„2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. desember 2020 11:31 Brynjar er margfaldur Íslandsmeistari. STÖÐ 2 SPORT SKJÁSKOT Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, sér ekki eftir því að hafa leikið með Tindastóli tímabilið 2018/2019. Hann segir að hann hafi þurft að breyta til, yfirgefa uppeldisfélagið KR og finna gleðina fyrir körfuboltanum á ný. Körfuboltakvöldið er á ís vegna kórónuveirunnar eins og er, en Brynjar hefur leikið með KR allan sinn feril á Íslandi ef undanskilið er tímabilið 2018/2019. Þá ákvað Brynjar að semja við Tindastól, sem kom mörgum í opna skjöldu, en Brynjar gerði upp tímann hjá Stólunum í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þetta er áður en allt fór til fjandans,“ sagði Brynjar um leikinn gegn Breiðabliki þar sem hann setti Íslandsmet yfir flesta þrista í sögu efstu deildar í körfubolta. En hvað fór til fjandans? „Þetta var rosalega erfitt en þegar ég horfi til baka þá var þetta mjög gaman. Það voru teknar rangar ákvarðanir. Við leyfum Urald King að fara í eins og hálfs mánaðar fæðingarorlof á miðju tímabili. Við fáum leikmann sem fittaði meira inn í það sem við vorum að gera í PJ þó að Urald líti frábærlega út.“ „Það var góður stígandi og PJ var sendur heim því Urald átti að koma til baka en hann var ekki í sama forminu. Hann meiðist svo og lendum í spíral. Sjálfstraustið var í botni fyrir jól en svo fer PJ, Urald kemur aftur og ég ræddi við Dino, Króatann. Ég spurði hann hvort að við hefðum lent í SpaceJam því maður fann það að eitthvað hafði breyst.“ Brynjar sér ekki eftir að hafa flutt í Skagafjörðinn og hann segir að eftir tímabilið 2017/2018 hafi hann þurft að breyta til. „Þetta var geggjað. Það var frábært að fara þarna norður og upplifa lífið í Skagafirði. Maður á frábæra vini þarna og ég er fullur þakklætis að þeir hafi viljað fá mig norður. Ég kom ferskari til baka. Leið og ég mætti á svæðið þá fann ég fyrir tilfinningunni sem er ástæðan fyrir því að ég er að æfa og spila körfubolta.“ „Ég var búinn að missa hana í KR. 2018 tímabilið í KR var hrein martröð. Tölfræðin mín, tölfræði liðsins og allt sem var í gangi var mjög lélegt. Það er ótrúlegt að við höfum náð að vinna þann Íslandsmeistaratitil það árið. Það er Bjössa Kristjáns að þakka,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar um tímann á Sauðárkróki Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll KR Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, sér ekki eftir því að hafa leikið með Tindastóli tímabilið 2018/2019. Hann segir að hann hafi þurft að breyta til, yfirgefa uppeldisfélagið KR og finna gleðina fyrir körfuboltanum á ný. Körfuboltakvöldið er á ís vegna kórónuveirunnar eins og er, en Brynjar hefur leikið með KR allan sinn feril á Íslandi ef undanskilið er tímabilið 2018/2019. Þá ákvað Brynjar að semja við Tindastól, sem kom mörgum í opna skjöldu, en Brynjar gerði upp tímann hjá Stólunum í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þetta er áður en allt fór til fjandans,“ sagði Brynjar um leikinn gegn Breiðabliki þar sem hann setti Íslandsmet yfir flesta þrista í sögu efstu deildar í körfubolta. En hvað fór til fjandans? „Þetta var rosalega erfitt en þegar ég horfi til baka þá var þetta mjög gaman. Það voru teknar rangar ákvarðanir. Við leyfum Urald King að fara í eins og hálfs mánaðar fæðingarorlof á miðju tímabili. Við fáum leikmann sem fittaði meira inn í það sem við vorum að gera í PJ þó að Urald líti frábærlega út.“ „Það var góður stígandi og PJ var sendur heim því Urald átti að koma til baka en hann var ekki í sama forminu. Hann meiðist svo og lendum í spíral. Sjálfstraustið var í botni fyrir jól en svo fer PJ, Urald kemur aftur og ég ræddi við Dino, Króatann. Ég spurði hann hvort að við hefðum lent í SpaceJam því maður fann það að eitthvað hafði breyst.“ Brynjar sér ekki eftir að hafa flutt í Skagafjörðinn og hann segir að eftir tímabilið 2017/2018 hafi hann þurft að breyta til. „Þetta var geggjað. Það var frábært að fara þarna norður og upplifa lífið í Skagafirði. Maður á frábæra vini þarna og ég er fullur þakklætis að þeir hafi viljað fá mig norður. Ég kom ferskari til baka. Leið og ég mætti á svæðið þá fann ég fyrir tilfinningunni sem er ástæðan fyrir því að ég er að æfa og spila körfubolta.“ „Ég var búinn að missa hana í KR. 2018 tímabilið í KR var hrein martröð. Tölfræðin mín, tölfræði liðsins og allt sem var í gangi var mjög lélegt. Það er ótrúlegt að við höfum náð að vinna þann Íslandsmeistaratitil það árið. Það er Bjössa Kristjáns að þakka,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar um tímann á Sauðárkróki Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll KR Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira