Máli Trumps í Pennsylvaínu lýst sem innihaldslausu og vísað frá Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2020 10:13 Málflutningur Donald Trumps og bandamanna hans hefur ekki hlotið hljómgrunn meðal dómara í Bandaríkjunum. AP/Patrick Semansky Áfrýjunardómstóll í Fíladelfíu í Bandaríkjunum hefur vísað frá máli sem lögfræðingar Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, höfðuðu með því markmiði að breyta úrslitum forsetakosninganna í Pennsylvaínu. Þrír dómarar, sem allir voru skipaðir af Repúblikönum og þar af einn sem skipaður var af Trump sjálfum, tóku ákvörðunina samhljóða. Stephanos Bibas, dómarinn sem skipaður var af Trump, skrifaði í úrskurðinn að ásakanir um ósanngirni í kosningum væru alvarlegar. Það að halda því fram að kosningar hefðu verið ósanngjarnar gerðu þær ekki sjálfkrafa ósanngjarnar. Trump-liðar þyrftu að sýna fram á sannanir fyrir ásökunum sínum, sem dómarinn sagði vera óljósar, og það hefðu þeir ekki gert. Lýsti hann málflutningnum sem innihaldslausum. Í aðalmeðferð málsins staðhæfði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, að umfangsmikil kosningasvik hefðu átt sér stað í Pennsylvaínu en færði engar sönnur fyrir því fyrir dómi. Þessi umrædda lögsókn sneri að því að hallað hefði á Repúblikana á tilteknum svæðum í Pennsylvaínu þar sem kjósendum var gert kleift að laga mistök á kjörseðlum og koma í veg fyrir að þeir væru ógildir. Dómararnir neituðu einnig að stöðva staðfestingu úrslit kosninganna í Pennsylvaínu, sem gert var á þriðjudaginn. Joe Biden vann ríkið samkvæmt opinberum tölum með rúmlega 80 þúsund atkvæðum. Lögmenn Trumps og bandamenn hans hafa höfðað fjölda mála í sex ríkjum vegna kosninganna en þau mál hafa fengið lítinn hljómgrunn meðal dómara. Langflestum þeirra hefur verið vísað frá. Jenna Ellis, einn lögmannanna í teymi Trumps, sagði í kjölfarið að næsta skref væri að áfrýja málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Lýsti hún dómurunum þremur í Pennsylvaínu sem aðgerðasinnum. Giuliani sagði þó í kjölfarið að verið væri að skoða næstu skref. Trump hefur sagt að hann bindi vonir við að Hæstiréttur muni grípa inn í kosningarnar, eins og gert var árið 2000. Þá úrskurðuðu dómarar að endurtalningu skyldi hætt og þar með að George W. Bush yrði forseti en ekki Al Gore. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Þrír dómarar, sem allir voru skipaðir af Repúblikönum og þar af einn sem skipaður var af Trump sjálfum, tóku ákvörðunina samhljóða. Stephanos Bibas, dómarinn sem skipaður var af Trump, skrifaði í úrskurðinn að ásakanir um ósanngirni í kosningum væru alvarlegar. Það að halda því fram að kosningar hefðu verið ósanngjarnar gerðu þær ekki sjálfkrafa ósanngjarnar. Trump-liðar þyrftu að sýna fram á sannanir fyrir ásökunum sínum, sem dómarinn sagði vera óljósar, og það hefðu þeir ekki gert. Lýsti hann málflutningnum sem innihaldslausum. Í aðalmeðferð málsins staðhæfði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, að umfangsmikil kosningasvik hefðu átt sér stað í Pennsylvaínu en færði engar sönnur fyrir því fyrir dómi. Þessi umrædda lögsókn sneri að því að hallað hefði á Repúblikana á tilteknum svæðum í Pennsylvaínu þar sem kjósendum var gert kleift að laga mistök á kjörseðlum og koma í veg fyrir að þeir væru ógildir. Dómararnir neituðu einnig að stöðva staðfestingu úrslit kosninganna í Pennsylvaínu, sem gert var á þriðjudaginn. Joe Biden vann ríkið samkvæmt opinberum tölum með rúmlega 80 þúsund atkvæðum. Lögmenn Trumps og bandamenn hans hafa höfðað fjölda mála í sex ríkjum vegna kosninganna en þau mál hafa fengið lítinn hljómgrunn meðal dómara. Langflestum þeirra hefur verið vísað frá. Jenna Ellis, einn lögmannanna í teymi Trumps, sagði í kjölfarið að næsta skref væri að áfrýja málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Lýsti hún dómurunum þremur í Pennsylvaínu sem aðgerðasinnum. Giuliani sagði þó í kjölfarið að verið væri að skoða næstu skref. Trump hefur sagt að hann bindi vonir við að Hæstiréttur muni grípa inn í kosningarnar, eins og gert var árið 2000. Þá úrskurðuðu dómarar að endurtalningu skyldi hætt og þar með að George W. Bush yrði forseti en ekki Al Gore.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira