Helvíti er sá staður þar sem allir eru sammála Jón Kalman Stefánsson skrifar 2. desember 2020 10:31 Afi minn heitinn hélt því gjarnan fram að Íslendingar væru með eindæmum þrasgjörn þjóð. Þrasgjörn, fundvís á deiluefni, og hvert okkar svo innilega sannfærð um að við hefðum rétt fyrir okkur, að það væri skálað í kampavíni bæði í himnaríki og helvíti í hvert sinn sem Íslendingar kæmust að sameiginlegri niðurstöðu í einhverju deiluefninu. Þessi eiginleiki er jafn hressandi og hann er óþolandi, bætti afi við, og flutti á endanum til Noregs í lok sjöunda áratugarins, með þeim orðum að lífið væri of stutt til að standa í eilífu þrasi Hann var með ýmsar kenningar um þessi mál, ég er því miður búinn að gleyma þeim flestum, nema að hann talaði stundum um fámennið, fábreytnina, kuldann. Ég held að hann hafi gengið útfrá því sem vísu að fyrr á öldum hafi Íslendingar þrasað og kýtt án afláts til þess að deyja hreinlega ekki úr leiðindum í einsleitu, fámennu, fábreyttu samfélagi fortíðar; og auk þess verið nauðbeygðir til að rífast til að koma í sig hita í eilífum helvítis kuldanum, fjandans rakanum Að þrasa sér til hita, eins og segir einhverstaðar. En heimurinn er margbrotinn, og sjónarhornin strangt til tekið jafn mörg og fjöldi jarðarbúa. Enginn sér heiminn nákvæmlega eins; og deilur, rökræður, skoðunarskipti, þras – allt eru þetta leiðir til að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem flestir geta sætt sig nokkuð vel við. Og það er mikilægt að hafa skoðanir á öllum fjáranum, smáu sem stóru, sárlega mikilvægt, um það snýst lýðræðið, að hafa skoðanir og láta þær í ljós; því skoðanir og skoðunarskipti eru súrefni lýðræðisins. Ef við nennum ekki að mynda okkur skoðanir um umhverfið, erum of makráð, sljó, látum duga að hugsa bara um eigin garð, felum öðrum að sjá um það sem liggur utan hans, þá þverr súrefnið, við byrjum að kafna, og varasöm öfl eiga greiðari leið að valdinu. Öfl sem hafa óþol gagnvart umræðu og öllum þeim skoðunum sem samrýmast ekki þeirra, sem hafa inngróið óþol gagnvart fjölbreytni, og dreymir um samfélög sem endurspegla fyrst og síðast þeirra sýn og hugmyndafræði. Þessvegna eru skoðunarskipti svo mikilvæg. Helvíti er sá staður þar sem allir eru sammála þér. Það skal viðurkennt að ég vissi ekki ýkja margt um efnið þegar ég var beðinn um að halda hér erindi um Hálendisþjóðgarðinn. Hafði ekki fylgst það náið með umræðunni, rétt gripið orð hér og setningar þar. En hafði vissulega skoðun á því, og sú skoðun byggð á tilfinningu, byggð á lífssýn. Ég vissi að þetta yrði stærsti þjóðgarður Evrópu, einstakur vegna ósnerts víðernis; vegna fegurðar, ofsa, fjölbreytni. Og ég var sannfærður um að við Íslendingar, og heimurinn allur, þyrftum á þjóðgarðinum að halda, í veröld þar sem óbyggðum og ósnertum svæðum fækkar ískyggilega ört. Þetta var mín sterka tilfinning Ég var, með öðrum orðum, fylgjandi Hálendisþjóðgarði, útfrá tilfinningum; útfrá tilfinningarökum. Er til verra skammaryrði á íslensku en þetta orð: tilfinningarök? Ég man að þegar deilt var hvað ákafast um Kárahnjúkavirkjun var fylgjendum hennar tíðrætt um tilfinningarök andstæðinga sinna, og það var augljóst að orðið var notað til að gjaldfella skoðanir andstæðingsins; ekki bara gera lítið úr þeim, heldur lýsa þær ónothæfar. Að baki lá sú fullyrðing, að skoðun sem fyrst og síðast væri reist á tilfinningum, væri ónothæf í deilum. Ef ekki óábyrg. Og það virkaði. Svo vel raunar að allar götur síðan er maður sífellt að hnjóta um þá staðhæfingu að tilfinningarök séu í besta falli kjánaleg, í versta falli hættuleg – og að þau megi hvergi koma nálægt í ákvörðunartökum. Fólk er svo merkilegt. Fólk er svo skrítið, stundum. Manneskjan er nefnilega fyrst og síðast tilfinningavera. Allt það stærsta, dýpsta, mikilvægasta á upptök sín í tilfinningum. Sprettur þaðan. Ást er fyrst og síðast tilfinning – eða vill einhver gangast við röklegri ást? Ég elska þig vegna þess að það er svo skynsamlegt; vill einhver heyra þá ástarjátningu? Við skulum því ekki tala illa um tilfinningar, tilfinningarök. Og muna að lífsskoðun hvers einstaklings er meira eða minna reist á tilfinningum. Þessvegna held ég að skoðun einvörðungu byggð á rökum sé tæpast til. Ég er ekki viss um að hún eigi að vera til. Sá sem vill útiloka tilfinningar sínar í ákvörðunartöku, freistar þess að útiloka mennskuna. Freistar þess að taka ekki ákvörðun sem manneskja, heldur sem vél. Sem exel skjal. Þegar kemur að jafn stóru, risavöxnu og sárlega mikilvægu máli eins og hálendisþjóðgarði, hljótum við að taka ákvörðun útfrá tilfinningum – og við eigum að gangast við því. En nota síðan rökvísina til að sannreyna þá skoðun; nú, eða þá hrekja hana, ef svo ber undir. Rökvísi og tilfinningar. Það er svo mikilvægt að hafa í huga að annað útilokar ekki hitt. Tungnaá og Stakihnúkur.Chris Burkard Umræðan um Hálendisþjóðgarðinn og frumvarpið sem nú liggur fyrir, hefur sem betur fer verið umtalsverð, og hefur streymt án afláts á milli tilfinninga og rökvísinnar. Þessi umræða hefur verið háttvís, yfirveguð, æst, ómálefnaleg, rætin, sanngjörn. Eins og við var að búast. Þær liggja víða, átakalínurnar, í þessu máli, og þær eru margar fullyrðingarnar, sem maður þarf að brjótast í gegnum vilji maður sjá sæmilega til botns í umræðunni. Spurningin um að virkja eða ekki virkja á hálendinu brennur eðlilega á mörgum; og sumir staðhæfa að öryggi í raforkuflutningum á milli landshluta standi og falli með því að leggja háspennulínu yfir hálendið – staðhæfing sem að vísu hefur verið hrakin af sannfærandi hátt af Bjarna Bjarnasyni forstjóra Orkuveitunnar; og sum sveitafélög leggjast hart gegn frumvarpinu vegna þess að þau fullyrða að það taki skipulagsvaldið frá þeim og færi í hendur kerfisins. „Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu“, eins og einhver komst að orði. Margur er vandinn, og mörg er fullyrðingin. Ég er ekki hingað kominn til elta allar þær uppi og skylmast við þær. En langar þó að vara við þeirri tilhneigingu að stilla hugmyndum um hálendisþjóðgarð, og þessu frumvarpi, upp sem einhverskonar reiptogi milli landsbyggðar og Reykjavíkur. Það er einföld og mjög billeg aðferð til að skrumskæla umræðuna, afvegaleiða hana, skemma. Sem gamall landsbyggðarmaður skil ég vel óttann við að missa yfirráð og skipulagsvald í hendur utan-hérðasmanna. Það er eðlilegur ótti, mannlegur, sem sjálfsagt er að taka tillit til. En við eigum hinsvegar ekki að sýna þeirri skoðun tillitsemi, þeirri þreyttu klisju sem virðist liggja eins og þrjóskur, þvaðrandi smádjöfull í þjóðarmergnum, að fátt af viti komi frá Reykjavík, þeir sem þar búi viti fátt, nema þá kannski helst hvaða kaffi eigi að panta á kaffihúsunum. Hvaðan er þessi Jón Kalman, var útgefandi minn spurður þegar hann gaf út mína fyrsta skáldsögu fyrir 24 árum. Ja, veit það ekki alveg, svaraði útgefandinn, en ég held að hann sé úr Safamýrinni. Það er ekki staður – var þá sagt. Það er ekki staður. Því Reykjavík er ekki staður. Og þeir sem þaðan koma ekki treystandi fyrir neinu sem liggur utan við borgarmörkin. Þetta eru gömul klisja. Gamalt hey sem sumir þreytast því miður ekki að jórtra á, þótt safinn sé löngu farinn og einungis myglan eftir. Það liggur mikil, mjög mikil, vinna á bakvið frumvarpið um Hálendisþjóðgarðinn. Mikil vinna og samræður við hagsmunahópa, sveitarfélög, útivistasamtök, sérfræðinga. Allir hafa fengið tækifæri til að leggja sitt til málanna; að tala um skort á samráði, eins og ég hef hoggið eftir, er einfaldlega rangt. Sama gildir um þær staðhæfingar að frumvarpið leggi til að ríkið, stofnanir staðsettar í Reykjavík, verði alfa og ómega yfir Þjóðgarðinum. Það er einfaldlega hvergi stafkrókur í frumvarpi til Hálendisþjóðgarðsins þar, sem hægt er að færa rök fyrir því að sveitafélög, og héruð sem liggi að hálendinu, tapi möguleikum til að hafa áhrif á það hvernig starfsemi hans eigi eftir að mótast. Þvert á móti verða þau sveitarfélög, ásamt ferðamannaaðilum í héraði, í meirihluta bæði í stjórn og umdæmisráði þjóðgarðsins. Sama fyrirkomulag hefur gilt í Vatnajökulsþjóðgarði, og gefið mjög góða raun, enda hef ég heyrt á sveitarstjórnarmönnum þar eystra að þeir eigi bágt með að skilja fullyrðingar um litla möguleika hvers sveitafélags fyrir sig til að hafa áhrif. Auðvitað á að nýta og nota þekkingu heimamanna, annað væri galið; en að sama skapi er fjarstæðukennt að ætlast til að þeir einir ráði þar um. Fjarstæðukennt, rangt, og ósanngjarnt. Um 90 prósent af væntanlegum þjóðgarði eru þjóðlendur. Með öðrum orðum, eign þjóðar. Ég sem bý við Bræðrabogarstíg í 101 Reykjavík, ungu hjónin á Kringlu í Miðdölum, Dalasýslu, tólf ára stelpa í Grunnskólanum á Ísafirði; öll eigum við sama rétt á að hafa skoðanir á hálendinu og væntanlegum þjóðgarði og þeir sem búa í sveitum þar í kring. Skoðanir okkar eru jafn réttháar. Hálendið er sameign okkar allra og í stóra samhenginu er fullkomið aukaatriði hvort við eigum kind eða ekki; hvort við höfum farið í leitir eða ekki; kunnum að girða eða ekki. Enginn á hálendið, en við berum öll ábyrgð á því. Og þarna er þá orðið. Þarna er kjarninn kominn: Ábyrgð. Líf okkar er stutt, það er andrá á yfirborði jarðar, en vegna þeirrar tækni sem við búum yfir, og vegna þess hversu mörg við erum, eru möguleikar okkar til að hafa neikvæð, eyðileggjandi, óafturkræf áhrif á náttúruna og umhverfi okkar þann stutta tíma sem við lifum, sláandi. Við lifum nógu lengi til að eyðileggja, en dagar okkar samt svo fáir að möguleikarnir til að hafa góð áhrif eru mun síðri; hvert og eitt okkar lifir of stutt til að geta grætt erfiðustu sárin. Það er vandinn, það er ábyrgðin; við höfum alla möguleika til að eyðileggja, færri til að græða. En þótt við lifum of skamma stund til að geta grætt sárin með eigin höndum, þá eru til aðrar leiðir, og möguleikar okkar til að bæta heiminn, og auka þar með líkurnar á því að arfleið okkar liggi nær birtu en myrkri, búa í þeim ákvörðunum okkar sem lúta að framtíðinni. Eða eins og þar stendur: Framtíðin er það sem við gerum núna. Sem þýðir að þær ákvarðanir sem við tökum í dag gilda ekki bara fyrir morgundaginn, heldur ekki síður fyrir þá daga sem börn okkar, þeirra börn og barnabörn, munu vonandi lifa. Sem þýðir að þegar við tökum ákvarðanir um jafn stórt mál og hálendið, ber okkur ekki síður að hugsa um þá sem á eftir okkar koma. Það er ábyrgðin, og það er okkar skylda. Við erum þrasgjörn þjóð. Eins og sést á landslagi stjórnmála, á fjölda flokka á alþingi, auk þeirra sem eru að reyna að komast þangað inn. Það er nánast eins og hver Íslendingur vilji helst stofna stjórnmálaflokk utan um sínar hugmyndir, í stað þess að þrífast í stærri heild þar sem margar ólíkar hugmyndir vinna saman, takast á. Eins og okkur líði hvergi betur en í bergmálshellinum. Listin að vera ósammála – það er listgrein sem við eigum svolítið erfitt með. En við verðum samt að gera okkur grein fyrir því, og sætta okkur við, að það er borin von um að allir verði sammála eða fullkomlega sáttir um umgjörð, rekstur, og starfsemi Hálendisþjóðgarðs. Þetta er það stórt, mikilvægt mál, hlaðið tilfinningum, hagsmunum, allskyns hrepparíg. Það er eðlilegt að deila um það, við hljótum að hafa ólíkar meiningar. Heimurinn er margbrotinn, fjölþættur, hann er fjölradda, lífsins ómögulegt að vera sammála öllum skoðunum, við eigum ekki að einu sinni að reyna það, munið, helvíti sá staður þar sem allir eru sammála. Verkefni hverrar manneskju er með öðrum orðum að sætta sig við að vera ekki sammála öllu. Að finna málamiðlum. Sá sem vill hafa heimin eftir sinni mynd, sinni hugsun, er á hættulegum stað. Ef ekki hættuleg manneskja. Það sem ég er að reyna segja er þetta: enginn á eða má búast við því að vera fullkomlega sáttur við jafn víðáttumikið, tilfinningalegt frumvarp og hér er undir. En á móti er það er svo óskaplega mikilvægt að komandi vor, þegar mannkynið er vonandi að rata út úr Covid-þokunni, heilsi Ísland veröldinni með stærsta þjóðgarði Evrópu. Heilsi með þjóðgarði, heilsi með þeirri yfirlýsingu að við ætlum að varðveita og vernda fögur, ógnandi, hrjóstrug, dramtísk, ofsafengin, endurnærandi víðerni. En til svo geti orðið verðum við að treysta á heiðarleika og kjark hvers þingmanns um að láta ekki minni atriði, tímabundna hagsmuni, ásælni í atkvæði í sínu héraði á kosningarári, blinda sýn, skemma fyrir, hindra – að við látum náttúruna njóta vafans. Að við sendum þau skilaboð til heimsins og inn í framtíðina, til niðja okkar þar, að þrátt fyrir ósætti, þrasgirni, hreppapólitík, þrána eftir endurkjöri, þá vorum við nógu stór til að gera þetta. Tryggja hálendi Íslands. Þar reynir á hvern og einn þingmann. Við eigum ekki að gera þá kröfu að þegar og ef frumvarpið verði samþykkt, að allt sé þá klappað í stein, hugsað út í hörgul, um það hvernig málum skuli verða háttað næstu áratugina. Hvort jeppar megi keyra hér, kindur vera á beit þar, hvernig umferð verið almennt stýrt upp á hálendið, hverjir fái að taka það af sér, hvernig eftirliti verði háttað, og svo framvegis, og svo framvegis. Við erum að halda upp í langa vegferð og höfum framtíðina fyrir okkur til að sníða af vankanta, stilla af. Við megum ekki gerast svo þrasgjörn í þessu máli að við hengjum okkur í smáátriðin, höngum þar örend af ósætti, og glötum þannig tækifærinu að gera hálendi Íslands að þjóðgarði. Glötum því tækifæri að það hrjúfa, mikla hjarta sem miðhálendi Íslands er, fái að slá áfram ótruflað. Fyrir okkur. Fyrir heiminn. Og fyrir framtíðina. