Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2020 18:57 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarnefndar Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. W.O.M.E.N. sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem samtökin skoruðu á Reykjavíkurborg að taka til skoðunar að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárstuðning á næsta ári vegna ásakana um að félagið hafi mismunað fólki á grundvelli trúarbragða og þjóðernis. RÚV greindi fyrst frá. Fyrr í vikunni greindi fréttastofa frá því að fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafi ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún varð vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverndi skjólstæðingar hafa sakað formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Reynist ásakanir réttar brýtur það gegn mannréttindastefnu borgarinnar „Við sáum þessa yfirlýsingu frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna og tökum hana auðvitað alvarlega. Þetta eru alvarlegar ásakanir sem ber að taka alvarlega,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Hún segir að þeim félögum sem hljóti styrki frá Reykjavíkurborg beri að fylgja mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Að sögn Heiðu hefur Fjölskylduhjálp fengið 2,5 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg. „Ef þetta er satt það sem þarna kemur fram þá er það auðvitað ekki í samræmi við hana, en ég hef auðvitað ekki séð þeirra viðbrögð,“ segir Heiða. „Þau eru auðvitað að vinna mjög mikilvægt starf með því að gefa fólki sem á þarf að halda mat. Við höfum styrkt það,“ segir Heiða. Hún segir engar kvartanir hafa borist Reykjavíkurborg formlega en hún hafi séð og fylgst með umræðunni sem farið hefur fram um Fjölskylduhjálp undanfarna daga. „Um leið og fram er komin ályktun eða annað gagn þá höfum við það til hliðsjónar og munum skoða þetta vel í framhaldinu,“ segir Heiða. Reykjavík Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Tengdar fréttir Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37 Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. 11. desember 2020 08:41 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
W.O.M.E.N. sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem samtökin skoruðu á Reykjavíkurborg að taka til skoðunar að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárstuðning á næsta ári vegna ásakana um að félagið hafi mismunað fólki á grundvelli trúarbragða og þjóðernis. RÚV greindi fyrst frá. Fyrr í vikunni greindi fréttastofa frá því að fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafi ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún varð vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverndi skjólstæðingar hafa sakað formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Reynist ásakanir réttar brýtur það gegn mannréttindastefnu borgarinnar „Við sáum þessa yfirlýsingu frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna og tökum hana auðvitað alvarlega. Þetta eru alvarlegar ásakanir sem ber að taka alvarlega,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Hún segir að þeim félögum sem hljóti styrki frá Reykjavíkurborg beri að fylgja mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Að sögn Heiðu hefur Fjölskylduhjálp fengið 2,5 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg. „Ef þetta er satt það sem þarna kemur fram þá er það auðvitað ekki í samræmi við hana, en ég hef auðvitað ekki séð þeirra viðbrögð,“ segir Heiða. „Þau eru auðvitað að vinna mjög mikilvægt starf með því að gefa fólki sem á þarf að halda mat. Við höfum styrkt það,“ segir Heiða. Hún segir engar kvartanir hafa borist Reykjavíkurborg formlega en hún hafi séð og fylgst með umræðunni sem farið hefur fram um Fjölskylduhjálp undanfarna daga. „Um leið og fram er komin ályktun eða annað gagn þá höfum við það til hliðsjónar og munum skoða þetta vel í framhaldinu,“ segir Heiða.
Reykjavík Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Tengdar fréttir Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37 Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. 11. desember 2020 08:41 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37
Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. 11. desember 2020 08:41
Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37