Varpa sökinni á Ísrael og heita hefndum Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2020 07:40 Hér má sjá bílinn sem sprengdur var í loft upp til að stöðva bíl Fakhrizadeh. AP/Fars Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sakað Ísrael um að ráða Mohsen Fakhrizadeh, helsta kjarnorkuvísindamann Íran af dögum. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Hann var skotinn til bana í umsátri skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Fjölmiðlar þar í landi segja að árásin hafi byrjað á því að gamall pallbíll hafi verið sprengdur í loft og ökumaður Fakhrizadeh þannig þvingaður til að stöðva bíl vísindamannsins. Þá hafi minnst fimm árásarmenn skotið á bílinn. Í yfirlýsingu frá Rouhani, sem vitnað var í í ríkissjónvarpi Írans, sakar Rouhani Ísrael um morðið og segir að dauði hans muni ekki hægja á ætlunum ríkisins. Aðrir ráðamenn, eins og utanríkisráðherra Írans, höfðu áður sakað Ísrael um árásina og hafa heitið hefndum. Mohsen Fakhrizadeh situr hér hægra megin á myndinni, sem gefin var út af skrifstofu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Írans. Ekki er vitað hverjir hinir tveir mennirnir eru.AP/Skrifstofa leiðtoga Írans New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum að Ísrael hafi í raun staðið á bakvið árásina en að óvíst sé hvort Bandaríkjamenn hafi vitað af henni fyrirfram. Í kjölfar árásarinnar sögðu fjölmiðlar vestanhafs frá því að flugmóðurskipið USS Nimitz hefði verið sent aftur til Persaflóa. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að skipið verði notað varðandi flutning hermanna frá Afganistan og Írak og það sé við hæfi að auka getu Bandaríkjanna á svæðinu samhliða heimflutningi hermanna. Nærri því ár er liðið frá því að herforinginn Qassem Soleimani, sem stýrði aðgerðum hers Írans utan landamæra ríkisins, var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak. Íranir brugðust við þeirri árás með því að skjóta eldflaugum að herstöð Bandaríkjanna í Írak. Ráðamenn í Íran heita því fram að kjarnorukáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi. Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Hann var skotinn til bana í umsátri skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Fjölmiðlar þar í landi segja að árásin hafi byrjað á því að gamall pallbíll hafi verið sprengdur í loft og ökumaður Fakhrizadeh þannig þvingaður til að stöðva bíl vísindamannsins. Þá hafi minnst fimm árásarmenn skotið á bílinn. Í yfirlýsingu frá Rouhani, sem vitnað var í í ríkissjónvarpi Írans, sakar Rouhani Ísrael um morðið og segir að dauði hans muni ekki hægja á ætlunum ríkisins. Aðrir ráðamenn, eins og utanríkisráðherra Írans, höfðu áður sakað Ísrael um árásina og hafa heitið hefndum. Mohsen Fakhrizadeh situr hér hægra megin á myndinni, sem gefin var út af skrifstofu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Írans. Ekki er vitað hverjir hinir tveir mennirnir eru.AP/Skrifstofa leiðtoga Írans New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum að Ísrael hafi í raun staðið á bakvið árásina en að óvíst sé hvort Bandaríkjamenn hafi vitað af henni fyrirfram. Í kjölfar árásarinnar sögðu fjölmiðlar vestanhafs frá því að flugmóðurskipið USS Nimitz hefði verið sent aftur til Persaflóa. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að skipið verði notað varðandi flutning hermanna frá Afganistan og Írak og það sé við hæfi að auka getu Bandaríkjanna á svæðinu samhliða heimflutningi hermanna. Nærri því ár er liðið frá því að herforinginn Qassem Soleimani, sem stýrði aðgerðum hers Írans utan landamæra ríkisins, var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak. Íranir brugðust við þeirri árás með því að skjóta eldflaugum að herstöð Bandaríkjanna í Írak. Ráðamenn í Íran heita því fram að kjarnorukáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi.
Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira