Frumraun nýliða og þúsundþjalasmiður sem hljóp í skarðið hjá Dýrlingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2020 12:31 Þetta er stórt kvöld fyrir Jalen Hurts sem nýr aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles liðsins. Getty/Dylan Buell Nýliðinn og leikstjórnandinn Jalen Hurts stígur stórt skref á ferli sínum í NFL-deildinni í dag þegar hann byrjar leik Philadelphia Eagles á móti sjóðheitu liði New Orleans Saints. Seinni leikur dagsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 er leikur Philadelphia Eagles og New Orleans Saints. Á undan verður sýndur leikur Miami Dolphins og meistara Kansas City Chiefs. New Orleans Saints varð um síðustu helgi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en Philadelphia Eagles liðið hefur ollið vonbrigðum og er langt komið með að klúðra tímabilinu hjá sér og missa af úrslitakeppninni. Sigur í kvöld gæti kannski komið einhverju á hreyfingu. Doug Pederson, þjálfari Philadelphia Eagles, tilkynnti það eftir síðasta leik liðsins að hann ætlaði að setja stórstjörnuna Carson Wentz á bekinn og gefa nýliðanum Jalen Hurts tækifærið til að byrja leik. Jalen Hurts kom inn fyrir Carson Wentz á móti Green Bay Packers um síðustu helgi þegar allt var komið í óefni og leikurinn tapaður. Nú fær hann alvöru tækifæri og það móti einu sterkasta liði deildarinnar. .@JalenHurts has been waiting on this moment pic.twitter.com/9pfpZ1YHFL— NFL Up (@NFLUpOfficial) December 11, 2020 Hurts er spennandi leikmaður eftir flottan háskólaferil með Alabama og Oklahoma. Hann var annar í kjörinu á háskólaleikmanni ársins fyrir eina tímabilið sitt með Oklahoma þar sem hann gaf 32 snertimarkssendingar á fjórtán leikjum. Vörn New Orleans Saints telst vera sú sterkasta samkvæmt tölfræðinni og liðið er búið að vinna níu leiki í röð og alls 10 af 12 leikjum sínum á leiktíðinni. Jú, prófin verða varla erfiðari fyrir nýliða í NFL-deildinni. Dýrlingarni frá New Orleans hafa ekkert gefið eftir þrátt fyrir að missa goðsögnina og leikstjórnandann Drew Brees í meiðsli. Drew Brees braut einhver ellefu rifbein í leik á móti San Francisco 49ers í viku tíu og hefur ekki spilað síðan. "I anticipate this getting ugly." @LRiddickESPN on Jalen Hurts' first start this weekend against the Saints pic.twitter.com/CplRuj6sgH— Get Up (@GetUpESPN) December 10, 2020 Það styttist í endurkomu Drew Brees en þúsundþjalasmiðurinn Taysom Hill hefur skilað góðu verki í forföllum hans. Taysom Hill hefur verið hjá New Orleans Saints síðan 2017 og hefur aðallega komið við sögu í brellusóknum þar sem þjálfari Dýrlinganna nýtir sér það að hann er öflugur hlaupari með boltann. Taysom Hill hefur staðið sig mjög vel sem leikstjórnandi New Orleans Saints liðsins og liðið hefur ekki saknað goðsagnarinnar. Það eru kannski sóknarleikmenn liðsins sem treysta á góðar sendingar frá Drew Brees sem geta kvartað en liðið vinnur alla leiki. QB Rating for all current NFC South QBs this season: Taysom Hill: 97.2 Teddy Bridgewater: 96.3 Tom Brady: 95.1 Matt Ryan: 91.5 pic.twitter.com/VpGQ6IaibK— NFLonCBS (@NFLonCBS) December 7, 2020 Taysom Hill hefur reyndar skorað tvöfalt fleiri snertimörk sjálfur en þau sem hann hefur sent fyrir. Hann hefur hins á móti aðeins kastað boltanum einu sinni frá sér og er ekki að gera mörg mistök. Sókn Saints liðsins snýst nær eingöngu um að hlaupa með boltann og þar lætur Hill líka til sín taka. Liðið hefur unnið þrjá byrjunarliðsleiki hans með samtals 48 stigum (76-28) þar af 21-16 sigur á Atlanta Falcons í síðasta leik. Í fyrri leiknum á milli Miami Dolphins og Kansas City Chiefs þá er annar nýlið í sviðsljósinu því Tua Tagovailoa er farinn að spila hjá Miami Dolphins. Útsending frá leik Miami Dolphins og Kansas City Chiefs hefst klukkan 17:55 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 21.20 hefst síðan útsending frá leik Philadelphia Eagles og New Orleans Saints á sömu stöð. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira
Seinni leikur dagsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 er leikur Philadelphia Eagles og New Orleans Saints. Á undan verður sýndur leikur Miami Dolphins og meistara Kansas City Chiefs. New Orleans Saints varð um síðustu helgi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en Philadelphia Eagles liðið hefur ollið vonbrigðum og er langt komið með að klúðra tímabilinu hjá sér og missa af úrslitakeppninni. Sigur í kvöld gæti kannski komið einhverju á hreyfingu. Doug Pederson, þjálfari Philadelphia Eagles, tilkynnti það eftir síðasta leik liðsins að hann ætlaði að setja stórstjörnuna Carson Wentz á bekinn og gefa nýliðanum Jalen Hurts tækifærið til að byrja leik. Jalen Hurts kom inn fyrir Carson Wentz á móti Green Bay Packers um síðustu helgi þegar allt var komið í óefni og leikurinn tapaður. Nú fær hann alvöru tækifæri og það móti einu sterkasta liði deildarinnar. .@JalenHurts has been waiting on this moment pic.twitter.com/9pfpZ1YHFL— NFL Up (@NFLUpOfficial) December 11, 2020 Hurts er spennandi leikmaður eftir flottan háskólaferil með Alabama og Oklahoma. Hann var annar í kjörinu á háskólaleikmanni ársins fyrir eina tímabilið sitt með Oklahoma þar sem hann gaf 32 snertimarkssendingar á fjórtán leikjum. Vörn New Orleans Saints telst vera sú sterkasta samkvæmt tölfræðinni og liðið er búið að vinna níu leiki í röð og alls 10 af 12 leikjum sínum á leiktíðinni. Jú, prófin verða varla erfiðari fyrir nýliða í NFL-deildinni. Dýrlingarni frá New Orleans hafa ekkert gefið eftir þrátt fyrir að missa goðsögnina og leikstjórnandann Drew Brees í meiðsli. Drew Brees braut einhver ellefu rifbein í leik á móti San Francisco 49ers í viku tíu og hefur ekki spilað síðan. "I anticipate this getting ugly." @LRiddickESPN on Jalen Hurts' first start this weekend against the Saints pic.twitter.com/CplRuj6sgH— Get Up (@GetUpESPN) December 10, 2020 Það styttist í endurkomu Drew Brees en þúsundþjalasmiðurinn Taysom Hill hefur skilað góðu verki í forföllum hans. Taysom Hill hefur verið hjá New Orleans Saints síðan 2017 og hefur aðallega komið við sögu í brellusóknum þar sem þjálfari Dýrlinganna nýtir sér það að hann er öflugur hlaupari með boltann. Taysom Hill hefur staðið sig mjög vel sem leikstjórnandi New Orleans Saints liðsins og liðið hefur ekki saknað goðsagnarinnar. Það eru kannski sóknarleikmenn liðsins sem treysta á góðar sendingar frá Drew Brees sem geta kvartað en liðið vinnur alla leiki. QB Rating for all current NFC South QBs this season: Taysom Hill: 97.2 Teddy Bridgewater: 96.3 Tom Brady: 95.1 Matt Ryan: 91.5 pic.twitter.com/VpGQ6IaibK— NFLonCBS (@NFLonCBS) December 7, 2020 Taysom Hill hefur reyndar skorað tvöfalt fleiri snertimörk sjálfur en þau sem hann hefur sent fyrir. Hann hefur hins á móti aðeins kastað boltanum einu sinni frá sér og er ekki að gera mörg mistök. Sókn Saints liðsins snýst nær eingöngu um að hlaupa með boltann og þar lætur Hill líka til sín taka. Liðið hefur unnið þrjá byrjunarliðsleiki hans með samtals 48 stigum (76-28) þar af 21-16 sigur á Atlanta Falcons í síðasta leik. Í fyrri leiknum á milli Miami Dolphins og Kansas City Chiefs þá er annar nýlið í sviðsljósinu því Tua Tagovailoa er farinn að spila hjá Miami Dolphins. Útsending frá leik Miami Dolphins og Kansas City Chiefs hefst klukkan 17:55 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 21.20 hefst síðan útsending frá leik Philadelphia Eagles og New Orleans Saints á sömu stöð. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira