Líkamsræktarstöðvar og sóttvarnir Lars Óli Jessen skrifar 10. desember 2020 16:00 Hingað til hef ég setið á skoðunum mínum um sóttvarnaraðgerðir. Almennt séð tel ég rödd vísinda vera réttmætari en aðrar raddir, enda byggja fræðimenn rök sín svo gott sem eingöngu á staðreyndum. Verandi menntaður lýðheilsufræðingur og starfandi við rekstur á líkamsrækt finnst mér ég á einhvern hátt sitja báðum megin við borðið í þessari umræðu. Samkomutakmarkanir hef ég hingað til að mestu leyti stutt, einnig hvað varðar lokanir líkamsræktarstöðva. Alltaf erum við að læra meira og meira á þessa veiru og nú finnst mér eins og yfirvöld hræðist að skipta um hest í miðri á. Nú hafa 5.524 smit verið staðfest hérlendis. Þar af eru 36 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og 74 afleidd smit, samtals 110 smit. Ekki nema 0,65% smita má því rekja beint til líkamsræktarstöðva og tæplega 2% ef afleidd smit eru talin með. Vissulega væru tölurnar hærri ef ekki væri fyrir lokun líkamsræktarstöðva stóran hluta ársins, en í stóra samhenginu spyr maður sig hvort fórnarkostnaðurinn sé þess virði. Samkomutakmarkanir hafa fyrst og síðast þann tilgang að koma í veg fyrir veikindi fólks, fækka dauðsföllum og halda heilsufarslegum skaða þjóðarinnar í lágmarki – allt eru þetta form af því að standa vörð um heilsu almennings. En hvaða áhrif hafa lokanir líkamsræktarstöðva á heilsufar þjóðarinnar? Heilsa hversu margra ætli hafi versnað sökum hreyfingarleysis? Hversu mikið hefur tíðni annarra veikinda aukist? Hversu mikið ætli algengi þunglyndis, kvíða, streitu og annarra andlegra kvilla hækki meðan aðgengi að besta lyfinu (hreyfingu) er skert? Hver er félagslegi skaðinn? Hversu margir í endurhæfingu hafa fengið bakslag? Hversu margir aldraðir hafa rýrnað í vöðvamassa, sem mun orsaka fleiri föll og önnur slys? Hversu mikið af ungu fólki hefur tileinkað sér lífsstíl hreyfingarleysis, sem mun hafa ótal neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar síðar á lífsleiðinni? Svo mætti áfram telja. Þegar öll sjónarmið eru tekin saman veit ég ekki hvort opna hefði átt á starfsemi líkamsræktarstöðva. Ég veit ekki hvaða starfsemi á að vera fyrir ofan línuna og hvaða starfsemi fyrir neðan. Ég veit ekki hvaða sjónarmið á að hlusta á hverju sinni. En eitt veit ég. Líkamsræktarstöðvar væru vel til í að koma til móts við tilmæli sóttvarnaryfirvalda um háttalag starfsemi sinnar. Sótthreinsandi sprey út um allt, hóflegur fjöldi leyfilegur miðað við stærð rýmis, notkun einnota hanska eða hvað það væri sem myndi lágmarka smithættu. Á Íslandi erum við með eitt besta ef ekki allra besta smitrakningarteymið á heimsvísu. Ég tel skjóta skökku við að miða reglur út frá alþjóðlegum tölum um algengi smitleiða, á sama tíma og við búum sjálf yfir nákvæmari tölum. Með afleiddum smitum má rekja innan við 2% smita til líkamsræktarstöðva. Tvö prósent. Réttlætir það heilsufarslegan fórnarkostnað sem lokun líkamsræktarstöðva hefur í för með sér? Að lokum vil ég taka skýrt fram að ég er ekki að skammast út í neinn. Það eru allir að gera sitt besta. Ég styð ekki hótanir um að kanna lögmæti aðgerða með kærum eða öðru slíku. Þetta eru einungis heilbrigðar vangaveltur frá starfsmanni á líkamsræktarstöð sem er orðinn einmana á skrifstofunni. Höfundur er lýðheilsufræðingur og fagstjóri líkamsræktar Heilsuklasans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Hingað til hef ég setið á skoðunum mínum um sóttvarnaraðgerðir. Almennt séð tel ég rödd vísinda vera réttmætari en aðrar raddir, enda byggja fræðimenn rök sín svo gott sem eingöngu á staðreyndum. Verandi menntaður lýðheilsufræðingur og starfandi við rekstur á líkamsrækt finnst mér ég á einhvern hátt sitja báðum megin við borðið í þessari umræðu. Samkomutakmarkanir hef ég hingað til að mestu leyti stutt, einnig hvað varðar lokanir líkamsræktarstöðva. Alltaf erum við að læra meira og meira á þessa veiru og nú finnst mér eins og yfirvöld hræðist að skipta um hest í miðri á. Nú hafa 5.524 smit verið staðfest hérlendis. Þar af eru 36 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og 74 afleidd smit, samtals 110 smit. Ekki nema 0,65% smita má því rekja beint til líkamsræktarstöðva og tæplega 2% ef afleidd smit eru talin með. Vissulega væru tölurnar hærri ef ekki væri fyrir lokun líkamsræktarstöðva stóran hluta ársins, en í stóra samhenginu spyr maður sig hvort fórnarkostnaðurinn sé þess virði. Samkomutakmarkanir hafa fyrst og síðast þann tilgang að koma í veg fyrir veikindi fólks, fækka dauðsföllum og halda heilsufarslegum skaða þjóðarinnar í lágmarki – allt eru þetta form af því að standa vörð um heilsu almennings. En hvaða áhrif hafa lokanir líkamsræktarstöðva á heilsufar þjóðarinnar? Heilsa hversu margra ætli hafi versnað sökum hreyfingarleysis? Hversu mikið hefur tíðni annarra veikinda aukist? Hversu mikið ætli algengi þunglyndis, kvíða, streitu og annarra andlegra kvilla hækki meðan aðgengi að besta lyfinu (hreyfingu) er skert? Hver er félagslegi skaðinn? Hversu margir í endurhæfingu hafa fengið bakslag? Hversu margir aldraðir hafa rýrnað í vöðvamassa, sem mun orsaka fleiri föll og önnur slys? Hversu mikið af ungu fólki hefur tileinkað sér lífsstíl hreyfingarleysis, sem mun hafa ótal neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar síðar á lífsleiðinni? Svo mætti áfram telja. Þegar öll sjónarmið eru tekin saman veit ég ekki hvort opna hefði átt á starfsemi líkamsræktarstöðva. Ég veit ekki hvaða starfsemi á að vera fyrir ofan línuna og hvaða starfsemi fyrir neðan. Ég veit ekki hvaða sjónarmið á að hlusta á hverju sinni. En eitt veit ég. Líkamsræktarstöðvar væru vel til í að koma til móts við tilmæli sóttvarnaryfirvalda um háttalag starfsemi sinnar. Sótthreinsandi sprey út um allt, hóflegur fjöldi leyfilegur miðað við stærð rýmis, notkun einnota hanska eða hvað það væri sem myndi lágmarka smithættu. Á Íslandi erum við með eitt besta ef ekki allra besta smitrakningarteymið á heimsvísu. Ég tel skjóta skökku við að miða reglur út frá alþjóðlegum tölum um algengi smitleiða, á sama tíma og við búum sjálf yfir nákvæmari tölum. Með afleiddum smitum má rekja innan við 2% smita til líkamsræktarstöðva. Tvö prósent. Réttlætir það heilsufarslegan fórnarkostnað sem lokun líkamsræktarstöðva hefur í för með sér? Að lokum vil ég taka skýrt fram að ég er ekki að skammast út í neinn. Það eru allir að gera sitt besta. Ég styð ekki hótanir um að kanna lögmæti aðgerða með kærum eða öðru slíku. Þetta eru einungis heilbrigðar vangaveltur frá starfsmanni á líkamsræktarstöð sem er orðinn einmana á skrifstofunni. Höfundur er lýðheilsufræðingur og fagstjóri líkamsræktar Heilsuklasans
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun