Fullveldi – Hvers vegna? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 1. desember 2020 18:38 Við tölum sjaldan um fullveldið. Kannski finnst okkur að það hafi alltaf verið, sé sjálfsagt. Göngum að því vísu. En fullveldið hefur ekki alltaf verið ekki til staðar, ekki sjálfgefið. Fullveldið kostaði áralanga baráttu ótal manna við konunglegt vald. Þegar framsýnt fólk ákvað fyrir rúmum hundrað árum að Íslendingar skyldu verða þjóð meðal þjóða var það djörf ákvörðun. Ekki síst vegna kringumstæðna árið 1918. Hafís var fyrir landi sem nær aldrei fyrr eða síðar. Eitt stærsta eldgos síðari tíma reið yfir og drepsótt sem lagði 500 manns að velli herjaði á. Samt hafði fólk kjark og fullvissu fyrir því að þessar rétt rúmlega 90 þúsund manneskjur sem byggðu landið á þessum tíma gætu orðið hluti heimsfjölskyldunnar, heimsborgarar. Sem dæmi um hver hugur var í fólki komu nokkrir prófessorar Háskólans saman og stofnuðu Vísindafélag Íslendinga því þeim fannst að frjáls og fullvalda þjóð yrði að eiga slíkt félag. Þessi þrautsegja og kjarkur sem forfeður okkar sýndu á að vera okkur hvatning og innblástur til að varðveita fullveldi Íslands til gæfu fyrir okkur og ófæddar kynslóðir. Til hvers varðveitum við svo fullveldið og hvernig? Varðveisla fullveldis er grundvöllur sjálfsákvörðunarréttar okkar á innlendum og erlendum vettvangi. Þeir eru til sem vilja stíga skref í þá átt að framselja fullveldi okkar erlendum aðilum og við hefur legið nokkrum sinnum að slíkt væri gert eins og við samþykkt EES samningsins á sínum tíma. Nýleg áminning birtist í samþykkt þriðja orkupakkans sem ógnar sannarlega fullveldinu. Trygging fyrir yfirráðum okkar á einstökum auðlindum á jörðu og undir niðri Í hafinu í kringum landið og ekki síst í fólkinu sjálfu, mannauðnum, er grunnur að fullveldi okkar. Við verðum að berjast fyrir og tryggja óskoruð yfirráð okkar Íslendinga yfir gæðum landsins hvort sem það er vatn, heitt eða kalt, jarðnæði með öllum kostum og gæðum, náttúra Íslands heilbrigðir bústofnar og fiskimiðin umhverfis landið, svo fátt eitt sé nefnt. Baráttan fyrir öllu þessu stendur nú sem endranær og mun standa lengi. Baráttan fyrir fullveldi snýst ekki um einangrun lands og lýðs. Þvert á móti er nauðsynlegt að Ísland geti komið fram á alþjóðavettvangi sem frjáls og fullvalda þjóð en ekki viðhengi annarra þjóða. Fullvalda þjóð þarf að geta mætt mæta til leiks sem jafningi. Þetta hefur okkur tekist bærilega á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóða hvalveiðiráðsins, í NATO, á þingi Evrópuráðsins og víðar. Síðast en ekki síst þurfum við að kynna nýjum kynslóðum enn betur hverju fullveldisbaráttan skilaði og hvað fullveldið er okkur dýrmætt. Það getur hæglega glatast ef ekki er að gætt. Frumvarp um að 1. desember verði almennur frídagur hefur verið lagt nokkrum sinnum fyrir Alþingi undanfarin ár. Frumvarpið hefur því miður ekki náð fram að ganga ennþá en verður flutt nógu oft og nógu lengi til þess að hljóta að lokum samþykki. Þeir sem kveiktu eldana eiga það skilið að þjóðin fái vettvang og tækifæri til að minnast þeirra og baráttunnar fyrir fullveldinu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Við tölum sjaldan um fullveldið. Kannski finnst okkur að það hafi alltaf verið, sé sjálfsagt. Göngum að því vísu. En fullveldið hefur ekki alltaf verið ekki til staðar, ekki sjálfgefið. Fullveldið kostaði áralanga baráttu ótal manna við konunglegt vald. Þegar framsýnt fólk ákvað fyrir rúmum hundrað árum að Íslendingar skyldu verða þjóð meðal þjóða var það djörf ákvörðun. Ekki síst vegna kringumstæðna árið 1918. Hafís var fyrir landi sem nær aldrei fyrr eða síðar. Eitt stærsta eldgos síðari tíma reið yfir og drepsótt sem lagði 500 manns að velli herjaði á. Samt hafði fólk kjark og fullvissu fyrir því að þessar rétt rúmlega 90 þúsund manneskjur sem byggðu landið á þessum tíma gætu orðið hluti heimsfjölskyldunnar, heimsborgarar. Sem dæmi um hver hugur var í fólki komu nokkrir prófessorar Háskólans saman og stofnuðu Vísindafélag Íslendinga því þeim fannst að frjáls og fullvalda þjóð yrði að eiga slíkt félag. Þessi þrautsegja og kjarkur sem forfeður okkar sýndu á að vera okkur hvatning og innblástur til að varðveita fullveldi Íslands til gæfu fyrir okkur og ófæddar kynslóðir. Til hvers varðveitum við svo fullveldið og hvernig? Varðveisla fullveldis er grundvöllur sjálfsákvörðunarréttar okkar á innlendum og erlendum vettvangi. Þeir eru til sem vilja stíga skref í þá átt að framselja fullveldi okkar erlendum aðilum og við hefur legið nokkrum sinnum að slíkt væri gert eins og við samþykkt EES samningsins á sínum tíma. Nýleg áminning birtist í samþykkt þriðja orkupakkans sem ógnar sannarlega fullveldinu. Trygging fyrir yfirráðum okkar á einstökum auðlindum á jörðu og undir niðri Í hafinu í kringum landið og ekki síst í fólkinu sjálfu, mannauðnum, er grunnur að fullveldi okkar. Við verðum að berjast fyrir og tryggja óskoruð yfirráð okkar Íslendinga yfir gæðum landsins hvort sem það er vatn, heitt eða kalt, jarðnæði með öllum kostum og gæðum, náttúra Íslands heilbrigðir bústofnar og fiskimiðin umhverfis landið, svo fátt eitt sé nefnt. Baráttan fyrir öllu þessu stendur nú sem endranær og mun standa lengi. Baráttan fyrir fullveldi snýst ekki um einangrun lands og lýðs. Þvert á móti er nauðsynlegt að Ísland geti komið fram á alþjóðavettvangi sem frjáls og fullvalda þjóð en ekki viðhengi annarra þjóða. Fullvalda þjóð þarf að geta mætt mæta til leiks sem jafningi. Þetta hefur okkur tekist bærilega á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóða hvalveiðiráðsins, í NATO, á þingi Evrópuráðsins og víðar. Síðast en ekki síst þurfum við að kynna nýjum kynslóðum enn betur hverju fullveldisbaráttan skilaði og hvað fullveldið er okkur dýrmætt. Það getur hæglega glatast ef ekki er að gætt. Frumvarp um að 1. desember verði almennur frídagur hefur verið lagt nokkrum sinnum fyrir Alþingi undanfarin ár. Frumvarpið hefur því miður ekki náð fram að ganga ennþá en verður flutt nógu oft og nógu lengi til þess að hljóta að lokum samþykki. Þeir sem kveiktu eldana eiga það skilið að þjóðin fái vettvang og tækifæri til að minnast þeirra og baráttunnar fyrir fullveldinu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun