Veldu Vestmannaeyjar Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Helga Kristín Kolbeins og Trausti Hjaltason skrifa 14. desember 2020 08:01 Aukin lífsgæði og meira frelsi Búsetu í Vestmannaeyjum fylgja fjölmargir ótvíræðir kostir, stuttar vegalengdir og má segja að þú fáir fleiri klukkustundir í sólahringinn sem þú getur nýtt í óviðjafnanlegri náttúru í stað þess að sitja t.d. fastur í umferðarteppu. Tíminn er án efa ein takmarkaðasta og því dýrmætasta auðlind einstaklingsins sem þú færð einfaldlega meira af í Vestmannaeyjum. Í dag eru engir biðlistar á leikskóla sveitarfélagsins og 12 mánaða börn komast inn á leikskóla. Grunnskólar og tónlistarskóli sveitarfélagsins búa yfir metnaðarfullu starfsliði, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, stofnun ársins, er framúrskarandi menntastofnun og er möguleiki á stað- og fjarnámi á háskólastigi í Vestmannaeyjum. Þjónustustig er gott í Vestmannaeyjum, frábærir veitingastaðir og fjölbreyttar verslanir í fallegum og lifandi miðbæ. Íþrótta- og tómstundastarf í fremstu röð Mikil og sterk íþróttahefð einkennir Vestmannaeyjar og hafa félagslið ÍBV íþróttafélags m.a. verið í fremstu röð í knattspyrnu og handknattleik og alið af sér fjölmarga afreksmenn og þjálfara sem leitt hafa landslið til góðra verka. Skipulögð æskulýðsstarfsemi er öflug í samfélaginu en nýverið var sett á laggirnar rafíþróttadeild og hefur fimleikafélaginu Rán vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og iðkendafjöldi þeirra aukist. Sunddeild, körfuknattleikur, skákfélag, blak, badminton, Ægir íþróttafélag fatlaðra, skátahreyfingin, hlaupahópur, sjósundshópur, björgunarsveitin, leikfélagið og skotfimifélag svo eitthvað sé nefnt. Góðgerðarfélög og önnur félagasamtök eru einnig fjölmenn í Eyjum og auðga samfélagið með gjafmildi, samfélagslegri ábyrgð og menningarviðburðum. Almannaheillastarfsemi er öflug í sveitarfélaginu, möguleikarnir eins og dæmin sanna nær ótæmandi og í Vestmannaeyjum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Gleði og samheldni Vestmannaeyingar eru ekki síst þekktir fyrir að halda uppi stuði enda fá þeir söngtextana og gleðina með brjóstamjólkinni en þjóðhátíðarhefð Eyjamanna, með hvítu tjöldunum, brennunni, flugeldunum og brekkusöngnum er eitthvað sem enginn leikur eftir, þó margir reyni. Þessi samkennd er ekki bara tengd gleðistundum því á erfiðum tímum þegar vandi, sorg eða hætta steðjar að sameinast samfélagið í að vinna bug á vandanum, hvort sem það er eldgos, aflabrestur, eða heimsfaraldur og hefur samtakamátturinn án efa verið það afl sem helst hefur tryggt byggð í Vestmannaeyjum. Hagkvæmt að búa í Vestmannaeyjum Í Vestmannaeyjum er húsnæðisverð viðráðanlegt ólíkt því á höfuðborgarsvæðinu og eldsneytiskostnaður í lágmarki þar sem vegalengdir eru stuttar. Fjölbreytni í atvinnulífi fer vaxandi og hefur einstaklingum fjölgað sem flytjast til Vestmannaeyja, taka störf sín með sér og sinna fjarvinnu í rólegheitum og náttúrufegurð landsbyggðarinnar, þar sem hægt er að njóta þess að fara heim í hádegishléinu, já eða skella sér upp á eldfjall. Sækjum fram Undirrituð telja mikilvægt fyrir Vestmannaeyjabæ að grípa tækifærið sem auknir möguleikar á fjarvinnu og fjarnámi vegna áhrifa heimsfaraldurs hafa veitt og vilja beina sjónum landsmanna að þeim möguleika að búa og starfa í Vestmannaeyjum. Í Vestmannaeyjum er í boði úrvalsþjónusta fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk sem er veitt af hálfu sveitarfélagsins, ríkisins, íþróttafélaga, þjónustufyrirtækja, félagasamtaka og íbúa sem saman hafa skapað það öfluga samfélag sem einkennir Vestmannaeyjar. Í okkar huga er það engin spurning, Veldu