FA sakar ráðherra um að láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2020 11:16 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda sakar landbúnaðarráðherra um láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum og fara gegn hagsmunum innflutningsfyrirtækja og neytenda. Það sé gert í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fyrirkomulag útboðs tollkvóta fyrir búvörur. Í yfirlýsingu frá FA segir að ráðherra sé að hverfa tímabundið aftur til eldra fyrirkomulags og að breyting sem fjallað er um í frumvarpinu muni leiða til þess að útboðsgjalds sem innflytjendur þurfi að greiða fyrir heimildir til að flytja inn búvörur án tolla muni hækka. Það muni leiða til hækkunar á verði innfluttra búvara og innlendri búvöru vegna minni samkeppni. Í yfirlýsingu á vef FA segir að síðastliðið vor hafi fyrsta útboðið verið haldið með nýrri aðferð, svokölluðu jafnvægisútboði, og við það hafi útboðsgjald vegna flestra tegunda búvara lækkað. FA Í greinargerð nýja frumvarpsins segir að innlend landbúnaðarframleiðsla hafi orðið fyrir tjóni vegna áhrifa frá faraldri nýju kórónuveirunnar. Innflutningur hafi haldist nær óbreyttur á meðan dregið hafi úr eftirspurn. „Því er afar líklegt að samdráttur í eftirspurn landbúnaðarafurða vegna fækkunar erlendra gesta lendi á miklu leyti á innlendri framleiðslu með tilheyrandi samdrætti í afurðatekjum. Nauðsynlegt þykir að takmarka áhrif kórónuveirufaraldursins og draga úr því tjóni sem innlendir framleiðendur hafa nú þegar orðið fyrir,“ segir í greinargerðinni. FA bendir á að fyrir rúmu ári, þegar Kristján Þór setti fram frumvarp um upptöku jafnvægisútboðs hafi staðið í greinargerð þess að markmiðiði væri að auka ábata neytenda með aukinni samkeppni og sömuleiðisi gæta að hagsmunum innlendra framleiðenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir í yfirlýsingu félagsins að það sé því augljóslega markmiðið með því að hverfa frá breytingunni að hafa af neytendum þann ávinning sem þeir hafi haft af aukinni samkeppni. Með því sé stuðlað að hærra verði á matvöru á sama tíma og atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki og fjöldi fólks nái ekki endum saman. „Þetta frumvarp er með miklum ólíkindum. Fjöldi atvinnugreina hefur fengið mikinn skell vegna kórónaveirukreppunnar, en stjórnvöld hafa ekki gripið til sértækra aðgerða til að vernda einstakar greinar fyrir samkeppni, heldur vísað fyrirtækjum á almenn úrræði svo sem styrki og lán. Í tilviki landbúnaðarins á hins vegar að hindra samkeppni í greininni og láta innflutningsverslun og neytendur borga. Þetta er enn eitt dæmið um að stjórnvöld virðast í vasanum á sérhagsmunum í landbúnaði.“ Landbúnaður Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Í yfirlýsingu frá FA segir að ráðherra sé að hverfa tímabundið aftur til eldra fyrirkomulags og að breyting sem fjallað er um í frumvarpinu muni leiða til þess að útboðsgjalds sem innflytjendur þurfi að greiða fyrir heimildir til að flytja inn búvörur án tolla muni hækka. Það muni leiða til hækkunar á verði innfluttra búvara og innlendri búvöru vegna minni samkeppni. Í yfirlýsingu á vef FA segir að síðastliðið vor hafi fyrsta útboðið verið haldið með nýrri aðferð, svokölluðu jafnvægisútboði, og við það hafi útboðsgjald vegna flestra tegunda búvara lækkað. FA Í greinargerð nýja frumvarpsins segir að innlend landbúnaðarframleiðsla hafi orðið fyrir tjóni vegna áhrifa frá faraldri nýju kórónuveirunnar. Innflutningur hafi haldist nær óbreyttur á meðan dregið hafi úr eftirspurn. „Því er afar líklegt að samdráttur í eftirspurn landbúnaðarafurða vegna fækkunar erlendra gesta lendi á miklu leyti á innlendri framleiðslu með tilheyrandi samdrætti í afurðatekjum. Nauðsynlegt þykir að takmarka áhrif kórónuveirufaraldursins og draga úr því tjóni sem innlendir framleiðendur hafa nú þegar orðið fyrir,“ segir í greinargerðinni. FA bendir á að fyrir rúmu ári, þegar Kristján Þór setti fram frumvarp um upptöku jafnvægisútboðs hafi staðið í greinargerð þess að markmiðiði væri að auka ábata neytenda með aukinni samkeppni og sömuleiðisi gæta að hagsmunum innlendra framleiðenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir í yfirlýsingu félagsins að það sé því augljóslega markmiðið með því að hverfa frá breytingunni að hafa af neytendum þann ávinning sem þeir hafi haft af aukinni samkeppni. Með því sé stuðlað að hærra verði á matvöru á sama tíma og atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki og fjöldi fólks nái ekki endum saman. „Þetta frumvarp er með miklum ólíkindum. Fjöldi atvinnugreina hefur fengið mikinn skell vegna kórónaveirukreppunnar, en stjórnvöld hafa ekki gripið til sértækra aðgerða til að vernda einstakar greinar fyrir samkeppni, heldur vísað fyrirtækjum á almenn úrræði svo sem styrki og lán. Í tilviki landbúnaðarins á hins vegar að hindra samkeppni í greininni og láta innflutningsverslun og neytendur borga. Þetta er enn eitt dæmið um að stjórnvöld virðast í vasanum á sérhagsmunum í landbúnaði.“
Landbúnaður Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira