Króatía áfram með fullt hús stiga og Svartfjallaland komst naumlega áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2020 19:35 Leikmenn Króatíu fagna sigri dagsins. EPA-EFE/CLAUS FISKER Tveimur leikjum af fjórum á Evrópumóti kvenna í handbolta er nú lokið. Króatía og Svartfjallaland unnu bæði eins marks sigur og eru komin áfram í milliriðla. Króatía vann nauman eins marks sigur á Serbíu í C-riðli í kvöld, lokatölur 25-24. Króatía fer því áfram með fullt hús stiga að lokinni riðlakeppninni. Svarfjallaland vann einnig nauman eins marks sigur á Slóveníu í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli, lokatölur 26-25. Leikur Króatíu og Serbíu var gífurlega spennandi frá fyrstu mínútu. Var staðan jöfn 14-14 í hálfleik en í þeim síðari reyndust Króatar ögn sterkari. Vann liðið eins marks sigur, 25-24 og endar því C-riðil með fullt hús stiga. WATCH: Ana Debelic steals the ball in the dying seconds and ensures @HRStwitt take their third #ehfeuro2020 win #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/REsfYmtfSj— EHF EURO (@EHFEURO) December 8, 2020 Dora Krisnik var markahæst í liði Króatíu með sex mörk en Katarina Krpez-Slezak var markahæst með fimm mörk í liði Serbíu. Serbía er sem stendur í 3. sæti með tvö stig en Ungverjaland og Holland mætast síðar í kvöld. Svartafjallaland og Slóvenía mættust í hreinum úrslitaleik um sæti milliriðli. Liðin mættust í lokaleik A-riðils og fór það svo að Svartfellingar höfðu á endanum betur. Góð byrjun tryggði liðinu sigur en Svartfjallaland leiddi með sex mörkum í hálfleik, staðan þá 15-9. Slóvenía klóraði í bakkann í síðari hálfleik en það dugði á endanum ekki til, lokatölur 26-25. Congratulations to @jokarad4, the @grundfos Player of the Match tonight for @rukometnisavez ! She was their top scorer with 9 goals#ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/iCFnnbshuN— EHF EURO (@EHFEURO) December 8, 2020 Svartfjallaland kemst þar í milliriðil – án stiga – á meðan Slóvenía heldur heim á leið. Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Sjá meira
Króatía vann nauman eins marks sigur á Serbíu í C-riðli í kvöld, lokatölur 25-24. Króatía fer því áfram með fullt hús stiga að lokinni riðlakeppninni. Svarfjallaland vann einnig nauman eins marks sigur á Slóveníu í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli, lokatölur 26-25. Leikur Króatíu og Serbíu var gífurlega spennandi frá fyrstu mínútu. Var staðan jöfn 14-14 í hálfleik en í þeim síðari reyndust Króatar ögn sterkari. Vann liðið eins marks sigur, 25-24 og endar því C-riðil með fullt hús stiga. WATCH: Ana Debelic steals the ball in the dying seconds and ensures @HRStwitt take their third #ehfeuro2020 win #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/REsfYmtfSj— EHF EURO (@EHFEURO) December 8, 2020 Dora Krisnik var markahæst í liði Króatíu með sex mörk en Katarina Krpez-Slezak var markahæst með fimm mörk í liði Serbíu. Serbía er sem stendur í 3. sæti með tvö stig en Ungverjaland og Holland mætast síðar í kvöld. Svartafjallaland og Slóvenía mættust í hreinum úrslitaleik um sæti milliriðli. Liðin mættust í lokaleik A-riðils og fór það svo að Svartfellingar höfðu á endanum betur. Góð byrjun tryggði liðinu sigur en Svartfjallaland leiddi með sex mörkum í hálfleik, staðan þá 15-9. Slóvenía klóraði í bakkann í síðari hálfleik en það dugði á endanum ekki til, lokatölur 26-25. Congratulations to @jokarad4, the @grundfos Player of the Match tonight for @rukometnisavez ! She was their top scorer with 9 goals#ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/iCFnnbshuN— EHF EURO (@EHFEURO) December 8, 2020 Svartfjallaland kemst þar í milliriðil – án stiga – á meðan Slóvenía heldur heim á leið.
Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Sjá meira