Vestmannaeyjar! Höfundar eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Aukin lífsgæði og meira frelsi Búsetu í Vestmannaeyjum fylgja fjölmargir ótvíræðir kostir, stuttar vegalengdir og má segja að þú fáir fleiri klukkustundir í sólahringinn sem þú getur nýtt í óviðjafnanlegri náttúru í stað þess að sitja t.d. fastur í umferðarteppu. Tíminn er án efa ein takmarkaðasta og því dýrmætasta auðlind einstaklingsins sem þú færð einfaldlega meira af í Vestmannaeyjum. Í dag eru engir biðlistar á leikskóla sveitarfélagsins og 12 mánaða börn komast inn á leikskóla. Grunnskólar og tónlistarskóli sveitarfélagsins búa yfir metnaðarfullu starfsliði, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, stofnun ársins, er framúrskarandi menntastofnun og er möguleiki á stað- og fjarnámi á háskólastigi í Vestmannaeyjum. Þjónustustig er gott í Vestmannaeyjum, frábærir veitingastaðir og fjölbreyttar verslanir í fallegum og lifandi miðbæ. Íþrótta- og tómstundastarf í fremstu röð Mikil og sterk íþróttahefð einkennir Vestmannaeyjar og hafa félagslið ÍBV íþróttafélags m.a. verið í fremstu röð í knattspyrnu og handknattleik og alið af sér fjölmarga afreksmenn og þjálfara sem leitt hafa landslið til góðra verka. Skipulögð æskulýðsstarfsemi er öflug í samfélaginu en nýverið var sett á laggirnar rafíþróttadeild og hefur fimleikafélaginu Rán vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og iðkendafjöldi þeirra aukist. Sunddeild, körfuknattleikur, skákfélag, blak, badminton, Ægir íþróttafélag fatlaðra, skátahreyfingin, hlaupahópur, sjósundshópur, björgunarsveitin, leikfélagið og skotfimifélag svo eitthvað sé nefnt. Góðgerðarfélög og önnur félagasamtök eru einnig fjölmenn í Eyjum og auðga samfélagið með gjafmildi, samfélagslegri ábyrgð og menningarviðburðum. Almannaheillastarfsemi er öflug í sveitarfélaginu, möguleikarnir eins og dæmin sanna nær ótæmandi og í Vestmannaeyjum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Gleði og samheldni Vestmannaeyingar eru ekki síst þekktir fyrir að halda uppi stuði enda fá þeir söngtextana og gleðina með brjóstamjólkinni en þjóðhátíðarhefð Eyjamanna, með hvítu tjöldunum, brennunni, flugeldunum og brekkusöngnum er eitthvað sem enginn leikur eftir, þó margir reyni. Þessi samkennd er ekki bara tengd gleðistundum því á erfiðum tímum þegar vandi, sorg eða hætta steðjar að sameinast samfélagið í að vinna bug á vandanum, hvort sem það er eldgos, aflabrestur, eða heimsfaraldur og hefur samtakamátturinn án efa verið það afl sem helst hefur tryggt byggð í Vestmannaeyjum. Hagkvæmt að búa í Vestmannaeyjum Í Vestmannaeyjum er húsnæðisverð viðráðanlegt ólíkt því á höfuðborgarsvæðinu og eldsneytiskostnaður í lágmarki þar sem vegalengdir eru stuttar. Fjölbreytni í atvinnulífi fer vaxandi og hefur einstaklingum fjölgað sem flytjast til Vestmannaeyja, taka störf sín með sér og sinna fjarvinnu í rólegheitum og náttúrufegurð landsbyggðarinnar, þar sem hægt er að njóta þess að fara heim í hádegishléinu, já eða skella sér upp á eldfjall. Sækjum fram Undirrituð telja mikilvægt fyrir Vestmannaeyjabæ að grípa tækifærið sem auknir möguleikar á fjarvinnu og fjarnámi vegna áhrifa heimsfaraldurs hafa veitt og vilja beina sjónum landsmanna að þeim möguleika að búa og starfa í Vestmannaeyjum. Í Vestmannaeyjum er í boði úrvalsþjónusta fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk sem er veitt af hálfu sveitarfélagsins, ríkisins, íþróttafélaga, þjónustufyrirtækja, félagasamtaka og íbúa sem saman hafa skapað það öfluga samfélag sem einkennir Vestmannaeyjar. Í okkar huga er það engin spurning, Veldu Vestmannaeyjar! Höfundar eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar