Leikstjóri Dune sendir AT&T og Warner Bros. kaldar kveðjur Heiðar Sumarliðason skrifar 11. desember 2020 15:57 Dune er beðið með mikilli eftirvæntingu. Leikstjóri stórmyndarinnar Dune, Denis Villeneuve, hefur sent Warner Bros. og AT&T tóninn í bréfi sem birtist á vefsíðu kvikmyndatímaritsins Variety. Gremja Villeneuve beinist að ákvörðun Warner Bros. að gefa kvikmynd hans Dune út samtímis á HBO-Max og í kvikmyndahúsum. Áður var búið að ákveða að seinka útgáfu myndarinnar, sem upprunalega átti að koma út nú um jólin, fram í október 2021. Leikstjórinn hafði ekkert við það að athuga, en þegar tilkynnt var um samhliða streymis- og bíóútgáfu kom annað hljóð í strokkinn. Í fyrrnefndu bréfi segir hann símarisann AT&T, eiganda Warner, vera sama um kvikmyndahúsaiðnaðinn, sem og áhorfendur. Hjá þeim snúist allt um hvernig staða AT&T á Wall Street líti út og að kvikmynd hans sé fórnarlamb þess að fyrirtækið sé að reyna að rétta af fjárhagsstöðu sína. Það skuldar nú um 150 milljarða dollara. Leikstjórinn lætur í sér heyra. Hann segir sjósetningu HBO-Max hafa mistekist og að AT&T sé að fórna öllum kvikmyndum Warner í von um að fjölga áskrifendum að streymisveitunni. Hann heldur svo áfram og segir: „Skyndilegur viðsnúningur Warner, að fara frá því að vera heimili kvikmyndagerðarmanna, yfir í algjört skeytingarleysi, teiknar upp skýra línu fyrir mér. Kvikmyndagerð er samstarf, sem krefst algjörs trausts á liðsheildina, en Warner hafa með þessu lýst því yfir að þeir séu ekki lengur með okkur í liði.“ Josh Brolin og Oscar Isaac leika stór hlutverk í myndinni. Hann segir streymisveiturnar góðar til síns brúks, en að kvikmyndir af sömu stærðargráðu og Dune eigi ekki heima þar. Hann segir einnig að þetta muni minnka tekjumöguleika myndarinnar, vegna ólöglegs niðurhals, sem muni fara á blússandi ferð um leið og myndin komi á HBO-Max. Það muni svo í framhaldinu skaða möguleikana á að fleiri Dune-myndir verði gerðar. Villeneuve, sem áður hefur gert kvikmyndir á borð við Sicario og Arrival, er annar stóri kvikmyndagerðarmaðurinn sem talar gegn áætlunum Warner. Leikstjóri Warner-myndarinnar Tenet, Christopher Nolan, lét einnig í sér heyra í síðustu viku. Hann er allt annað en sáttur við að þessi ákvörðun hafi verið tekin án samráðs við listræna stjórnendur myndanna. Þessi tilfæring Warner hefur einnig áhrif á Wonder Woman 1984, Matrix 4 og Godzilla vs. King Kong, sem munu samtímis koma út á HBO-Max og í kvikmyndahúsum. Stjörnubíó Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Gremja Villeneuve beinist að ákvörðun Warner Bros. að gefa kvikmynd hans Dune út samtímis á HBO-Max og í kvikmyndahúsum. Áður var búið að ákveða að seinka útgáfu myndarinnar, sem upprunalega átti að koma út nú um jólin, fram í október 2021. Leikstjórinn hafði ekkert við það að athuga, en þegar tilkynnt var um samhliða streymis- og bíóútgáfu kom annað hljóð í strokkinn. Í fyrrnefndu bréfi segir hann símarisann AT&T, eiganda Warner, vera sama um kvikmyndahúsaiðnaðinn, sem og áhorfendur. Hjá þeim snúist allt um hvernig staða AT&T á Wall Street líti út og að kvikmynd hans sé fórnarlamb þess að fyrirtækið sé að reyna að rétta af fjárhagsstöðu sína. Það skuldar nú um 150 milljarða dollara. Leikstjórinn lætur í sér heyra. Hann segir sjósetningu HBO-Max hafa mistekist og að AT&T sé að fórna öllum kvikmyndum Warner í von um að fjölga áskrifendum að streymisveitunni. Hann heldur svo áfram og segir: „Skyndilegur viðsnúningur Warner, að fara frá því að vera heimili kvikmyndagerðarmanna, yfir í algjört skeytingarleysi, teiknar upp skýra línu fyrir mér. Kvikmyndagerð er samstarf, sem krefst algjörs trausts á liðsheildina, en Warner hafa með þessu lýst því yfir að þeir séu ekki lengur með okkur í liði.“ Josh Brolin og Oscar Isaac leika stór hlutverk í myndinni. Hann segir streymisveiturnar góðar til síns brúks, en að kvikmyndir af sömu stærðargráðu og Dune eigi ekki heima þar. Hann segir einnig að þetta muni minnka tekjumöguleika myndarinnar, vegna ólöglegs niðurhals, sem muni fara á blússandi ferð um leið og myndin komi á HBO-Max. Það muni svo í framhaldinu skaða möguleikana á að fleiri Dune-myndir verði gerðar. Villeneuve, sem áður hefur gert kvikmyndir á borð við Sicario og Arrival, er annar stóri kvikmyndagerðarmaðurinn sem talar gegn áætlunum Warner. Leikstjóri Warner-myndarinnar Tenet, Christopher Nolan, lét einnig í sér heyra í síðustu viku. Hann er allt annað en sáttur við að þessi ákvörðun hafi verið tekin án samráðs við listræna stjórnendur myndanna. Þessi tilfæring Warner hefur einnig áhrif á Wonder Woman 1984, Matrix 4 og Godzilla vs. King Kong, sem munu samtímis koma út á HBO-Max og í kvikmyndahúsum.
Stjörnubíó Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira