Starfsmenn Hótel Selfoss „gengu, hjóluðu og hlupu“ til Austurríkis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2020 20:08 Starfsandinn hefur eflst og þjappað hópnum eftir að hreyfiáskorunin var sett á í nóvember enda tilvalið að njóta útiveru á meðan það er lítið að gera á hótelinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn Hótel Selfoss sitja ekki með hendur í skauti og bíða eftir því að heimsfaraldrinum ljúki því þeir hafa nýtt tímann til að hreyfa sig og efla starfsandann. Það gerðu þeir með því að ganga, hjóla og hlaupa þrjú þúsund kílómetra í nóvember, eða vegalengdina sem samsvarar því að komast í árlega skíðaferð hópsins til Austurríkis. Á meðan það er lítið sem ekkert að gera á Hótel Selfossi eins og á öðrum hótelum landsins vegna Covid-19 þá lætur starfsfólk ekki sitt eftir liggja. Félagarnir fóru í innbyrðis heilsuáskorun þar sem fólk fer út að ganga eða hlaupa og skráir kílómetrafjöldann niður samviskusamlega hjá sér. Starfsfólkið hefur síðustu þrjú ár farið í skíðaferð í janúar til Austurríkis en nú verður ekkert af slíkri ferð. Því var ákveðið að hreyfa sig sama kílómetra fjölda og ferðin tæki á skíðastaðinn, eða um tæplega þrjú þúsund kílómetra. „Það er náttúrlega búið að vera minna að gera hjá okkur þannig að við ákváðum að hrista aðeins upp starfsandann með því að vera með hreyfiáskorun. Þetta voru nákvæmlega 2.964 kílómetrar sem okkur tókst að klára í nóvember og við erum rosalega stolt af okkur. Verkefnið var mjög skemmtilegt en á sama tíma krefjandi. Það hristi líka verulega upp í starfsandanum hjá okkur, við erum öll voðalega kát og ánægð með sjálf okkur,“ segir Karen H. Karlsdóttir Svensen hótelstjóri á Hótel Selfossi. Starfsfólkið hefur farið þrisvar sinnum í skíðaferð til Austurríkis og er þá alltaf með þessar húfur meðferðis með appelsínum gulum dúski svo þau þekkist í mannmergðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna Katrínardóttir, veitingastjóri hótelsins, hélt utan um skipulag hreyfingarinnar í nóvember og á í rauninni heiðurinn af átakinu. „Já, það er þvílíkur kraftur í þessu fólk. Ég er mjög stolt af þeim. Upphaflega ákvað ég sjálf að hlaupa 100 kílómetra í október og skoraði í framhaldinu á alla að taka þátt með mér áfram í nóvember og undirtektirnar voru bara frábærar. Það er meiriháttar að vera „komin“ til Austurríkis á þennan hátt. Nú erum við byrjuð á nýrri áskorun fyrir desember“, segir Hrefna alsæl með sjálfan sig og samstarfsfólkið á Hótel Selfossi Hótel Selfoss hefur fengið að finna fyrir heimsfaraldrinum eins og önnur hótel í heiminum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Á meðan það er lítið sem ekkert að gera á Hótel Selfossi eins og á öðrum hótelum landsins vegna Covid-19 þá lætur starfsfólk ekki sitt eftir liggja. Félagarnir fóru í innbyrðis heilsuáskorun þar sem fólk fer út að ganga eða hlaupa og skráir kílómetrafjöldann niður samviskusamlega hjá sér. Starfsfólkið hefur síðustu þrjú ár farið í skíðaferð í janúar til Austurríkis en nú verður ekkert af slíkri ferð. Því var ákveðið að hreyfa sig sama kílómetra fjölda og ferðin tæki á skíðastaðinn, eða um tæplega þrjú þúsund kílómetra. „Það er náttúrlega búið að vera minna að gera hjá okkur þannig að við ákváðum að hrista aðeins upp starfsandann með því að vera með hreyfiáskorun. Þetta voru nákvæmlega 2.964 kílómetrar sem okkur tókst að klára í nóvember og við erum rosalega stolt af okkur. Verkefnið var mjög skemmtilegt en á sama tíma krefjandi. Það hristi líka verulega upp í starfsandanum hjá okkur, við erum öll voðalega kát og ánægð með sjálf okkur,“ segir Karen H. Karlsdóttir Svensen hótelstjóri á Hótel Selfossi. Starfsfólkið hefur farið þrisvar sinnum í skíðaferð til Austurríkis og er þá alltaf með þessar húfur meðferðis með appelsínum gulum dúski svo þau þekkist í mannmergðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna Katrínardóttir, veitingastjóri hótelsins, hélt utan um skipulag hreyfingarinnar í nóvember og á í rauninni heiðurinn af átakinu. „Já, það er þvílíkur kraftur í þessu fólk. Ég er mjög stolt af þeim. Upphaflega ákvað ég sjálf að hlaupa 100 kílómetra í október og skoraði í framhaldinu á alla að taka þátt með mér áfram í nóvember og undirtektirnar voru bara frábærar. Það er meiriháttar að vera „komin“ til Austurríkis á þennan hátt. Nú erum við byrjuð á nýrri áskorun fyrir desember“, segir Hrefna alsæl með sjálfan sig og samstarfsfólkið á Hótel Selfossi Hótel Selfoss hefur fengið að finna fyrir heimsfaraldrinum eins og önnur hótel í heiminum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira