Kona fékk ofgreiddar bætur, missti húsið og Tryggingastofnun uppskar 65 þúsund krónur Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2020 11:53 Tryggingastofnun krafðist nauðungasölu á fasteign konunnar við innheimtu á 590 þúsund krónum. Sneri innheimtan að ofgreiddum bótum. Sigríður Lillý Baldursdóttir er forstjóri TR. Umboðsmaður Alþingis telur að Tryggingastofnun hafi ekki gætt meðalhófs við innheimtu í máli konu sem krafin var um endurgreiðslu á 590 þúsund krónum vegna ofgreiddra bóta. Stofnunin krafðist nauðungarsölu á fasteign í eigu konunnar sem boðin var upp og seld á 23 milljónir króna. Tryggingastofnun fékk um 65 þúsund krónur í sinn hlut eftir að innheimtukostnaður hafði verið dreginn frá en eftirstöðvarnar voru afskrifaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Þar segir að þrátt fyrir að Tryggingastofnun hafi heimildir til að krefjast endurgreiðslu á ofgreiddum bótum beri stofnuninni að gæta meðalhófs við slíka innheimtu. „Af því leiðir að stofnuninni er skylt að meta fyrir fram hvort krefjast eigi nauðungarsölu á heimilum bótaþega.“ Aflaði tekna erlendis á sama tíma og hún þáði endurhæfingarlífeyri Í álitinu kemur fram að samkvæmt gögnum hafi konan fengið greiddan endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun á árinu 2016. Á sama ári hafi hún aflað tekna erlendis. Að mati stofnunarinnar höfðu tekjurnar í för með sér að hún hafði fengið ofgreiddar bætur á árinu, alls um 590 þúsund krónur. Tryggingastofnun byggði aðgerðir sínar á að einstaklingurinn sem átti í hlut hefði sýnt af sér tómlæti í málinu. Hafi konan ekki brugðist við innheimtubréfum og hefði því haft tækifæri til að afstýra því að málið færi á þennan veg. Kjartan Bjarni Björgvinsson er settur umboðsmaður Alþingis.EFTA Brást skyldum sínum Settur umboðsmaður segir í álitinu að Tryggingastofnun hafi ekki rannsakað nægilega hvers eðlis erlendar tekjur konunnar voru, auk þess sem stofnunin hafi látið hjá líða að upplýsa konuna um rétt hennar til að óska eftir undanþágu frá endurkröfunni. „Þá láðist stofnuninni að leggja á það mat hvort nauðsynlegt væri að krefjast nauðungarsölu á heimili [konunnar], í samræmi við meðalhófsregluna, áður en salan fór fram.“ Í álitinu segir að við þessar aðstæður hafi engu að síður hvílt á stofnuninni ákveðnar skyldur sem stofnunin hafi brugðist. Þannig hefði Tryggingastofnun ekki lagt mat á nauðsyn þess að fara fram á nauðungarsölu til að innheimta kröfuna áður en það var gert. Ekki hefði heldur verið upplýst með fullnægjandi hætti hversu há endurkrafan ætti að vera eða veittar leiðbeiningar um að hægt væri að óska eftir undanþágu frá henni. Leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi Í áliti setts umboðsmanns mælist hann til að Tryggingastofnun leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi, kæmi fram beiðni þess efnis. „Að öðru leyti yrði það að vera verkefni dómstóla að meta réttaráhrif annmarkanna, yrði sú leið fyrir valinu. Þá beindi settur umboðsmaður því til stofnunarinnar að meta hvort tilefni væri til að taka almennt verklag hennar til skoðunar til að tryggja að meðferð endurkröfumála væri í samræmi við lög að því er varðaði að leiðbeina einstaklingum um að þeir gætu sótt um undanþágu frá endurkröfu,“ segir á vef umboðsmanns. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Félagsmál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Tryggingastofnun fékk um 65 þúsund krónur í sinn hlut eftir að innheimtukostnaður hafði verið dreginn frá en eftirstöðvarnar voru afskrifaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Þar segir að þrátt fyrir að Tryggingastofnun hafi heimildir til að krefjast endurgreiðslu á ofgreiddum bótum beri stofnuninni að gæta meðalhófs við slíka innheimtu. „Af því leiðir að stofnuninni er skylt að meta fyrir fram hvort krefjast eigi nauðungarsölu á heimilum bótaþega.“ Aflaði tekna erlendis á sama tíma og hún þáði endurhæfingarlífeyri Í álitinu kemur fram að samkvæmt gögnum hafi konan fengið greiddan endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun á árinu 2016. Á sama ári hafi hún aflað tekna erlendis. Að mati stofnunarinnar höfðu tekjurnar í för með sér að hún hafði fengið ofgreiddar bætur á árinu, alls um 590 þúsund krónur. Tryggingastofnun byggði aðgerðir sínar á að einstaklingurinn sem átti í hlut hefði sýnt af sér tómlæti í málinu. Hafi konan ekki brugðist við innheimtubréfum og hefði því haft tækifæri til að afstýra því að málið færi á þennan veg. Kjartan Bjarni Björgvinsson er settur umboðsmaður Alþingis.EFTA Brást skyldum sínum Settur umboðsmaður segir í álitinu að Tryggingastofnun hafi ekki rannsakað nægilega hvers eðlis erlendar tekjur konunnar voru, auk þess sem stofnunin hafi látið hjá líða að upplýsa konuna um rétt hennar til að óska eftir undanþágu frá endurkröfunni. „Þá láðist stofnuninni að leggja á það mat hvort nauðsynlegt væri að krefjast nauðungarsölu á heimili [konunnar], í samræmi við meðalhófsregluna, áður en salan fór fram.“ Í álitinu segir að við þessar aðstæður hafi engu að síður hvílt á stofnuninni ákveðnar skyldur sem stofnunin hafi brugðist. Þannig hefði Tryggingastofnun ekki lagt mat á nauðsyn þess að fara fram á nauðungarsölu til að innheimta kröfuna áður en það var gert. Ekki hefði heldur verið upplýst með fullnægjandi hætti hversu há endurkrafan ætti að vera eða veittar leiðbeiningar um að hægt væri að óska eftir undanþágu frá henni. Leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi Í áliti setts umboðsmanns mælist hann til að Tryggingastofnun leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi, kæmi fram beiðni þess efnis. „Að öðru leyti yrði það að vera verkefni dómstóla að meta réttaráhrif annmarkanna, yrði sú leið fyrir valinu. Þá beindi settur umboðsmaður því til stofnunarinnar að meta hvort tilefni væri til að taka almennt verklag hennar til skoðunar til að tryggja að meðferð endurkröfumála væri í samræmi við lög að því er varðaði að leiðbeina einstaklingum um að þeir gætu sótt um undanþágu frá endurkröfu,“ segir á vef umboðsmanns. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Félagsmál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira