Góður svefn og meira kynlíf Sandra Mjöll Jónsdóttir- Buch skrifar 7. desember 2020 11:01 Nýlegar rannsóknir sýna, svo ekki sé um villst, að góður svefn er okkur lífsnauðsynlegur og bætir líðan og frammistöðu á mörgum sviðum. Þar á meðal innan veggja svefnherbergisins. Því miður eru svefnvandamál samt gífurlega algeng og skerða lífsgæði fólks um allan heim verulega. Mikil vitundarvakning um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu hefur þó sem betur fer átt sér stað undanfarin ár og hafa sérfræðingar bent á ýmis heilsuvandamál sem geta fylgt skertum svefni. En hvaða áhrif hefur svefnleysi á kynlíf, kynlöngun og frjósemi? Þegar kynlífsvenjur fólks eru skoðaðar í rannsóknum kemur í ljós að við stundum minna kynlíf nú en áður. Þegar fólk er spurt hvers vegna það stundi ekki meira kynlíf, þá er algengasta svarið að það sé of þreytt til þess. Þetta á sérstaklega við um konur, en um 40% kvenna segjast hafa litla kynlöngun. Þessar konur eru oft leiðar á ástandinu og vilja finna lausnir til að auka kynhvöt. Það vilja bólfélagar þeirra oft líka. Svefnvandamál skerða kynlöngun Talið er líklegt að í sumum tilvikum sé hægt að rekja skerta kynlöngun til svefnvandamála og hafa bættar svefnvenjur gefið góða raun hjá fólki sem kvartar undan kyndeyfð. Þá hafa rannsóknir sýnt að konur eru mun líklegri til að stunda kynlíf daginn eftir að hafa fengið nægan svefn og upplifa að eigin sögn meiri löngun. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar skoðað er hversu algeng svefnvandamál eru, sérstaklega meðal kvenna. Það er algengt að svefntruflanir kvenna komi í kjölfar hormónabreytinga sem eiga sér til dæmis stað við barneignir, á meðgöngu, við kynþroska og tíðahvörf. Þessi svefnvandamál geta í mörgum tilfellum þróast yfir í langvarandi svefnleysi sem hefur áhrif á kynlöngun og kynhvöt kvenna til langs tíma ef ekkert er að gert. Svefntruflanir geta valdið risvandamálum Skertur svefn og svefntruflanir hafa líka bein áhrif á kynlíf karlmanna. Of lítill svefn getur dregið úr magni sáðfruma hjá körlum og eru risvandamál algengari hjá þeim körlum sem vakna oft upp á nóttunni, til dæmis hjá þeim sem eru með kæfisvefn. Í báðum tilfellum er framleiðsla kynhormónsins testósteróns minnkuð, en karlar framleiða og losa testósterón meðan þeir sofa. Það er því ljóst að góður svefn gegnir mjög mikilvægu hlutverki í frjósemi og kynheilsu karlmanna. Svefn og kynlíf eru hvoru tveggja hluti af grunnþörfum mannsins, en þrátt fyrir að mikil vitundarvakning hafi átt sér stað undanfarið virðast fáir tengja þessa tvo mikilvægu þætti saman. Því er enn margt á huldu varðandi samspilið þeirra á milli. Við vitum þó að góður og nægur svefn er grundvallarþáttur í vellíðan einstaklinga, minnkar líkur á ýmsum sjúkdómum og getur aukið lífshamingjuna til muna, t.d. með því að bæta kynlífið. Til eru fjölmörg ráð til að bæta svefninn og hvet ég lesendur til að kynna sér þau og huga vel að svefninum, því ávinningurinn er mikill. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum, frumkvöðull og starfar hjá Florealis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Kynlíf Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlegar rannsóknir sýna, svo ekki sé um villst, að góður svefn er okkur lífsnauðsynlegur og bætir líðan og frammistöðu á mörgum sviðum. Þar á meðal innan veggja svefnherbergisins. Því miður eru svefnvandamál samt gífurlega algeng og skerða lífsgæði fólks um allan heim verulega. Mikil vitundarvakning um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu hefur þó sem betur fer átt sér stað undanfarin ár og hafa sérfræðingar bent á ýmis heilsuvandamál sem geta fylgt skertum svefni. En hvaða áhrif hefur svefnleysi á kynlíf, kynlöngun og frjósemi? Þegar kynlífsvenjur fólks eru skoðaðar í rannsóknum kemur í ljós að við stundum minna kynlíf nú en áður. Þegar fólk er spurt hvers vegna það stundi ekki meira kynlíf, þá er algengasta svarið að það sé of þreytt til þess. Þetta á sérstaklega við um konur, en um 40% kvenna segjast hafa litla kynlöngun. Þessar konur eru oft leiðar á ástandinu og vilja finna lausnir til að auka kynhvöt. Það vilja bólfélagar þeirra oft líka. Svefnvandamál skerða kynlöngun Talið er líklegt að í sumum tilvikum sé hægt að rekja skerta kynlöngun til svefnvandamála og hafa bættar svefnvenjur gefið góða raun hjá fólki sem kvartar undan kyndeyfð. Þá hafa rannsóknir sýnt að konur eru mun líklegri til að stunda kynlíf daginn eftir að hafa fengið nægan svefn og upplifa að eigin sögn meiri löngun. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar skoðað er hversu algeng svefnvandamál eru, sérstaklega meðal kvenna. Það er algengt að svefntruflanir kvenna komi í kjölfar hormónabreytinga sem eiga sér til dæmis stað við barneignir, á meðgöngu, við kynþroska og tíðahvörf. Þessi svefnvandamál geta í mörgum tilfellum þróast yfir í langvarandi svefnleysi sem hefur áhrif á kynlöngun og kynhvöt kvenna til langs tíma ef ekkert er að gert. Svefntruflanir geta valdið risvandamálum Skertur svefn og svefntruflanir hafa líka bein áhrif á kynlíf karlmanna. Of lítill svefn getur dregið úr magni sáðfruma hjá körlum og eru risvandamál algengari hjá þeim körlum sem vakna oft upp á nóttunni, til dæmis hjá þeim sem eru með kæfisvefn. Í báðum tilfellum er framleiðsla kynhormónsins testósteróns minnkuð, en karlar framleiða og losa testósterón meðan þeir sofa. Það er því ljóst að góður svefn gegnir mjög mikilvægu hlutverki í frjósemi og kynheilsu karlmanna. Svefn og kynlíf eru hvoru tveggja hluti af grunnþörfum mannsins, en þrátt fyrir að mikil vitundarvakning hafi átt sér stað undanfarið virðast fáir tengja þessa tvo mikilvægu þætti saman. Því er enn margt á huldu varðandi samspilið þeirra á milli. Við vitum þó að góður og nægur svefn er grundvallarþáttur í vellíðan einstaklinga, minnkar líkur á ýmsum sjúkdómum og getur aukið lífshamingjuna til muna, t.d. með því að bæta kynlífið. Til eru fjölmörg ráð til að bæta svefninn og hvet ég lesendur til að kynna sér þau og huga vel að svefninum, því ávinningurinn er mikill. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum, frumkvöðull og starfar hjá Florealis.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun