Einmanaleiki er vandamál Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 9. desember 2020 18:59 Einmanaleiki er skilgreindur sem hin óþægilega tilfinning sem fylgir því að upplifa að félagsþörf manns er ekki mætt. Rannsóknir hafa sýnt að eldra fólk er oftar einmana en einmanaleiki hefur aukist í öllum aldurshópum. Rannsóknir sýna að vaxandi einmanaleiki er hjá ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Kostnaður samfélagsins og einstaklinga er hár vegna einmanaleika og af margvíslegum hætti. Í nýútkominni skýrslu Rannsóknar og Greiningar um ungt fólk frá október síðastliðnum kemur í ljós að meðal nemenda í 8, 9, 10 bekk hefðu að 39% þeirra upplifað meiri eða aðeins meiri einmanaleika á þessu ári sem nú er að kveðja. Áhrifin eru margvísleg Heilsufarsleg áhrif einmanaleika eru mikil en vaxandi fjöldi rannsókna bendir til að einmanaleiki auki líkur á alvarlegum sjúkdómum. Einmanaleiki flýtir fyrir öldrun, tengsl eru við hjarta- og æðasjúkdóma en einnig við vissar tegundir geðsjúkdóma, sjálfsvíga og minni vitsmunalegri getu. Einmanleiki eykur líkur á elliglöpum og Alzheimer. Í einverunni geta ýmsir draugar verið á kreiki. Þeir sem eru einmanna eru líklegri til að verða reiðari, bregðast við erfiðleikum með neikvæðni og kvíða og jafnvel í verstu tilfellum verða jaðarsett í samfélaginu. Því eru þessir einstaklingar líklegri til að styðja íhaldssamari eða öfgakenndar skoðanir í samfélaginu. Þeir sem eru einmanna upplifa samfélagið sem ógnandi og eru því mun stressaðri en aðrir og eiga erfiðara með svefn. Á heildina geta því einstaklingar sem eru einmana upplifað samfélagið sem hættulegt og ógnandi í einangrun sinni. Tækninýjungar og samfélagsmiðlanotkun eykur tilfinningu fólks fyrir því að það sé eitt og ýtir undir að líf þeirra sé ekki eins gott eins og annarra. Félagslegur samanburður og samkeppni hafa aukist sem heftir og kemur í veg fyrir samkennd fólks Hvað er til ráða? Hvernig getum við brugðist við þessu vandamáli, nú á aðventunni er auðvelt fyrir þá sem upplifa sig einmana að finnast jólaljósin hjá nágrannanum vera heldur skærari en hann upplifir í eigin ranni, jafnvel svo skær að þau særa. Við sem samfélag getum gert betur með að efla félagslega hæfni fólks með stuðningi og gefa þessu vandamáli athygli. Árið 2018 var sett á laggirnar í Bretlandi sérstakt ráðuneyti einmanaleika. Þar er félagsleg einangrun umtalsvert vandamál. Talið er að einn af hverju sjö íbúum landsins telja sig vera einmana. Það þýðir að tæplega 10 milljónir manna í Bretlandi upplifi sig einmana. Það er líklega of stuttur tími liðin til að meta áhrif þessar aðgerðar en það er öruggt að slík viðurkenning á vandamálinu skipti miklu máli. Árið og faraldur hverfur í aldanna skaut Senn líður þessi erfiði tími undir lok ,en verkefnin eru ærin sem eftir standa við að rétta úr kútnum. Kannski er ekki best að komast á sama stað og áður, heldur á betri stað. Ef okkur tekst að nálgast þetta vandamál þá erum við á betri stað. Við eigum von um aukin samskipti en þeir sem upplifa einmanaleika ganga lengri og þrengri stíg að ná því. Það er þjóðhagslegur ávinningur að ná til þeirra sem upplifa sig einmana því við erum saman en ein í sitt hvoru horninu. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Einmanaleiki er skilgreindur sem hin óþægilega tilfinning sem fylgir því að upplifa að félagsþörf manns er ekki mætt. Rannsóknir hafa sýnt að eldra fólk er oftar einmana en einmanaleiki hefur aukist í öllum aldurshópum. Rannsóknir sýna að vaxandi einmanaleiki er hjá ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Kostnaður samfélagsins og einstaklinga er hár vegna einmanaleika og af margvíslegum hætti. Í nýútkominni skýrslu Rannsóknar og Greiningar um ungt fólk frá október síðastliðnum kemur í ljós að meðal nemenda í 8, 9, 10 bekk hefðu að 39% þeirra upplifað meiri eða aðeins meiri einmanaleika á þessu ári sem nú er að kveðja. Áhrifin eru margvísleg Heilsufarsleg áhrif einmanaleika eru mikil en vaxandi fjöldi rannsókna bendir til að einmanaleiki auki líkur á alvarlegum sjúkdómum. Einmanaleiki flýtir fyrir öldrun, tengsl eru við hjarta- og æðasjúkdóma en einnig við vissar tegundir geðsjúkdóma, sjálfsvíga og minni vitsmunalegri getu. Einmanleiki eykur líkur á elliglöpum og Alzheimer. Í einverunni geta ýmsir draugar verið á kreiki. Þeir sem eru einmanna eru líklegri til að verða reiðari, bregðast við erfiðleikum með neikvæðni og kvíða og jafnvel í verstu tilfellum verða jaðarsett í samfélaginu. Því eru þessir einstaklingar líklegri til að styðja íhaldssamari eða öfgakenndar skoðanir í samfélaginu. Þeir sem eru einmanna upplifa samfélagið sem ógnandi og eru því mun stressaðri en aðrir og eiga erfiðara með svefn. Á heildina geta því einstaklingar sem eru einmana upplifað samfélagið sem hættulegt og ógnandi í einangrun sinni. Tækninýjungar og samfélagsmiðlanotkun eykur tilfinningu fólks fyrir því að það sé eitt og ýtir undir að líf þeirra sé ekki eins gott eins og annarra. Félagslegur samanburður og samkeppni hafa aukist sem heftir og kemur í veg fyrir samkennd fólks Hvað er til ráða? Hvernig getum við brugðist við þessu vandamáli, nú á aðventunni er auðvelt fyrir þá sem upplifa sig einmana að finnast jólaljósin hjá nágrannanum vera heldur skærari en hann upplifir í eigin ranni, jafnvel svo skær að þau særa. Við sem samfélag getum gert betur með að efla félagslega hæfni fólks með stuðningi og gefa þessu vandamáli athygli. Árið 2018 var sett á laggirnar í Bretlandi sérstakt ráðuneyti einmanaleika. Þar er félagsleg einangrun umtalsvert vandamál. Talið er að einn af hverju sjö íbúum landsins telja sig vera einmana. Það þýðir að tæplega 10 milljónir manna í Bretlandi upplifi sig einmana. Það er líklega of stuttur tími liðin til að meta áhrif þessar aðgerðar en það er öruggt að slík viðurkenning á vandamálinu skipti miklu máli. Árið og faraldur hverfur í aldanna skaut Senn líður þessi erfiði tími undir lok ,en verkefnin eru ærin sem eftir standa við að rétta úr kútnum. Kannski er ekki best að komast á sama stað og áður, heldur á betri stað. Ef okkur tekst að nálgast þetta vandamál þá erum við á betri stað. Við eigum von um aukin samskipti en þeir sem upplifa einmanaleika ganga lengri og þrengri stíg að ná því. Það er þjóðhagslegur ávinningur að ná til þeirra sem upplifa sig einmana því við erum saman en ein í sitt hvoru horninu. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar