Ísland endar árið í 46. sæti FIFA-listans | Belgía á toppnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2020 09:45 Ísland tapaði naumlega gegn Englandi á Laugardalsvelli síðasta sumar. England er í 4. sæti á nýjum heimslista FIFA. Vísir/Hulda Margrét FIFA birti í dag uppfærðan heimslista, þann síðasta fyrir árið 2020. Ísland er í 46. sæti, Belgía endar þriðja árið í röð á toppi listans og Ungverjaland er sú þjóð sem stökk hvað hæst upp listann á árinu 2020. Árið var að sjálfsögðu merkilegt fyrir margar sakir og í frétt á vef FIFA þar sem farið er yfir það helsta sem gerðist í ár er tekið fram að aðeins fóru 352 landsleikir fram á árinu 2020. Í fyrra voru þeir 1082 og þarf að fara aftur til 1987 til að finna ár þar sem færri landsleikir voru leiknir. Belgía endar árið á toppi heimslistans líkt og undanfarin þrjú ár. Efstu fjögur lið listans halda öll sínum sætum en Portúgal stekkur hins vegar upp í fimmta sæti listans. Hér að neðan má sjá efstu tíu lið listans ásamt nokkrum vel völdum þjóðum. Ungverjaland endar í 40. sæti okkur Íslendingum til mikils ama. Sigur þeirra gegn Íslandi í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sumarið 2021 spilar þar stóran þátt en Ungverjar voru sú þjóð sem tók hvað stærst stökk upp á heimslistanum í ár. Ungverjaland tapaði aðeins einum af þeim átta landsleikjum sem liðið lék í ár. Ísland er í 46. sæti á síðasta heimslista FIFA á árinu.#fyririsland https://t.co/WzdaZ2SDUm— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 10, 2020 Þá er Ísland í 46. sæti listans. Hér að neðan má sjá efstu tíu lönd listans ásamt frændum vorum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Færeyjum ásamt þeim liðum sem leika með Íslandi í undankeppni HM sem fram fer í Katar undir lok árs 2022. Efstu tíu ásamt vel völdum þjóðum 1. Belgía 2. Frakkland 3. Brasilía 4. England 5. Portúgal 6. Spánn 7. Argentína 8. Úrúgvæ 9. Mexíkó 10. Ítalía 12. Danmörk 13. Þýskaland 20. Svíþjóð 37. Rúmenía46. Ísland 65. Norður-Makedónía 99. Armenía 107. Færeyjar 181. Liechtenstein Fótbolti FIFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Árið var að sjálfsögðu merkilegt fyrir margar sakir og í frétt á vef FIFA þar sem farið er yfir það helsta sem gerðist í ár er tekið fram að aðeins fóru 352 landsleikir fram á árinu 2020. Í fyrra voru þeir 1082 og þarf að fara aftur til 1987 til að finna ár þar sem færri landsleikir voru leiknir. Belgía endar árið á toppi heimslistans líkt og undanfarin þrjú ár. Efstu fjögur lið listans halda öll sínum sætum en Portúgal stekkur hins vegar upp í fimmta sæti listans. Hér að neðan má sjá efstu tíu lið listans ásamt nokkrum vel völdum þjóðum. Ungverjaland endar í 40. sæti okkur Íslendingum til mikils ama. Sigur þeirra gegn Íslandi í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sumarið 2021 spilar þar stóran þátt en Ungverjar voru sú þjóð sem tók hvað stærst stökk upp á heimslistanum í ár. Ungverjaland tapaði aðeins einum af þeim átta landsleikjum sem liðið lék í ár. Ísland er í 46. sæti á síðasta heimslista FIFA á árinu.#fyririsland https://t.co/WzdaZ2SDUm— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 10, 2020 Þá er Ísland í 46. sæti listans. Hér að neðan má sjá efstu tíu lönd listans ásamt frændum vorum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Færeyjum ásamt þeim liðum sem leika með Íslandi í undankeppni HM sem fram fer í Katar undir lok árs 2022. Efstu tíu ásamt vel völdum þjóðum 1. Belgía 2. Frakkland 3. Brasilía 4. England 5. Portúgal 6. Spánn 7. Argentína 8. Úrúgvæ 9. Mexíkó 10. Ítalía 12. Danmörk 13. Þýskaland 20. Svíþjóð 37. Rúmenía46. Ísland 65. Norður-Makedónía 99. Armenía 107. Færeyjar 181. Liechtenstein
1. Belgía 2. Frakkland 3. Brasilía 4. England 5. Portúgal 6. Spánn 7. Argentína 8. Úrúgvæ 9. Mexíkó 10. Ítalía 12. Danmörk 13. Þýskaland 20. Svíþjóð 37. Rúmenía46. Ísland 65. Norður-Makedónía 99. Armenía 107. Færeyjar 181. Liechtenstein
Fótbolti FIFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira