Tillaga um gjaldfrjálsar tíðarvörur felld á Alþingi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 20:46 Tíðarvörur verða ekki gjaldfrjálsar á næstunni ef marka má ákvörðun Alþingis í dag. Getty/Annette Riedl Breytingartillaga Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka, við frumvarp til fjárlaga um að gera tíðarvörur aðgengilegar án endurgjalds fyrir tiltekna hópa var í dag felld á Alþingi með einu atkvæði. Þingmenn Vinstri grænna, fyrrverandi samflokksmenn Andrésar, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fjárlagafrumvarpið var í dag afgreitt til þriðju umræðu og mun hún hefjast á mánudaginn. Tæpasta atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið var þegar tillaga mín um ókeypis tíðavörur var felld með einu atkvæði: 27-26! pic.twitter.com/TqoqHfiV32— Andrés Ingi (@andresingi) December 11, 2020 Tillaga Andrésar fólst í því að sjá til þess að öllum nemendum sé tryggt aðgengi að tíðarvörum án endurgjalds í grunn- og framhaldsskólum. Þá átti einnig að gera lágtekjufólki kleift að nálgast tíðarvörur án endurgjalds, til dæmis á heilsugæslustöðvum eða í gegn um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þingmenn Flokks fólksins, Miðflokksins, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar auk tveggja þingmanna utan flokka greiddu atkvæði með tillögunni. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fór svo að 27 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 26 með henni. Rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan skoska þingið samþykkti samhljóða frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Þá er bara eitt og hálft ár síðan Alþingi samþykkti að lækka virðisaukaskatt á tíðarvörur úr efra þrepi niður í það neðra. Með breytingunum lækkaði virðisaukaskattur á vörurnar úr 24 prósentum niður í ellefu prósent. Alþingi Heilbrigðismál Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. 25. nóvember 2020 21:30 Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. 2. nóvember 2019 13:00 Vilja tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra þrep virðisaukaskatts: „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Dömubindi, tíðatappar og álfabikarar gætu lækkað í verði, fari svo að frumvarpið verði að lögum. 22. september 2018 14:47 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið var í dag afgreitt til þriðju umræðu og mun hún hefjast á mánudaginn. Tæpasta atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið var þegar tillaga mín um ókeypis tíðavörur var felld með einu atkvæði: 27-26! pic.twitter.com/TqoqHfiV32— Andrés Ingi (@andresingi) December 11, 2020 Tillaga Andrésar fólst í því að sjá til þess að öllum nemendum sé tryggt aðgengi að tíðarvörum án endurgjalds í grunn- og framhaldsskólum. Þá átti einnig að gera lágtekjufólki kleift að nálgast tíðarvörur án endurgjalds, til dæmis á heilsugæslustöðvum eða í gegn um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þingmenn Flokks fólksins, Miðflokksins, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar auk tveggja þingmanna utan flokka greiddu atkvæði með tillögunni. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fór svo að 27 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 26 með henni. Rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan skoska þingið samþykkti samhljóða frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Þá er bara eitt og hálft ár síðan Alþingi samþykkti að lækka virðisaukaskatt á tíðarvörur úr efra þrepi niður í það neðra. Með breytingunum lækkaði virðisaukaskattur á vörurnar úr 24 prósentum niður í ellefu prósent.
Alþingi Heilbrigðismál Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. 25. nóvember 2020 21:30 Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. 2. nóvember 2019 13:00 Vilja tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra þrep virðisaukaskatts: „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Dömubindi, tíðatappar og álfabikarar gætu lækkað í verði, fari svo að frumvarpið verði að lögum. 22. september 2018 14:47 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira
Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. 25. nóvember 2020 21:30
Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. 2. nóvember 2019 13:00
Vilja tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra þrep virðisaukaskatts: „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Dömubindi, tíðatappar og álfabikarar gætu lækkað í verði, fari svo að frumvarpið verði að lögum. 22. september 2018 14:47