Þórir byrsti sig: „Hann notaði útiröddina inni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 16:01 Þórir Hergeirsson hefur stýrt norska landsliðinu með frábærum árangri síðan 2009. getty/Oliver Hardt Þórir Hergeirsson brá út af vananum og messaði nokkuð hressilega yfir norska landsliðinu í leikhléi í æfingaleiknum gegn Danmörku í gær. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hækkaði róminn í leikhléi undir lok æfingaleiks Noregs og Danmerkur í gær. Norska liðið vann leikinn, 29-26, en var nálægt því að kasta sigrinum frá sér. Þórir er venjulega yfirvegunin uppmáluð á meðan leik stendur en hann messaði nokkuð hressilega yfir sínum leikmönnum í gær. „Hann var reiður. Hann er venjulega rólegur og yfirvegaður svo það hlaut eitthvað að brenna innra með honum,“ sagði Bent Nyegaard, álitsgjafi hjá TV 2 í Danmörku. Þórir var ekki sáttur með hvernig norska liðið spilaði undir lok leiksins og var sérstaklega argur yfir töpuðum boltum. „Þetta gerist ekki oft, að Þórir notar útiröddina inni. Hann var pirraður,“ sagði Harald Bredeli, álitsgjafi hjá TV 2 í Noregi. Þóri rann þó reiðin fljótt og eftir leikinn grínaðist hann með að Íslendingar þyldu ekki að tapa fyrir Dönum á íþróttavellinum. Noregur og Danmörk mættust einnig á miðvikudaginn og þá unnu Norðmenn með tveggja marka mun. Leikirnir voru liður í undirbúningi liðanna fyrir EM sem hefst í Danmörku næsta fimmtudag. Noregur er í D-riðli Evrópumótsins með Þýskalandi, Rúmeníu og Póllandi. Fyrsti leikur norska liðsins er gegn því pólska á fimmtudaginn. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hækkaði róminn í leikhléi undir lok æfingaleiks Noregs og Danmerkur í gær. Norska liðið vann leikinn, 29-26, en var nálægt því að kasta sigrinum frá sér. Þórir er venjulega yfirvegunin uppmáluð á meðan leik stendur en hann messaði nokkuð hressilega yfir sínum leikmönnum í gær. „Hann var reiður. Hann er venjulega rólegur og yfirvegaður svo það hlaut eitthvað að brenna innra með honum,“ sagði Bent Nyegaard, álitsgjafi hjá TV 2 í Danmörku. Þórir var ekki sáttur með hvernig norska liðið spilaði undir lok leiksins og var sérstaklega argur yfir töpuðum boltum. „Þetta gerist ekki oft, að Þórir notar útiröddina inni. Hann var pirraður,“ sagði Harald Bredeli, álitsgjafi hjá TV 2 í Noregi. Þóri rann þó reiðin fljótt og eftir leikinn grínaðist hann með að Íslendingar þyldu ekki að tapa fyrir Dönum á íþróttavellinum. Noregur og Danmörk mættust einnig á miðvikudaginn og þá unnu Norðmenn með tveggja marka mun. Leikirnir voru liður í undirbúningi liðanna fyrir EM sem hefst í Danmörku næsta fimmtudag. Noregur er í D-riðli Evrópumótsins með Þýskalandi, Rúmeníu og Póllandi. Fyrsti leikur norska liðsins er gegn því pólska á fimmtudaginn.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira