Óvenju hlýtt miðað við árstíma en of snemmt að segja til um jólaveðrið Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 08:02 Fyrstu dagar desembermánaðar hafa verið óvenju hlýir. Þessi mynd var tekin fyrir ári síðan, þegar Reykjavík var í vetrarbúningi. Vísir/Vilhelm Meðalhiti fyrstu tíu daga desembermánaðar er 0,2 stigum hærri en hefur verið að meðaltali síðustu tíu árin í Reykjavík. Dagarnir voru þó hlýrri á sama tíma árið 2016 en að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er vissulega óvenjulega hlýtt. Trausti Jónsson veðurfræðingur ritar færslu um hlýindin á bloggsíðu sinni þar sem hann fer stuttlega yfir þessa fyrstu tíu daga. Útlit er fyrir að hlýindin haldi eitthvað áfram næstu daga, en Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort höfuðborgarbúar megi búast við hvítum jólum í ár. „Þessi hlýindi halda nú eitthvað áfram í vikunni en það er aðeins að kólna þegar líður á vikuna. Það verður frekar hlýtt fram á miðvikudag eða fimmtudag, þá kólnar aðeins. Það fer að snjóa eitthvað fyrir norðan en það er ekki alveg strax hægt að fara að spá eitthvað um jólasnjóinn hér syðra,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir það sennilega skýrast eftir helgi hvort von sé á snjókomu fyrir sunnan, en segist sammála því að óvenju milt veður sé á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma. „Það er óvenjulega heitt. Það var átta stiga hiti í morgun og það eru ellefu stig á Skrauthólum á Kjalarnesi núna. Þetta er nánast vorveður, það vantar bara birtuna,“ segir Þorsteinn en bætir við að hitatölurnar ættu að fara lækkandi næstu daga. „Hitinn er að fara niður á við þegar líður á næstu viku, svo það er ekki útilokað að það verði jólasnjór einhvers staðar en það er of snemmt að segja til um það núna. Það gæti hlýnað eitthvað aftur.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag og þriðjudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast við SA-ströndina. Rigning á austanverðu landinu og slydda með norðurströndinni, en annars þurrt að kalla. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Á miðvikudag og fimmtudag:Strekkings norðaustlæg átt og dálítil snjókoma eða slydda norðanlands, en rigning austast og hiti nærri frostmarki. Þurrt sunnan heiða og hiti 0 til 6 stig. Á föstudag:Útlit fyrir áframhaldanadi norðaustanátt og slyddu eða snjókomu með köflum, en þurrt að kalla á S- og V-landi. Heldur kólnandi veður. Veður Jól Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur ritar færslu um hlýindin á bloggsíðu sinni þar sem hann fer stuttlega yfir þessa fyrstu tíu daga. Útlit er fyrir að hlýindin haldi eitthvað áfram næstu daga, en Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort höfuðborgarbúar megi búast við hvítum jólum í ár. „Þessi hlýindi halda nú eitthvað áfram í vikunni en það er aðeins að kólna þegar líður á vikuna. Það verður frekar hlýtt fram á miðvikudag eða fimmtudag, þá kólnar aðeins. Það fer að snjóa eitthvað fyrir norðan en það er ekki alveg strax hægt að fara að spá eitthvað um jólasnjóinn hér syðra,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir það sennilega skýrast eftir helgi hvort von sé á snjókomu fyrir sunnan, en segist sammála því að óvenju milt veður sé á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma. „Það er óvenjulega heitt. Það var átta stiga hiti í morgun og það eru ellefu stig á Skrauthólum á Kjalarnesi núna. Þetta er nánast vorveður, það vantar bara birtuna,“ segir Þorsteinn en bætir við að hitatölurnar ættu að fara lækkandi næstu daga. „Hitinn er að fara niður á við þegar líður á næstu viku, svo það er ekki útilokað að það verði jólasnjór einhvers staðar en það er of snemmt að segja til um það núna. Það gæti hlýnað eitthvað aftur.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag og þriðjudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast við SA-ströndina. Rigning á austanverðu landinu og slydda með norðurströndinni, en annars þurrt að kalla. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Á miðvikudag og fimmtudag:Strekkings norðaustlæg átt og dálítil snjókoma eða slydda norðanlands, en rigning austast og hiti nærri frostmarki. Þurrt sunnan heiða og hiti 0 til 6 stig. Á föstudag:Útlit fyrir áframhaldanadi norðaustanátt og slyddu eða snjókomu með köflum, en þurrt að kalla á S- og V-landi. Heldur kólnandi veður.
Veður Jól Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira