Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 11:15 Ronald Reagan and Mikhail Gorbatjov áttu fund í Reykjavík 1986 líkt og frægt er. Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. Douglas mun fara með hlutverk Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Waltz mun leika Mikhail Gorbatsjov, að því er miðillinn Deadline greinir frá. Ekki fylgir sögunni hvort tökur muni fara fram í Reykjavík en það verður forvitnilegt að sjá. Þáttaröðin mun byggja á bókinni Reagan í Reykjavík: 48 klukkustundir sem bundu enda á kalda stríðið, eftir Ken Adelman en Adelman gegndi embætti forstöðumanns vopnaeftirlitsins í Reagan-stjórninni. Adelman flutti fyrirlestur um bókina fyrir nokkrum árum þar sem Vigdís Finnbogadóttir kom meðal annars við sögu. Samkvæmt frétt Deadline hefst vinnsla þáttanna mjög fljótlega. Sjálfir munu Michael Douglas, Christoph Waltz og James Foley, auk Youtchi von Lintel fara með framleiðslu þáttanna. Þáttaröðin er sögð munu fela í sér „dramatíska frásögn af hinum sögulega leiðtogafundi“ Reagan og Gorbatsjov á Íslandi, fund sem fram fór fram yfir „helgi sem markaði vatnaskil í kalda stríðinu,“ líkt og það er orðað í frétt Deadline, þar sem sagan er sögð frá sjónarhóli yfirmanns afvopnunar- og vopnaeftirlitsmála. Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov.Getty „Skipulagður sem stuttur og fremur veigalítill fundur, hugsaður til að skipuleggja framtíðarviðræður, snérist fljótlega upp í umræður um meiriháttar alþjóða- og utanríkismál, meðal annars um stjörnustríðsáætlunina svokölluðu (e. Strategic Defense Initiative) og um möguleikann á gjöreyðingu kjarnorkuvopna,“ segir um leiðtogafundinn í frétt Deadline. „Samningaviðræðurnar lögðu grunninn að merkustu afvopnunarsamningum í sögunni ári síðar. Þetta var helgi sem breytti heiminum og þættirnir bjóða upp á heiðarlega nærmynd af Reagan á einum af sínum bestu augnablikum þar sem hann stóð frami fyrir áskorunum,“ segir ennfremur í fréttinni. Bíó og sjónvarp Reykjavík Bandaríkin Utanríkismál Kalda stríðið Leiðtogafundurinn í Höfða Ronald Reagan Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Douglas mun fara með hlutverk Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Waltz mun leika Mikhail Gorbatsjov, að því er miðillinn Deadline greinir frá. Ekki fylgir sögunni hvort tökur muni fara fram í Reykjavík en það verður forvitnilegt að sjá. Þáttaröðin mun byggja á bókinni Reagan í Reykjavík: 48 klukkustundir sem bundu enda á kalda stríðið, eftir Ken Adelman en Adelman gegndi embætti forstöðumanns vopnaeftirlitsins í Reagan-stjórninni. Adelman flutti fyrirlestur um bókina fyrir nokkrum árum þar sem Vigdís Finnbogadóttir kom meðal annars við sögu. Samkvæmt frétt Deadline hefst vinnsla þáttanna mjög fljótlega. Sjálfir munu Michael Douglas, Christoph Waltz og James Foley, auk Youtchi von Lintel fara með framleiðslu þáttanna. Þáttaröðin er sögð munu fela í sér „dramatíska frásögn af hinum sögulega leiðtogafundi“ Reagan og Gorbatsjov á Íslandi, fund sem fram fór fram yfir „helgi sem markaði vatnaskil í kalda stríðinu,“ líkt og það er orðað í frétt Deadline, þar sem sagan er sögð frá sjónarhóli yfirmanns afvopnunar- og vopnaeftirlitsmála. Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov.Getty „Skipulagður sem stuttur og fremur veigalítill fundur, hugsaður til að skipuleggja framtíðarviðræður, snérist fljótlega upp í umræður um meiriháttar alþjóða- og utanríkismál, meðal annars um stjörnustríðsáætlunina svokölluðu (e. Strategic Defense Initiative) og um möguleikann á gjöreyðingu kjarnorkuvopna,“ segir um leiðtogafundinn í frétt Deadline. „Samningaviðræðurnar lögðu grunninn að merkustu afvopnunarsamningum í sögunni ári síðar. Þetta var helgi sem breytti heiminum og þættirnir bjóða upp á heiðarlega nærmynd af Reagan á einum af sínum bestu augnablikum þar sem hann stóð frami fyrir áskorunum,“ segir ennfremur í fréttinni.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Bandaríkin Utanríkismál Kalda stríðið Leiðtogafundurinn í Höfða Ronald Reagan Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist