Samningsaðilar svartsýnir fyrir lokadaginn Sylvía Hall skrifar 13. desember 2020 08:00 Boris Johnson ferðaðist til Brussel fyrr í vikunni til að funda með Ursulu von der Leyen. EPA/olivier hoslet Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga. Samningsaðilar sömdu fyrr í vikunni um að reyna að ganga frá deilumálum í síðasta lagi í dag. Ef það gengi ekki yrði í kjölfarið tekin ákvörðun um hvort viðræðum skyldi slitið eða haldið áfram. Von der Leyen hefur sjálf sagt að útlit sé fyrir að samkomulag muni ekki nást á milli deiluaðila, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Erfiðlega hefur gengið hjá Bretum og Evrópusambandinu að ná samkomulagi um fiskveiðar og samkeppnisreglur, en Johnson hefur sagt að Evrópusambandið þurfi að breyta afstöðu sinni svo um munar til þess að samkomulag náist. Telja Bretar nauðsynlegt að hafa fulla stjórn á fiskimiðum sínum í skjóli fullveldisréttar síns. Fjögur eftirlitsskip breska sjóhersins verða í viðbragðsstöðu frá og með 1. janúar til þess að vernda fiskveiðisvæði Bretlands ef engir samningar nást milli Bretlands og Evrópusambandsins. Annað stórt ágreiningsmál er hvort Bretum eigi að vera skylt að fylgja stefnu Evrópusambandsins upp að vissu marki er varðar efnahagsmál. Sambandinu þyki óásættanlegt að Bretar geti hagnast á því að hafa frjálsan aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins án þess að þurfa að uppfylla sömu kröfur og fylgja sömu reglum er varðar samkeppni og vinnumarkaðslöggjöf. Þá greinir aðila á um hvort lögsaga Evrópudómstólsins eigi að ná til mögulega deilna sem upp gætu komið í framtíðinni varðandi viðskipti Breta og Evrópusambandsins. Landssamband bænda í Bretlandi hefur varað við því að það muni hafa gríðarleg áhrif á iðnað þeirra ef samningar nást ekki, enda innri markaður Evrópusambandsins þeim mikilvægur. Því væri nauðsynlegt að ná einhvers konar samkomulagi til þess að tryggja útflutning til annarra Evrópuþjóða. Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur töluverðar líkur á að samningar náist ekki Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir bæði almenning og fyrirtæki þurfa að búa sig undir það að samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins beri ekki árangur. Fundi þeirra Johnson og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk í gærkvöld án niðurstöðu. 10. desember 2020 20:53 Munu freista þess að tryggja óhindraðar samgöngur og fiskveiðar Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings. Áætlunin miðar að því að tryggja samgöngur milli Bretlands og Evrópu og áframhaldandi veiðar. 10. desember 2020 12:48 Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Samningsaðilar sömdu fyrr í vikunni um að reyna að ganga frá deilumálum í síðasta lagi í dag. Ef það gengi ekki yrði í kjölfarið tekin ákvörðun um hvort viðræðum skyldi slitið eða haldið áfram. Von der Leyen hefur sjálf sagt að útlit sé fyrir að samkomulag muni ekki nást á milli deiluaðila, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Erfiðlega hefur gengið hjá Bretum og Evrópusambandinu að ná samkomulagi um fiskveiðar og samkeppnisreglur, en Johnson hefur sagt að Evrópusambandið þurfi að breyta afstöðu sinni svo um munar til þess að samkomulag náist. Telja Bretar nauðsynlegt að hafa fulla stjórn á fiskimiðum sínum í skjóli fullveldisréttar síns. Fjögur eftirlitsskip breska sjóhersins verða í viðbragðsstöðu frá og með 1. janúar til þess að vernda fiskveiðisvæði Bretlands ef engir samningar nást milli Bretlands og Evrópusambandsins. Annað stórt ágreiningsmál er hvort Bretum eigi að vera skylt að fylgja stefnu Evrópusambandsins upp að vissu marki er varðar efnahagsmál. Sambandinu þyki óásættanlegt að Bretar geti hagnast á því að hafa frjálsan aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins án þess að þurfa að uppfylla sömu kröfur og fylgja sömu reglum er varðar samkeppni og vinnumarkaðslöggjöf. Þá greinir aðila á um hvort lögsaga Evrópudómstólsins eigi að ná til mögulega deilna sem upp gætu komið í framtíðinni varðandi viðskipti Breta og Evrópusambandsins. Landssamband bænda í Bretlandi hefur varað við því að það muni hafa gríðarleg áhrif á iðnað þeirra ef samningar nást ekki, enda innri markaður Evrópusambandsins þeim mikilvægur. Því væri nauðsynlegt að ná einhvers konar samkomulagi til þess að tryggja útflutning til annarra Evrópuþjóða.
Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur töluverðar líkur á að samningar náist ekki Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir bæði almenning og fyrirtæki þurfa að búa sig undir það að samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins beri ekki árangur. Fundi þeirra Johnson og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk í gærkvöld án niðurstöðu. 10. desember 2020 20:53 Munu freista þess að tryggja óhindraðar samgöngur og fiskveiðar Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings. Áætlunin miðar að því að tryggja samgöngur milli Bretlands og Evrópu og áframhaldandi veiðar. 10. desember 2020 12:48 Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Telur töluverðar líkur á að samningar náist ekki Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir bæði almenning og fyrirtæki þurfa að búa sig undir það að samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins beri ekki árangur. Fundi þeirra Johnson og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk í gærkvöld án niðurstöðu. 10. desember 2020 20:53
Munu freista þess að tryggja óhindraðar samgöngur og fiskveiðar Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings. Áætlunin miðar að því að tryggja samgöngur milli Bretlands og Evrópu og áframhaldandi veiðar. 10. desember 2020 12:48
Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09