað sent félaginu beiðni um undanþágu frá verkfallinu til að tryggja megi neyðarbjörgunarþjónustu en án árangurs. Landhelgisgæslan batt vonir við að samningafundur gærdagsins bæri árangur til að unnt væri að fá flugvirkja stofnunarinnar aftur til starfa. Mikið liggur við að koma TF-GRO í flughæft ástand sem allra fyrst og vinna niður uppsafnað viðhald á öðrum loftförum sem gegna veigamiklu hlutverki við leit og björgun á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
„Lítill hluti hópsins var upptekinn við samningaviðræður í gær en aðrir sem búist hafði verið við mættu ekki. Vegna þessa er ljóst að ekki mun takast að ljúka skoðuninni á tveimur dögum eins og allt kapp hefur verið lagt á,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Þeir sinna venjulega viðhaldi á þyrlum stofnunarinnar en Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að nýta ætti þá flugvirkja sem ekki væru í verkfalli til að sinna viðhaldi á TF-GRO. „Já, það er nú ætlunin að gera það og við reiknum með að okkar ágætu starfsmenn komi til starfa og sinni þessu af alúð. Við í rauninni treystum á að svo verði,“ sagði Georg. Þetta virðist ekki hafa gengið eftir miðað við fyrrnefnda tilkynningu Gæslunnar sem barst í morgun. Vonast var til að viðhaldið tæki ekki lengri tíma en tvo sólarhringa og að TF-GRO yrði þá tiltæk aftur á miðnætti í kvöld. „Landhelgisgæslan sendi flugvirkjum, sem stofnunin telur að eigi að vera við vinnu, bréf á miðvikudag vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem upp er komin á flugflotanum og hvatti flugvirkjana til að mæta og sinna skoðuninni vegna þess neyðarástands sem nú ríkir,“ segir í tilkynningu Gæslunnar. Þá hafi stofnunin jafnframt óskað eftir undanþágu frá verkfallinu til Flugvirkjafélagsins í ljósi alvarleika stöðunnar. „Beiðninni var synjað. Þetta var fjórða undanþágubeiðnin sem Flugvirkjafélag Íslands hafnar vegna verkfallsins sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember. Landhelgisgæslan hefur ítrekað sent félaginu beiðni um undanþágu frá verkfallinu til að tryggja megi neyðarbjörgunarþjónustu en án árangurs. Landhelgisgæslan batt vonir við að samningafundur gærdagsins bæri árangur til að unnt væri að fá flugvirkja stofnunarinnar aftur til starfa. Mikið liggur við að koma TF-GRO í flughæft ástand sem allra fyrst og vinna niður uppsafnað viðhald á öðrum loftförum sem gegna veigamiklu hlutverki við leit og björgun á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.
Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira