Man United stefnir á að bæta við sig varnarmönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 14:01 Þessir þrír eru orðaðir við Man Utd. Domenech Castello/Mike Hewitt/Jan Woitas Fréttir erlendis herma að enska knattspyrnuliðið Manchester United sé á höttunum á eftir miðverði. Eru þrír á óskalista félagsins að svo stöddu. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að nýr miðvörður sé það púsl sem liðinu helst vanti. Talið er að Norðmaðurinn vilji helst fá nýjan miðvörð er félagaskiptaglugginn opnar í janúar en það verður að teljast ólíklegt að einhver af þeim þremur leikmönnum sem eru nefndir á vef BBC, og víðar, verði lausir þá. Manchester United are being linked with three central defenders on today's back pages https://t.co/XLbziz22NT #mufc pic.twitter.com/l49sRZ6A8C— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2020 Um er að ræða þá Ben White sem leikur með Brighton & Hove Albion, og var á láni hjá Leeds United á síðustu leiktíð. Dayot Upamecano, leikmaður RB Leipzig sem sló Man Utd út úr Meistaradeildinni í liðinni viku. Sá þriðji er svo Raphaël Varane, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins. Allir eru nokkuð ungir að aldri miðað við miðverði. White er 22 ára, Upamecano er 23 ára og Varane er 27 ára. Sá síðastnefndi hefur lengi vel verið talinn einn af betri miðvörðum heims en hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, líkt og allt lið Real Madrid. Þjálfarinn virðist ekki hafa trú á nema tveimur af þeim fimm miðvörðum sem nú þegar eru á launaskrá félagsins. Harry Maguire og Victor Lindelöf eru þeir miðverðir sem Ole treystir hvað best þessa dagana. Þá á Luke Shaw það til að vera með þeim í miðri vörn Man United er liðið stillir upp með þrjá miðverði með misgóðum árangri. Ásamt þessum þremur þá eru þeir Axel Tuanzebe, Eric Bailly og Phil Jones allir miðverðir að upplagi. Tveir síðarnefndu hafa þó átt við mikil meiðsli að stríða og eyða meiri tíma hjá sjúkraþjálfaranum en úti á æfingavellinum. Þá hefur Argentínumaðurinn Marcos Rojo einnig leikið reglulega í miðverði en hann á ekki upp á pallborðið hjá Ole þessa dagana. Miðjumennirnir Nemanja Matic og Scott McTominay hafa einnig oftar en ekki leikið í miðverði. Til að mynda er McTominay eingöngu nýttur þar í skoska landsliðinu. Ole Gunnar Solskjær er talinn vilja nýjan miðvörð til að bæta varnarleik Manchester United.Oli Scarff/Getty Images Ef Ole fær vilja sínum framgengt og nýr miðvörður verður keyptur þá hefur hann keypt heila fjögurra manna varnarlínu síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka kom frá Crystal Palace, Harry Maguire kom frá Leicester City og nú síðast kom vinstri bakvörðurinn Alex Telles frá Porto. Stóra spurningin er hins hvort nýr varnarmaður sé svarið eða einfaldlega annað upplegg í varnarleik en Ole gerði sínum mönnum engan greiða með uppstillingunni gegn Leipzig í vikunni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að nýr miðvörður sé það púsl sem liðinu helst vanti. Talið er að Norðmaðurinn vilji helst fá nýjan miðvörð er félagaskiptaglugginn opnar í janúar en það verður að teljast ólíklegt að einhver af þeim þremur leikmönnum sem eru nefndir á vef BBC, og víðar, verði lausir þá. Manchester United are being linked with three central defenders on today's back pages https://t.co/XLbziz22NT #mufc pic.twitter.com/l49sRZ6A8C— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2020 Um er að ræða þá Ben White sem leikur með Brighton & Hove Albion, og var á láni hjá Leeds United á síðustu leiktíð. Dayot Upamecano, leikmaður RB Leipzig sem sló Man Utd út úr Meistaradeildinni í liðinni viku. Sá þriðji er svo Raphaël Varane, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins. Allir eru nokkuð ungir að aldri miðað við miðverði. White er 22 ára, Upamecano er 23 ára og Varane er 27 ára. Sá síðastnefndi hefur lengi vel verið talinn einn af betri miðvörðum heims en hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, líkt og allt lið Real Madrid. Þjálfarinn virðist ekki hafa trú á nema tveimur af þeim fimm miðvörðum sem nú þegar eru á launaskrá félagsins. Harry Maguire og Victor Lindelöf eru þeir miðverðir sem Ole treystir hvað best þessa dagana. Þá á Luke Shaw það til að vera með þeim í miðri vörn Man United er liðið stillir upp með þrjá miðverði með misgóðum árangri. Ásamt þessum þremur þá eru þeir Axel Tuanzebe, Eric Bailly og Phil Jones allir miðverðir að upplagi. Tveir síðarnefndu hafa þó átt við mikil meiðsli að stríða og eyða meiri tíma hjá sjúkraþjálfaranum en úti á æfingavellinum. Þá hefur Argentínumaðurinn Marcos Rojo einnig leikið reglulega í miðverði en hann á ekki upp á pallborðið hjá Ole þessa dagana. Miðjumennirnir Nemanja Matic og Scott McTominay hafa einnig oftar en ekki leikið í miðverði. Til að mynda er McTominay eingöngu nýttur þar í skoska landsliðinu. Ole Gunnar Solskjær er talinn vilja nýjan miðvörð til að bæta varnarleik Manchester United.Oli Scarff/Getty Images Ef Ole fær vilja sínum framgengt og nýr miðvörður verður keyptur þá hefur hann keypt heila fjögurra manna varnarlínu síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka kom frá Crystal Palace, Harry Maguire kom frá Leicester City og nú síðast kom vinstri bakvörðurinn Alex Telles frá Porto. Stóra spurningin er hins hvort nýr varnarmaður sé svarið eða einfaldlega annað upplegg í varnarleik en Ole gerði sínum mönnum engan greiða með uppstillingunni gegn Leipzig í vikunni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Sjá meira