FA sakar ráðherra um að láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2020 11:16 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda sakar landbúnaðarráðherra um láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum og fara gegn hagsmunum innflutningsfyrirtækja og neytenda. Það sé gert í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fyrirkomulag útboðs tollkvóta fyrir búvörur. Í yfirlýsingu frá FA segir að ráðherra sé að hverfa tímabundið aftur til eldra fyrirkomulags og að breyting sem fjallað er um í frumvarpinu muni leiða til þess að útboðsgjalds sem innflytjendur þurfi að greiða fyrir heimildir til að flytja inn búvörur án tolla muni hækka. Það muni leiða til hækkunar á verði innfluttra búvara og innlendri búvöru vegna minni samkeppni. Í yfirlýsingu á vef FA segir að síðastliðið vor hafi fyrsta útboðið verið haldið með nýrri aðferð, svokölluðu jafnvægisútboði, og við það hafi útboðsgjald vegna flestra tegunda búvara lækkað. FA Í greinargerð nýja frumvarpsins segir að innlend landbúnaðarframleiðsla hafi orðið fyrir tjóni vegna áhrifa frá faraldri nýju kórónuveirunnar. Innflutningur hafi haldist nær óbreyttur á meðan dregið hafi úr eftirspurn. „Því er afar líklegt að samdráttur í eftirspurn landbúnaðarafurða vegna fækkunar erlendra gesta lendi á miklu leyti á innlendri framleiðslu með tilheyrandi samdrætti í afurðatekjum. Nauðsynlegt þykir að takmarka áhrif kórónuveirufaraldursins og draga úr því tjóni sem innlendir framleiðendur hafa nú þegar orðið fyrir,“ segir í greinargerðinni. FA bendir á að fyrir rúmu ári, þegar Kristján Þór setti fram frumvarp um upptöku jafnvægisútboðs hafi staðið í greinargerð þess að markmiðiði væri að auka ábata neytenda með aukinni samkeppni og sömuleiðisi gæta að hagsmunum innlendra framleiðenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir í yfirlýsingu félagsins að það sé því augljóslega markmiðið með því að hverfa frá breytingunni að hafa af neytendum þann ávinning sem þeir hafi haft af aukinni samkeppni. Með því sé stuðlað að hærra verði á matvöru á sama tíma og atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki og fjöldi fólks nái ekki endum saman. „Þetta frumvarp er með miklum ólíkindum. Fjöldi atvinnugreina hefur fengið mikinn skell vegna kórónaveirukreppunnar, en stjórnvöld hafa ekki gripið til sértækra aðgerða til að vernda einstakar greinar fyrir samkeppni, heldur vísað fyrirtækjum á almenn úrræði svo sem styrki og lán. Í tilviki landbúnaðarins á hins vegar að hindra samkeppni í greininni og láta innflutningsverslun og neytendur borga. Þetta er enn eitt dæmið um að stjórnvöld virðast í vasanum á sérhagsmunum í landbúnaði.“ Landbúnaður Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í yfirlýsingu frá FA segir að ráðherra sé að hverfa tímabundið aftur til eldra fyrirkomulags og að breyting sem fjallað er um í frumvarpinu muni leiða til þess að útboðsgjalds sem innflytjendur þurfi að greiða fyrir heimildir til að flytja inn búvörur án tolla muni hækka. Það muni leiða til hækkunar á verði innfluttra búvara og innlendri búvöru vegna minni samkeppni. Í yfirlýsingu á vef FA segir að síðastliðið vor hafi fyrsta útboðið verið haldið með nýrri aðferð, svokölluðu jafnvægisútboði, og við það hafi útboðsgjald vegna flestra tegunda búvara lækkað. FA Í greinargerð nýja frumvarpsins segir að innlend landbúnaðarframleiðsla hafi orðið fyrir tjóni vegna áhrifa frá faraldri nýju kórónuveirunnar. Innflutningur hafi haldist nær óbreyttur á meðan dregið hafi úr eftirspurn. „Því er afar líklegt að samdráttur í eftirspurn landbúnaðarafurða vegna fækkunar erlendra gesta lendi á miklu leyti á innlendri framleiðslu með tilheyrandi samdrætti í afurðatekjum. Nauðsynlegt þykir að takmarka áhrif kórónuveirufaraldursins og draga úr því tjóni sem innlendir framleiðendur hafa nú þegar orðið fyrir,“ segir í greinargerðinni. FA bendir á að fyrir rúmu ári, þegar Kristján Þór setti fram frumvarp um upptöku jafnvægisútboðs hafi staðið í greinargerð þess að markmiðiði væri að auka ábata neytenda með aukinni samkeppni og sömuleiðisi gæta að hagsmunum innlendra framleiðenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir í yfirlýsingu félagsins að það sé því augljóslega markmiðið með því að hverfa frá breytingunni að hafa af neytendum þann ávinning sem þeir hafi haft af aukinni samkeppni. Með því sé stuðlað að hærra verði á matvöru á sama tíma og atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki og fjöldi fólks nái ekki endum saman. „Þetta frumvarp er með miklum ólíkindum. Fjöldi atvinnugreina hefur fengið mikinn skell vegna kórónaveirukreppunnar, en stjórnvöld hafa ekki gripið til sértækra aðgerða til að vernda einstakar greinar fyrir samkeppni, heldur vísað fyrirtækjum á almenn úrræði svo sem styrki og lán. Í tilviki landbúnaðarins á hins vegar að hindra samkeppni í greininni og láta innflutningsverslun og neytendur borga. Þetta er enn eitt dæmið um að stjórnvöld virðast í vasanum á sérhagsmunum í landbúnaði.“
Landbúnaður Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira