Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2020 18:17 Arnar Þór Viðarsson spjallaði við Guðjón Guðmundsson á Laugardalsvelli í dag. STÖÐ 2 SKJÁSKOT Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Arnar Þór kom íslenska U21-árs landsliðinu á EM í dag var dregið í riðla fyrir lokamótið. Ísland mætir Dönum, Frökkum og Rússum í riðli sem leikinn verður í Ungverjalandi í mars. Fari svo að Arnar verði ráðinn A-landsliðsþjálfari stýrir hann ekki U21-liðinu í lokakeppninni því A-landsliðið spilar leiki í undankeppni HM í mars. Strákarnir eru með Frökkum, Dönum og Rússum í riðli á EM.https://t.co/46WckPmuM5— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 10, 2020 „Þá verður annar þjálfari hjá U21 árs landsliðinu í Ungverjalandi. Það er alveg ljóst. Það er ekki hægt að vera á tveimur stöðum,“ sagði Arnar um hvað gerist ef hann verður ráðinn A-landsliðsþjálfari. Hann segist ekki sækjast eftir stöðunni þó að hann hafi áhuga á henni. „Ég hef alltaf sagt að ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já. Ég tel það mjög eðlilegt svar. Það er ekki búið að bjóða mér starfið. Ég veit að þeir sem eru að vinna í þessum málum hafa talað við nokkra aðila. Það er ekkert launungarmál að ég er einn af þeim. Þetta mál er í vinnslu. Það er mjög eðlilegt að þegar svona stórar ákvarðanir eru teknar - er að það er talað við nokkra aðila. Það er ekki hægt að hlaupa að næsta manni og segja að þú tekur þetta.“ Arnar segir að hann hafi rætt við stjórnendur KSÍ en vissi að hann væri ekki sá eini sem þeir hefðu rætt við. „Ég er búinn að eiga gott samtal við stjórnendur KSÍ sem ráða þessu og útskýra mitt mál. Svo taka þau sama starfsviðtal við aðra aðila og þegar að því kemur að þeir taka ákvörðun að þá mun einhver hringja í mig og segja að ég hafi fengið starfið eða ekki. Þetta er ekkert flóknara. Við erum lítið samfélag og það er talað mikið og skrifað mikið. Það er bara gott og blessað en staðan er einfaldlega sú að það eru nokkrir í röðinni og við þurfum að bíða og sjá hvaða ákvörðun verður tekin.“ Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar um A-landsliðið KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Sjá meira
Arnar Þór kom íslenska U21-árs landsliðinu á EM í dag var dregið í riðla fyrir lokamótið. Ísland mætir Dönum, Frökkum og Rússum í riðli sem leikinn verður í Ungverjalandi í mars. Fari svo að Arnar verði ráðinn A-landsliðsþjálfari stýrir hann ekki U21-liðinu í lokakeppninni því A-landsliðið spilar leiki í undankeppni HM í mars. Strákarnir eru með Frökkum, Dönum og Rússum í riðli á EM.https://t.co/46WckPmuM5— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 10, 2020 „Þá verður annar þjálfari hjá U21 árs landsliðinu í Ungverjalandi. Það er alveg ljóst. Það er ekki hægt að vera á tveimur stöðum,“ sagði Arnar um hvað gerist ef hann verður ráðinn A-landsliðsþjálfari. Hann segist ekki sækjast eftir stöðunni þó að hann hafi áhuga á henni. „Ég hef alltaf sagt að ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já. Ég tel það mjög eðlilegt svar. Það er ekki búið að bjóða mér starfið. Ég veit að þeir sem eru að vinna í þessum málum hafa talað við nokkra aðila. Það er ekkert launungarmál að ég er einn af þeim. Þetta mál er í vinnslu. Það er mjög eðlilegt að þegar svona stórar ákvarðanir eru teknar - er að það er talað við nokkra aðila. Það er ekki hægt að hlaupa að næsta manni og segja að þú tekur þetta.“ Arnar segir að hann hafi rætt við stjórnendur KSÍ en vissi að hann væri ekki sá eini sem þeir hefðu rætt við. „Ég er búinn að eiga gott samtal við stjórnendur KSÍ sem ráða þessu og útskýra mitt mál. Svo taka þau sama starfsviðtal við aðra aðila og þegar að því kemur að þeir taka ákvörðun að þá mun einhver hringja í mig og segja að ég hafi fengið starfið eða ekki. Þetta er ekkert flóknara. Við erum lítið samfélag og það er talað mikið og skrifað mikið. Það er bara gott og blessað en staðan er einfaldlega sú að það eru nokkrir í röðinni og við þurfum að bíða og sjá hvaða ákvörðun verður tekin.“ Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar um A-landsliðið
KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Sjá meira