Komum í veg fyrir varanlegt tjón! Kári Gautason skrifar 4. desember 2020 17:01 Framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda skrifaði nokkra ádrepu í Mogganum í gær, vegna þess meinta þrýstings sem borist hefur frá bændum til stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna alvarlegs ástands sem blasir við á innlendum markaði. Ólafur Stephensen gerir lítið úr vandanum og telur að almennar aðgerðir séu nægjanlegar til þess að mæta honum. Það þykja mér óskynsamleg skrif. Vegna þess að hann lítur framhjá því hvernig landbúnaður sker sig frá öðrum framleiðslugreinum, sérstaklega við þessar aðstæður. Trú á kennisetningar í stað þess að reiða sig á rökhyggju hefðu ekki skilað miklum árangri í glímunni við þá veiru sem hrjáir okkur þessi misserin. Það sem á sér stað um þessar mundir er það að framboð á tollkvótum til Íslands hefur aukist mjög hratt. Þar er um að ræða mikið magn vegna viðskiptasamnings sem gerður var í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs. Grátt ofan í svart Aðalatriðið er þó að eftirspurnin hefur á þessu ári hríðfallið vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Sala á lambakjöti dróst saman um 25% á þriðja ársfjórðungi og verulegur samdráttur varð í nautakjötssölu. Til að bæta gráu ofan á svart var ferlinu sem býr til verðið á tollkvótunum breytt með þeim hætti að handvirkt framkallar það lægra verð. Niðurstaðan lætur ekki á sér standa. Verðið á tollkvótunum hefur lækkað mjög skarpt en hinsvegar virðist það ætla að láta bíða eftir sér að verðlækkunin skili sér til neytenda ef marka má gögn Hagstofunnar. En á sama tíma lækkar verð til bænda. Á að segja nautunum upp? Trúi maður í blindni á ósýnilega hönd markaðarins mæti ætla að bændur myndu einfaldlega draga úr framleiðslumagni til þess að aðlaga framboðið að eftirspurn. Það er hægara sagt en gert því framleiðsluferill búvara er langur. Ákvarðanir um framleiðslumagn á nautakjöti voru teknar af bændum fyrir 18-20 mánuðum síðan, þegar þeir settu á nautkálfa. Þessu til viðbótar er það hagur hvers og eins bónda að framleiða svo lengi sem hvert kg leggur eitthvað upp í fastan kostnað hvers bús. Það er vegna þess að yfirleitt eru heimili bænda undir sem veð fyrir rekstrinum. Hér virka hinar almennu aðgerðir stjórnvalda einfaldlega ekki eins vel. Það er erfitt að setja naut á hlutabótaleið eða segja þeim upp. Evrópa lágmarkar tjónið Þetta er ekki séríslenskt, heldur er um að ræða almenn viðhorf sem gilda einnig í nágrannalöndum okkar. Að þeim sökum er Evrópusambandið að kippa úr sambandi markaðsreglum tímabundið til þess að stíga ölduna. Fínustu vínþrúgum, sem alla jafna eru notaðar í kampavín, er breytt í sótthreinsispritt. Sláturhúsum er greitt fyrir að frysta kjöt til að halda uppi verðinu. Evrópusambandið kaupir smjör og duft til þess eins að halda uppi verðinu. ESB beitir öllu vopnabúri sínu til þess að lágmarka tjónið fyrir sína bændur. Það er nefnilega um þessháttar tjón að ræða sem getur haft það í för með sér að bið verði á efnahagsbatanum, ef tjónið verðurn innlendir framleiðsluþættir skaðast varanlega. Þetta er þjóðaröryggismál Í nýlegu hefti af Economist var fjallað um þá lærdóma sem heimsbyggðin gæti lært af þessu ári. Eitt af þeim var að taka ólíklegum atburðum alvarlega og nefna þar sýklalyfjaónæmi sérstaklega. Um árabil hefur verið bent á það að fæðuöryggi og matvælaöryggi eru ekki orðin tóm eða markaðsbrellur. Heldur þjóðaröryggismál. Við höfum stjórn á þessum öryggisþáttum með því að hér sé innlend framleiðsla. Við höfum stjórn á aðbúnaði, lyfjanotkun og öðru sem máli skiptir. Það höfum við ekki ef við stórsköðum innlenda framleiðslu með því að stinga höfðinu í sandinn og treysta á að kennisetningar nýfrjálshyggjunnar leysi vandann. Það gera þær sjaldnast – heldur vanalega hlaða þær fjármunum til fámennrar stétt kapítalista. Á meðan sogast störf héðan á erlenda grundu og koma aldrei aftur. Höfundur er búfjárerfðafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Kári Gautason Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda skrifaði nokkra ádrepu í Mogganum í gær, vegna þess meinta þrýstings sem borist hefur frá bændum til stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna alvarlegs ástands sem blasir við á innlendum markaði. Ólafur Stephensen gerir lítið úr vandanum og telur að almennar aðgerðir séu nægjanlegar til þess að mæta honum. Það þykja mér óskynsamleg skrif. Vegna þess að hann lítur framhjá því hvernig landbúnaður sker sig frá öðrum framleiðslugreinum, sérstaklega við þessar aðstæður. Trú á kennisetningar í stað þess að reiða sig á rökhyggju hefðu ekki skilað miklum árangri í glímunni við þá veiru sem hrjáir okkur þessi misserin. Það sem á sér stað um þessar mundir er það að framboð á tollkvótum til Íslands hefur aukist mjög hratt. Þar er um að ræða mikið magn vegna viðskiptasamnings sem gerður var í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs. Grátt ofan í svart Aðalatriðið er þó að eftirspurnin hefur á þessu ári hríðfallið vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Sala á lambakjöti dróst saman um 25% á þriðja ársfjórðungi og verulegur samdráttur varð í nautakjötssölu. Til að bæta gráu ofan á svart var ferlinu sem býr til verðið á tollkvótunum breytt með þeim hætti að handvirkt framkallar það lægra verð. Niðurstaðan lætur ekki á sér standa. Verðið á tollkvótunum hefur lækkað mjög skarpt en hinsvegar virðist það ætla að láta bíða eftir sér að verðlækkunin skili sér til neytenda ef marka má gögn Hagstofunnar. En á sama tíma lækkar verð til bænda. Á að segja nautunum upp? Trúi maður í blindni á ósýnilega hönd markaðarins mæti ætla að bændur myndu einfaldlega draga úr framleiðslumagni til þess að aðlaga framboðið að eftirspurn. Það er hægara sagt en gert því framleiðsluferill búvara er langur. Ákvarðanir um framleiðslumagn á nautakjöti voru teknar af bændum fyrir 18-20 mánuðum síðan, þegar þeir settu á nautkálfa. Þessu til viðbótar er það hagur hvers og eins bónda að framleiða svo lengi sem hvert kg leggur eitthvað upp í fastan kostnað hvers bús. Það er vegna þess að yfirleitt eru heimili bænda undir sem veð fyrir rekstrinum. Hér virka hinar almennu aðgerðir stjórnvalda einfaldlega ekki eins vel. Það er erfitt að setja naut á hlutabótaleið eða segja þeim upp. Evrópa lágmarkar tjónið Þetta er ekki séríslenskt, heldur er um að ræða almenn viðhorf sem gilda einnig í nágrannalöndum okkar. Að þeim sökum er Evrópusambandið að kippa úr sambandi markaðsreglum tímabundið til þess að stíga ölduna. Fínustu vínþrúgum, sem alla jafna eru notaðar í kampavín, er breytt í sótthreinsispritt. Sláturhúsum er greitt fyrir að frysta kjöt til að halda uppi verðinu. Evrópusambandið kaupir smjör og duft til þess eins að halda uppi verðinu. ESB beitir öllu vopnabúri sínu til þess að lágmarka tjónið fyrir sína bændur. Það er nefnilega um þessháttar tjón að ræða sem getur haft það í för með sér að bið verði á efnahagsbatanum, ef tjónið verðurn innlendir framleiðsluþættir skaðast varanlega. Þetta er þjóðaröryggismál Í nýlegu hefti af Economist var fjallað um þá lærdóma sem heimsbyggðin gæti lært af þessu ári. Eitt af þeim var að taka ólíklegum atburðum alvarlega og nefna þar sýklalyfjaónæmi sérstaklega. Um árabil hefur verið bent á það að fæðuöryggi og matvælaöryggi eru ekki orðin tóm eða markaðsbrellur. Heldur þjóðaröryggismál. Við höfum stjórn á þessum öryggisþáttum með því að hér sé innlend framleiðsla. Við höfum stjórn á aðbúnaði, lyfjanotkun og öðru sem máli skiptir. Það höfum við ekki ef við stórsköðum innlenda framleiðslu með því að stinga höfðinu í sandinn og treysta á að kennisetningar nýfrjálshyggjunnar leysi vandann. Það gera þær sjaldnast – heldur vanalega hlaða þær fjármunum til fámennrar stétt kapítalista. Á meðan sogast störf héðan á erlenda grundu og koma aldrei aftur. Höfundur er búfjárerfðafræðingur.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun