Erfitt fyrir foreldra að börnin séu ekki í öryggi fjölskyldunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2020 22:15 Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Egill Aðalsteinsson Mikil fólksfækkun hefur orðið í Reykhólahreppi á árinu en þar hefur íbúum fækkað um tíu prósent. Sveitarstjórinn telur eina skýringuna þá að fjölskyldur flytja fremur en að senda unglingana að heiman í framhaldsnám. Fyrir ári, þann 1. desember 2019, voru íbúar Reykhólahrepps 262 talsins. Ellefu mánuðum síðar, þann 1. nóvember síðastliðinn, var íbúafjöldinn kominn niður í 236 íbúa. Fólksfækkunin nemur 26 manns en fimm fjölskyldur hafa flutt brott á árinu, að sögn sveitarstjórans. „Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Rifja má upp að fyrir sjö árum sögðum við frá óvenju miklum barnafjölda þegar oddvitinn hafði ekki undan að prjóna peysur á öll börnin sem fæddust. Ingibjörg bendir á að þegar börnin vaxa úr grasi og ljúka grunnskóla sé framhaldsskólinn næsta skólastig en hann sé á forræði ríkisins. Frá Reykhólum.Egill Aðalsteinsson Þegar börnin í Reykhólasveit fara að huga að framhaldsnámi þá er langt í næsta valkost. Næsti framhaldsskóli er í Borgarnesi og þangað er tveggja tíma akstur. Ingibjörg segir þetta snúast um börn á aldrinum sextán til átján ára. „Hvernig getum við haldið utan um þessi börn í heimabyggð í staðinn fyrir að senda þau frá okkur? Vegna þess að foreldrar eiga oft erfitt með það og vilja fylgja börnunum sínum eftir í framhaldsskólana.“ Hún vill samstarf við ríkið um fjarkennslusetur á Reykhólum fyrir framhaldsskólanám. „Þar sem færi fram umsjón með þessum börnum á þessum aldri. Leyfa börnum að vera börn til átján ára aldurs. Þau geti stundað nám, jafnvel í hvaða framhaldsskóla sem er, en haft umsjón og starfsmann til að fylgjast með sér. Koma saman og vera heima. Vera í öryggi fjölskyldunnar sinnar,“ segir Ingibjörg Birna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 um barnasprengjuna fyrir sjö árum má sjá hér: Reykhólahreppur Skóla - og menntamál Byggðamál Tengdar fréttir Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað. 18. nóvember 2020 22:03 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Sjá meira
Fyrir ári, þann 1. desember 2019, voru íbúar Reykhólahrepps 262 talsins. Ellefu mánuðum síðar, þann 1. nóvember síðastliðinn, var íbúafjöldinn kominn niður í 236 íbúa. Fólksfækkunin nemur 26 manns en fimm fjölskyldur hafa flutt brott á árinu, að sögn sveitarstjórans. „Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Rifja má upp að fyrir sjö árum sögðum við frá óvenju miklum barnafjölda þegar oddvitinn hafði ekki undan að prjóna peysur á öll börnin sem fæddust. Ingibjörg bendir á að þegar börnin vaxa úr grasi og ljúka grunnskóla sé framhaldsskólinn næsta skólastig en hann sé á forræði ríkisins. Frá Reykhólum.Egill Aðalsteinsson Þegar börnin í Reykhólasveit fara að huga að framhaldsnámi þá er langt í næsta valkost. Næsti framhaldsskóli er í Borgarnesi og þangað er tveggja tíma akstur. Ingibjörg segir þetta snúast um börn á aldrinum sextán til átján ára. „Hvernig getum við haldið utan um þessi börn í heimabyggð í staðinn fyrir að senda þau frá okkur? Vegna þess að foreldrar eiga oft erfitt með það og vilja fylgja börnunum sínum eftir í framhaldsskólana.“ Hún vill samstarf við ríkið um fjarkennslusetur á Reykhólum fyrir framhaldsskólanám. „Þar sem færi fram umsjón með þessum börnum á þessum aldri. Leyfa börnum að vera börn til átján ára aldurs. Þau geti stundað nám, jafnvel í hvaða framhaldsskóla sem er, en haft umsjón og starfsmann til að fylgjast með sér. Koma saman og vera heima. Vera í öryggi fjölskyldunnar sinnar,“ segir Ingibjörg Birna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 um barnasprengjuna fyrir sjö árum má sjá hér:
Reykhólahreppur Skóla - og menntamál Byggðamál Tengdar fréttir Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað. 18. nóvember 2020 22:03 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Sjá meira
Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað. 18. nóvember 2020 22:03