Karlinn og konan fundust myrt í íbúð þann 17. Desember í bænum Maniitsoq sem er að finna á vesturströnd Grænlands. Maðurinn var 55 ára og konan liðlega fimmtug og höfðu bæði verið stungin með hníf.
Í frétt Sermitsiaq.AQ kemur fram að rannsókn hafi leitt í ljós að karlmaðurinn hafi verið stunginn 39 sinnum, en konan að minnsta kosti sjötíu sinnum.
Við ákvörðun refsingar tók dómari tillit til niðurstöðu geðrannsóknar og var niðurstaðan ótímabundið fangelsi.
Um 2.800 manns búa í Maniitsoq, sem er sjötti stærsti bær landsins. Hann hét áður Sukkertoppen en bærinn er um 150 kílómetra norðan við Nuuk, á eyju skammt undan meginlandi Grænlands.