Bóluefni Pfizer og BioNTech fær neyðarleyfi í Bandaríkjunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 09:47 Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fyrsta bólusetningin muni fara fram „innan sólarhrings. Getty/Rafael Henrique Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna hefur samþykkt neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech gegn covid-19. Stofnunin segir leyfið marka stórt skref í baráttunni við heimsfaraldurinn sem hefur kostað um 295 þúsund mannslíf í Bandaríkjunum. Bóluefnið, sem veitir allt að 95% vörn gegn covid-19, reyndist samkvæmt úttekt stofnunarinnar vera bæði öruggt og árangursríkt. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fyrsta bólusetningin muni fara fram „innan sólarhrings.“ „Í dag hefur þjóðin okkar náð læknisfræðilegu kraftaverki,“ sagði Trump. „Við höfum framleitt öruggt og árangursríkt bóluefni á aðeins níu mánuðum.“ Áður en tilkynnt var um það í gærkvöldi að leyfið væri í höfn hafði Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna sætt töluverðum þrýstingi af hálfu Bandaríkjastjórnar um að heimila notkun bóluefnisins. Stephen Hahn, forstjóri stofnunarinnar, hafði að því er fjölmiðlar vestanhafs greindu frá, verið beðinn um að veita leyfi fyrir bóluefninu í síðasta lagi á föstudag, eða að öðrum kosti láta af störfum. Sjálfur hefur hann sagt þetta vera ósatt. Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, hafði áður sagt í samtali við fjölmiðla að ráðuneyti hans hyggðist vinna með Pfizer að því að koma bólusetningu af stað strax á mánudag eða þriðjudag. Neyðarleyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer hefur þegar verið samþykkt í Bretlandi, Kanada, Barein og Sádí-Arabíu. Líkt og í þeim ríkjum er gert ráð fyrir að fyrstu skammtar bóluefnisins verði gefnir öldruðum, heilbrigðisstarfsfólki og neyðarviðbragðsaðila. Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Bóluefnið, sem veitir allt að 95% vörn gegn covid-19, reyndist samkvæmt úttekt stofnunarinnar vera bæði öruggt og árangursríkt. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fyrsta bólusetningin muni fara fram „innan sólarhrings.“ „Í dag hefur þjóðin okkar náð læknisfræðilegu kraftaverki,“ sagði Trump. „Við höfum framleitt öruggt og árangursríkt bóluefni á aðeins níu mánuðum.“ Áður en tilkynnt var um það í gærkvöldi að leyfið væri í höfn hafði Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna sætt töluverðum þrýstingi af hálfu Bandaríkjastjórnar um að heimila notkun bóluefnisins. Stephen Hahn, forstjóri stofnunarinnar, hafði að því er fjölmiðlar vestanhafs greindu frá, verið beðinn um að veita leyfi fyrir bóluefninu í síðasta lagi á föstudag, eða að öðrum kosti láta af störfum. Sjálfur hefur hann sagt þetta vera ósatt. Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, hafði áður sagt í samtali við fjölmiðla að ráðuneyti hans hyggðist vinna með Pfizer að því að koma bólusetningu af stað strax á mánudag eða þriðjudag. Neyðarleyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer hefur þegar verið samþykkt í Bretlandi, Kanada, Barein og Sádí-Arabíu. Líkt og í þeim ríkjum er gert ráð fyrir að fyrstu skammtar bóluefnisins verði gefnir öldruðum, heilbrigðisstarfsfólki og neyðarviðbragðsaðila.
Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira