Skilinn eftir af móðurinni með makríldós, hrökkbrauðssneið og skál af flögum Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2020 11:53 Íbúðina er að finna í Haninge, suður af Stokkhólmi. EPA Sænski maðurinn, sem talinn er að hafi verið haldið í einangrun af móður sinni í 28 ár í íbúð suður af Stokkhólmi, var skilinn eftir í íbúðinni með dós af makríl, hrökkbrauði og skál af kartöfluflögum. Þetta kemur fram í frétt Aftonbladet í morgun. Þar segir að ættingi mannsins hafi komið að manninum þar sem hann lá vannærður á gólfinu í íbúðinni sem full var af sorpi og úrgangi. Móðir hans hafi verið lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum og skilið soninn eftir. Ættinginn, kona, sem kom að manninum hafði ekki séð hann í langan tíma og ákvað að kanna ástandið á honum þegar hún frétti að móðir hans dvaldi á sjúkrahúsi. Konan segist hafa komið að ólæstri íbúðinni og að algert myrkur hafi verið þar. Eina birtan hafi verið úr gömlu sjónvarpi sem kveikt var á. Hún hafi þá séð manninn þar sem hann lá á gólfinu, með mikil sár á líkamanum, tannlaus og með litla talgetu. „Þetta var eins og að ganga inn í hryllingsmynd,“ sagði konan í samtali við Expressen. Hún segir manninn þó hafa kannast við sig og hvíslað nafn hennar þegar hann kom auga á hana. Í haldi lögreglu Sænskir fjölmiðlar segja móðurina hafa skilið manninn eftir með eina skál af kartöfluflögum, hrökkbrauðssneið með osti og svo dós af makríl. Konan var lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum síðan. Móðir mannsins er á áttræðisaldri og er nú í haldi lögreglu vegna gruns um frelsissviptingu og líkamsmeiðingar. Unnið að kortlagningu á lífi mannsins Emma Olsson, saksóknari í málinu, segir að nú verði unnið að kortlagningu á lífi mannsins. Hún segir að maðurinn hafi gengist undir aðgerð á sjúkrahúsi en að hún hafi ekki nánari upplýsingar um líðan hans. Lögregla hyggst þó gera tilraun til að yfirheyra hann í dag. Sænskir fjölmiðlar segja að manninum hafi verið haldið í íbúðinni af móður sinni síðan hann var tólf ára gamall eða í 28 ár. Uppfært 2.12.2020: Konan er ekki lengur grunuð um saknæmt athæfi. Ekkert þykir benda til þess að manninum hafi verið haldið föngnum í íbúðinni. Sjá nánar hér. Svíþjóð Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Aftonbladet í morgun. Þar segir að ættingi mannsins hafi komið að manninum þar sem hann lá vannærður á gólfinu í íbúðinni sem full var af sorpi og úrgangi. Móðir hans hafi verið lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum og skilið soninn eftir. Ættinginn, kona, sem kom að manninum hafði ekki séð hann í langan tíma og ákvað að kanna ástandið á honum þegar hún frétti að móðir hans dvaldi á sjúkrahúsi. Konan segist hafa komið að ólæstri íbúðinni og að algert myrkur hafi verið þar. Eina birtan hafi verið úr gömlu sjónvarpi sem kveikt var á. Hún hafi þá séð manninn þar sem hann lá á gólfinu, með mikil sár á líkamanum, tannlaus og með litla talgetu. „Þetta var eins og að ganga inn í hryllingsmynd,“ sagði konan í samtali við Expressen. Hún segir manninn þó hafa kannast við sig og hvíslað nafn hennar þegar hann kom auga á hana. Í haldi lögreglu Sænskir fjölmiðlar segja móðurina hafa skilið manninn eftir með eina skál af kartöfluflögum, hrökkbrauðssneið með osti og svo dós af makríl. Konan var lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum síðan. Móðir mannsins er á áttræðisaldri og er nú í haldi lögreglu vegna gruns um frelsissviptingu og líkamsmeiðingar. Unnið að kortlagningu á lífi mannsins Emma Olsson, saksóknari í málinu, segir að nú verði unnið að kortlagningu á lífi mannsins. Hún segir að maðurinn hafi gengist undir aðgerð á sjúkrahúsi en að hún hafi ekki nánari upplýsingar um líðan hans. Lögregla hyggst þó gera tilraun til að yfirheyra hann í dag. Sænskir fjölmiðlar segja að manninum hafi verið haldið í íbúðinni af móður sinni síðan hann var tólf ára gamall eða í 28 ár. Uppfært 2.12.2020: Konan er ekki lengur grunuð um saknæmt athæfi. Ekkert þykir benda til þess að manninum hafi verið haldið föngnum í íbúðinni. Sjá nánar hér.
Svíþjóð Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira