Fyrsta útsending dagsins á sportrásunum er klukkan 07.00 en þá hefst DP World Tour meistaramótið. Klukkan 16.00 er það svo QBE Shootout á PGA-túrnum.
Það er Íslendingaslagur í spænska körfuboltanum í dag er Morabanc Andorra og Casademont Zaragoza mætast. Haukur Helgi Pálsson gegn Tryggva Snæ Hlinasini.
Sassuolo og Beneveno mætast í ítalska boltanum sem og Real Valladolid og Osasuna í spænska boltanum. Us Womens Open 2020, síðasta stórmót ársins, er svo á dagskrá klukkan 20.00.
Einig klukkan 20.00 er Domino's Körfuboltakvöld sem heldur áfram að fara yfir stöðuna í körfuboltanum þrátt fyrir að ekki megi spila á Íslandi.