Samningsaðilar svartsýnir fyrir lokadaginn Sylvía Hall skrifar 13. desember 2020 08:00 Boris Johnson ferðaðist til Brussel fyrr í vikunni til að funda með Ursulu von der Leyen. EPA/olivier hoslet Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga. Samningsaðilar sömdu fyrr í vikunni um að reyna að ganga frá deilumálum í síðasta lagi í dag. Ef það gengi ekki yrði í kjölfarið tekin ákvörðun um hvort viðræðum skyldi slitið eða haldið áfram. Von der Leyen hefur sjálf sagt að útlit sé fyrir að samkomulag muni ekki nást á milli deiluaðila, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Erfiðlega hefur gengið hjá Bretum og Evrópusambandinu að ná samkomulagi um fiskveiðar og samkeppnisreglur, en Johnson hefur sagt að Evrópusambandið þurfi að breyta afstöðu sinni svo um munar til þess að samkomulag náist. Telja Bretar nauðsynlegt að hafa fulla stjórn á fiskimiðum sínum í skjóli fullveldisréttar síns. Fjögur eftirlitsskip breska sjóhersins verða í viðbragðsstöðu frá og með 1. janúar til þess að vernda fiskveiðisvæði Bretlands ef engir samningar nást milli Bretlands og Evrópusambandsins. Annað stórt ágreiningsmál er hvort Bretum eigi að vera skylt að fylgja stefnu Evrópusambandsins upp að vissu marki er varðar efnahagsmál. Sambandinu þyki óásættanlegt að Bretar geti hagnast á því að hafa frjálsan aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins án þess að þurfa að uppfylla sömu kröfur og fylgja sömu reglum er varðar samkeppni og vinnumarkaðslöggjöf. Þá greinir aðila á um hvort lögsaga Evrópudómstólsins eigi að ná til mögulega deilna sem upp gætu komið í framtíðinni varðandi viðskipti Breta og Evrópusambandsins. Landssamband bænda í Bretlandi hefur varað við því að það muni hafa gríðarleg áhrif á iðnað þeirra ef samningar nást ekki, enda innri markaður Evrópusambandsins þeim mikilvægur. Því væri nauðsynlegt að ná einhvers konar samkomulagi til þess að tryggja útflutning til annarra Evrópuþjóða. Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur töluverðar líkur á að samningar náist ekki Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir bæði almenning og fyrirtæki þurfa að búa sig undir það að samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins beri ekki árangur. Fundi þeirra Johnson og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk í gærkvöld án niðurstöðu. 10. desember 2020 20:53 Munu freista þess að tryggja óhindraðar samgöngur og fiskveiðar Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings. Áætlunin miðar að því að tryggja samgöngur milli Bretlands og Evrópu og áframhaldandi veiðar. 10. desember 2020 12:48 Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Samningsaðilar sömdu fyrr í vikunni um að reyna að ganga frá deilumálum í síðasta lagi í dag. Ef það gengi ekki yrði í kjölfarið tekin ákvörðun um hvort viðræðum skyldi slitið eða haldið áfram. Von der Leyen hefur sjálf sagt að útlit sé fyrir að samkomulag muni ekki nást á milli deiluaðila, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Erfiðlega hefur gengið hjá Bretum og Evrópusambandinu að ná samkomulagi um fiskveiðar og samkeppnisreglur, en Johnson hefur sagt að Evrópusambandið þurfi að breyta afstöðu sinni svo um munar til þess að samkomulag náist. Telja Bretar nauðsynlegt að hafa fulla stjórn á fiskimiðum sínum í skjóli fullveldisréttar síns. Fjögur eftirlitsskip breska sjóhersins verða í viðbragðsstöðu frá og með 1. janúar til þess að vernda fiskveiðisvæði Bretlands ef engir samningar nást milli Bretlands og Evrópusambandsins. Annað stórt ágreiningsmál er hvort Bretum eigi að vera skylt að fylgja stefnu Evrópusambandsins upp að vissu marki er varðar efnahagsmál. Sambandinu þyki óásættanlegt að Bretar geti hagnast á því að hafa frjálsan aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins án þess að þurfa að uppfylla sömu kröfur og fylgja sömu reglum er varðar samkeppni og vinnumarkaðslöggjöf. Þá greinir aðila á um hvort lögsaga Evrópudómstólsins eigi að ná til mögulega deilna sem upp gætu komið í framtíðinni varðandi viðskipti Breta og Evrópusambandsins. Landssamband bænda í Bretlandi hefur varað við því að það muni hafa gríðarleg áhrif á iðnað þeirra ef samningar nást ekki, enda innri markaður Evrópusambandsins þeim mikilvægur. Því væri nauðsynlegt að ná einhvers konar samkomulagi til þess að tryggja útflutning til annarra Evrópuþjóða.
Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur töluverðar líkur á að samningar náist ekki Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir bæði almenning og fyrirtæki þurfa að búa sig undir það að samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins beri ekki árangur. Fundi þeirra Johnson og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk í gærkvöld án niðurstöðu. 10. desember 2020 20:53 Munu freista þess að tryggja óhindraðar samgöngur og fiskveiðar Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings. Áætlunin miðar að því að tryggja samgöngur milli Bretlands og Evrópu og áframhaldandi veiðar. 10. desember 2020 12:48 Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Telur töluverðar líkur á að samningar náist ekki Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir bæði almenning og fyrirtæki þurfa að búa sig undir það að samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins beri ekki árangur. Fundi þeirra Johnson og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk í gærkvöld án niðurstöðu. 10. desember 2020 20:53
Munu freista þess að tryggja óhindraðar samgöngur og fiskveiðar Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings. Áætlunin miðar að því að tryggja samgöngur milli Bretlands og Evrópu og áframhaldandi veiðar. 10. desember 2020 12:48
Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09