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Afi minn heitinn hélt því gjarnan fram að Íslendingar væru með eindæmum þrasgjörn þjóð. Þrasgjörn, fundvís á deiluefni, og hvert okkar svo innilega sannfærð um að við hefðum rétt fyrir okkur, að það væri skálað í kampavíni bæði í himnaríki og helvíti í hvert sinn sem Íslendingar kæmust að sameiginlegri niðurstöðu í einhverju deiluefninu. Þessi eiginleiki er jafn hressandi og hann er óþolandi, bætti afi við, og flutti á endanum til Noregs í lok sjöunda áratugarins, með þeim orðum að lífið væri of stutt til að standa í eilífu þrasi Hann var með ýmsar kenningar um þessi mál, ég er því miður búinn að gleyma þeim flestum, nema að hann talaði stundum um fámennið, fábreytnina, kuldann. Ég held að hann hafi gengið útfrá því sem vísu að fyrr á öldum hafi Íslendingar þrasað og kýtt án afláts til þess að deyja hreinlega ekki úr leiðindum í einsleitu, fámennu, fábreyttu samfélagi fortíðar; og auk þess verið nauðbeygðir til að rífast til að koma í sig hita í eilífum helvítis kuldanum, fjandans rakanum Að þrasa sér til hita, eins og segir einhverstaðar. En heimurinn er margbrotinn, og sjónarhornin strangt til tekið jafn mörg og fjöldi jarðarbúa. Enginn sér heiminn nákvæmlega eins; og deilur, rökræður, skoðunarskipti, þras – allt eru þetta leiðir til að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem flestir geta sætt sig nokkuð vel við. Og það er mikilægt að hafa skoðanir á öllum fjáranum, smáu sem stóru, sárlega mikilvægt, um það snýst lýðræðið, að hafa skoðanir og láta þær í ljós; því skoðanir og skoðunarskipti eru súrefni lýðræðisins. Ef við nennum ekki að mynda okkur skoðanir um umhverfið, erum of makráð, sljó, látum duga að hugsa bara um eigin garð, felum öðrum að sjá um það sem liggur utan hans, þá þverr súrefnið, við byrjum að kafna, og varasöm öfl eiga greiðari leið að valdinu. Öfl sem hafa óþol gagnvart umræðu og öllum þeim skoðunum sem samrýmast ekki þeirra, sem hafa inngróið óþol gagnvart fjölbreytni, og dreymir um samfélög sem endurspegla fyrst og síðast þeirra sýn og hugmyndafræði. Þessvegna eru skoðunarskipti svo mikilvæg. Helvíti er sá staður þar sem allir eru sammála þér. Það skal viðurkennt að ég vissi ekki ýkja margt um efnið þegar ég var beðinn um að halda hér erindi um Hálendisþjóðgarðinn. Hafði ekki fylgst það náið með umræðunni, rétt gripið orð hér og setningar þar. En hafði vissulega skoðun á því, og sú skoðun byggð á tilfinningu, byggð á lífssýn. Ég vissi að þetta yrði stærsti þjóðgarður Evrópu, einstakur vegna ósnerts víðernis; vegna fegurðar, ofsa, fjölbreytni. Og ég var sannfærður um að við Íslendingar, og heimurinn allur, þyrftum á þjóðgarðinum að halda, í veröld þar sem óbyggðum og ósnertum svæðum fækkar ískyggilega ört. Þetta var mín sterka tilfinning Ég var, með öðrum orðum, fylgjandi Hálendisþjóðgarði, útfrá tilfinningum; útfrá tilfinningarökum. Er til verra skammaryrði á íslensku en þetta orð: tilfinningarök? Ég man að þegar deilt var hvað ákafast um Kárahnjúkavirkjun var fylgjendum hennar tíðrætt um tilfinningarök andstæðinga sinna, og það var augljóst að orðið var notað til að gjaldfella skoðanir andstæðingsins; ekki bara gera lítið úr þeim, heldur lýsa þær ónothæfar. Að baki lá sú fullyrðing, að skoðun sem fyrst og síðast væri reist á tilfinningum, væri ónothæf í deilum. Ef ekki óábyrg. Og það virkaði. Svo vel raunar að allar götur síðan er maður sífellt að hnjóta um þá staðhæfingu að tilfinningarök séu í besta falli kjánaleg, í versta falli hættuleg – og að þau megi hvergi koma nálægt í ákvörðunartökum. Fólk er svo merkilegt. Fólk er svo skrítið, stundum. Manneskjan er nefnilega fyrst og síðast tilfinningavera. Allt það stærsta, dýpsta, mikilvægasta á upptök sín í tilfinningum. Sprettur þaðan. Ást er fyrst og síðast tilfinning – eða vill einhver gangast við röklegri ást? Ég elska þig vegna þess að það er svo skynsamlegt; vill einhver heyra þá ástarjátningu? Við skulum því ekki tala illa um tilfinningar, tilfinningarök. Og muna að lífsskoðun hvers einstaklings er meira eða minna reist á tilfinningum. Þessvegna held ég að skoðun einvörðungu byggð á rökum sé tæpast til. Ég er ekki viss um að hún eigi að vera til. Sá sem vill útiloka tilfinningar sínar í ákvörðunartöku, freistar þess að útiloka mennskuna. Freistar þess að taka ekki ákvörðun sem manneskja, heldur sem vél. Sem exel skjal. Þegar kemur að jafn stóru, risavöxnu og sárlega mikilvægu máli eins og hálendisþjóðgarði, hljótum við að taka ákvörðun útfrá tilfinningum – og við eigum að gangast við því. En nota síðan rökvísina til að sannreyna þá skoðun; nú, eða þá hrekja hana, ef svo ber undir. Rökvísi og tilfinningar. Það er svo mikilvægt að hafa í huga að annað útilokar ekki hitt. Tungnaá og Stakihnúkur.Chris Burkard Umræðan um Hálendisþjóðgarðinn og frumvarpið sem nú liggur fyrir, hefur sem betur fer verið umtalsverð, og hefur streymt án afláts á milli tilfinninga og rökvísinnar. Þessi umræða hefur verið háttvís, yfirveguð, æst, ómálefnaleg, rætin, sanngjörn. Eins og við var að búast. Þær liggja víða, átakalínurnar, í þessu máli, og þær eru margar fullyrðingarnar, sem maður þarf að brjótast í gegnum vilji maður sjá sæmilega til botns í umræðunni. Spurningin um að virkja eða ekki virkja á hálendinu brennur eðlilega á mörgum; og sumir staðhæfa að öryggi í raforkuflutningum á milli landshluta standi og falli með því að leggja háspennulínu yfir hálendið – staðhæfing sem að vísu hefur verið hrakin af sannfærandi hátt af Bjarna Bjarnasyni forstjóra Orkuveitunnar; og sum sveitafélög leggjast hart gegn frumvarpinu vegna þess að þau fullyrða að það taki skipulagsvaldið frá þeim og færi í hendur kerfisins. „Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu“, eins og einhver komst að orði. Margur er vandinn, og mörg er fullyrðingin. Ég er ekki hingað kominn til elta allar þær uppi og skylmast við þær. En langar þó að vara við þeirri tilhneigingu að stilla hugmyndum um hálendisþjóðgarð, og þessu frumvarpi, upp sem einhverskonar reiptogi milli landsbyggðar og Reykjavíkur. Það er einföld og mjög billeg aðferð til að skrumskæla umræðuna, afvegaleiða hana, skemma. Sem gamall landsbyggðarmaður skil ég vel óttann við að missa yfirráð og skipulagsvald í hendur utan-hérðasmanna. Það er eðlilegur ótti, mannlegur, sem sjálfsagt er að taka tillit til. En við eigum hinsvegar ekki að sýna þeirri skoðun tillitsemi, þeirri þreyttu klisju sem virðist liggja eins og þrjóskur, þvaðrandi smádjöfull í þjóðarmergnum, að fátt af viti komi frá Reykjavík, þeir sem þar búi viti fátt, nema þá kannski helst hvaða kaffi eigi að panta á kaffihúsunum. Hvaðan er þessi Jón Kalman, var útgefandi minn spurður þegar hann gaf út mína fyrsta skáldsögu fyrir 24 árum. Ja, veit það ekki alveg, svaraði útgefandinn, en ég held að hann sé úr Safamýrinni. Það er ekki staður – var þá sagt. Það er ekki staður. Því Reykjavík er ekki staður. Og þeir sem þaðan koma ekki treystandi fyrir neinu sem liggur utan við borgarmörkin. Þetta eru gömul klisja. Gamalt hey sem sumir þreytast því miður ekki að jórtra á, þótt safinn sé löngu farinn og einungis myglan eftir. Það liggur mikil, mjög mikil, vinna á bakvið frumvarpið um Hálendisþjóðgarðinn. Mikil vinna og samræður við hagsmunahópa, sveitarfélög, útivistasamtök, sérfræðinga. Allir hafa fengið tækifæri til að leggja sitt til málanna; að tala um skort á samráði, eins og ég hef hoggið eftir, er einfaldlega rangt. Sama gildir um þær staðhæfingar að frumvarpið leggi til að ríkið, stofnanir staðsettar í Reykjavík, verði alfa og ómega yfir Þjóðgarðinum. Það er einfaldlega hvergi stafkrókur í frumvarpi til Hálendisþjóðgarðsins þar, sem hægt er að færa rök fyrir því að sveitafélög, og héruð sem liggi að hálendinu, tapi möguleikum til að hafa áhrif á það hvernig starfsemi hans eigi eftir að mótast. Þvert á móti verða þau sveitarfélög, ásamt ferðamannaaðilum í héraði, í meirihluta bæði í stjórn og umdæmisráði þjóðgarðsins. Sama fyrirkomulag hefur gilt í Vatnajökulsþjóðgarði, og gefið mjög góða raun, enda hef ég heyrt á sveitarstjórnarmönnum þar eystra að þeir eigi bágt með að skilja fullyrðingar um litla möguleika hvers sveitafélags fyrir sig til að hafa áhrif. Auðvitað á að nýta og nota þekkingu heimamanna, annað væri galið; en að sama skapi er fjarstæðukennt að ætlast til að þeir einir ráði þar um. Fjarstæðukennt, rangt, og ósanngjarnt. Um 90 prósent af væntanlegum þjóðgarði eru þjóðlendur. Með öðrum orðum, eign þjóðar. Ég sem bý við Bræðrabogarstíg í 101 Reykjavík, ungu hjónin á Kringlu í Miðdölum, Dalasýslu, tólf ára stelpa í Grunnskólanum á Ísafirði; öll eigum við sama rétt á að hafa skoðanir á hálendinu og væntanlegum þjóðgarði og þeir sem búa í sveitum þar í kring. Skoðanir okkar eru jafn réttháar. Hálendið er sameign okkar allra og í stóra samhenginu er fullkomið aukaatriði hvort við eigum kind eða ekki; hvort við höfum farið í leitir eða ekki; kunnum að girða eða ekki. Enginn á hálendið, en við berum öll ábyrgð á því. Og þarna er þá orðið. Þarna er kjarninn kominn: Ábyrgð. Líf okkar er stutt, það er andrá á yfirborði jarðar, en vegna þeirrar tækni sem við búum yfir, og vegna þess hversu mörg við erum, eru möguleikar okkar til að hafa neikvæð, eyðileggjandi, óafturkræf áhrif á náttúruna og umhverfi okkar þann stutta tíma sem við lifum, sláandi. Við lifum nógu lengi til að eyðileggja, en dagar okkar samt svo fáir að möguleikarnir til að hafa góð áhrif eru mun síðri; hvert og eitt okkar lifir of stutt til að geta grætt erfiðustu sárin. Það er vandinn, það er ábyrgðin; við höfum alla möguleika til að eyðileggja, færri til að græða. En þótt við lifum of skamma stund til að geta grætt sárin með eigin höndum, þá eru til aðrar leiðir, og möguleikar okkar til að bæta heiminn, og auka þar með líkurnar á því að arfleið okkar liggi nær birtu en myrkri, búa í þeim ákvörðunum okkar sem lúta að framtíðinni. Eða eins og þar stendur: Framtíðin er það sem við gerum núna. Sem þýðir að þær ákvarðanir sem við tökum í dag gilda ekki bara fyrir morgundaginn, heldur ekki síður fyrir þá daga sem börn okkar, þeirra börn og barnabörn, munu vonandi lifa. Sem þýðir að þegar við tökum ákvarðanir um jafn stórt mál og hálendið, ber okkur ekki síður að hugsa um þá sem á eftir okkar koma. Það er ábyrgðin, og það er okkar skylda. Við erum þrasgjörn þjóð. Eins og sést á landslagi stjórnmála, á fjölda flokka á alþingi, auk þeirra sem eru að reyna að komast þangað inn. Það er nánast eins og hver Íslendingur vilji helst stofna stjórnmálaflokk utan um sínar hugmyndir, í stað þess að þrífast í stærri heild þar sem margar ólíkar hugmyndir vinna saman, takast á. Eins og okkur líði hvergi betur en í bergmálshellinum. Listin að vera ósammála – það er listgrein sem við eigum svolítið erfitt með. En við verðum samt að gera okkur grein fyrir því, og sætta okkur við, að það er borin von um að allir verði sammála eða fullkomlega sáttir um umgjörð, rekstur, og starfsemi Hálendisþjóðgarðs. Þetta er það stórt, mikilvægt mál, hlaðið tilfinningum, hagsmunum, allskyns hrepparíg. Það er eðlilegt að deila um það, við hljótum að hafa ólíkar meiningar. Heimurinn er margbrotinn, fjölþættur, hann er fjölradda, lífsins ómögulegt að vera sammála öllum skoðunum, við eigum ekki að einu sinni að reyna það, munið, helvíti sá staður þar sem allir eru sammála. Verkefni hverrar manneskju er með öðrum orðum að sætta sig við að vera ekki sammála öllu. Að finna málamiðlum. Sá sem vill hafa heimin eftir sinni mynd, sinni hugsun, er á hættulegum stað. Ef ekki hættuleg manneskja. Það sem ég er að reyna segja er þetta: enginn á eða má búast við því að vera fullkomlega sáttur við jafn víðáttumikið, tilfinningalegt frumvarp og hér er undir. En á móti er það er svo óskaplega mikilvægt að komandi vor, þegar mannkynið er vonandi að rata út úr Covid-þokunni, heilsi Ísland veröldinni með stærsta þjóðgarði Evrópu. Heilsi með þjóðgarði, heilsi með þeirri yfirlýsingu að við ætlum að varðveita og vernda fögur, ógnandi, hrjóstrug, dramtísk, ofsafengin, endurnærandi víðerni. En til svo geti orðið verðum við að treysta á heiðarleika og kjark hvers þingmanns um að láta ekki minni atriði, tímabundna hagsmuni, ásælni í atkvæði í sínu héraði á kosningarári, blinda sýn, skemma fyrir, hindra – að við látum náttúruna njóta vafans. Að við sendum þau skilaboð til heimsins og inn í framtíðina, til niðja okkar þar, að þrátt fyrir ósætti, þrasgirni, hreppapólitík, þrána eftir endurkjöri, þá vorum við nógu stór til að gera þetta. Tryggja hálendi Íslands. Þar reynir á hvern og einn þingmann. Við eigum ekki að gera þá kröfu að þegar og ef frumvarpið verði samþykkt, að allt sé þá klappað í stein, hugsað út í hörgul, um það hvernig málum skuli verða háttað næstu áratugina. Hvort jeppar megi keyra hér, kindur vera á beit þar, hvernig umferð verið almennt stýrt upp á hálendið, hverjir fái að taka það af sér, hvernig eftirliti verði háttað, og svo framvegis, og svo framvegis. Við erum að halda upp í langa vegferð og höfum framtíðina fyrir okkur til að sníða af vankanta, stilla af. Við megum ekki gerast svo þrasgjörn í þessu máli að við hengjum okkur í smáátriðin, höngum þar örend af ósætti, og glötum þannig tækifærinu að gera hálendi Íslands að þjóðgarði. Glötum því tækifæri að það hrjúfa, mikla hjarta sem miðhálendi Íslands er, fái að slá áfram ótruflað. Fyrir okkur. Fyrir heiminn. Og fyrir framtíðina. Höfundur er rithöfundur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun