Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. desember 2020 14:01 Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Vísir/vilhelm Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Stillt verður upp á lista Viðreisnar eftir áramót og aðspurður hvort hann stefni á oddvitasætið segist Guðmundur hafa metnað til að komast í áhrifastöðu. „Auðvitað stefnir maður alltaf sem hæst en það er hlutverk uppstillingarnefndar að skoða hvað flokknum og kjördæminu er fyrir bestu.“ Það vakti mikla athygli þegar Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri í lok janúar. Stuttur aðdragandi var að starfslokunum og síðar kom í ljós að þau voru lituð deilum Guðmundar og meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þá greindi Guðmundur síðar frá því að hann og fjölskylda hans hygðust flytja frá Ísafirði. Þeim liði ekki vel og teldu sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur var ópólitískur bæjarstjóri og hefur ekki tilheyrt flokki til þessa. Upp á síðkastið hefur hann mátað sig við aðra stjórnmálaflokka en Guðmundur segir stefnu og orðræðu Viðreisnar hafa talað til sín. Frá Ísafirði. Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í ársbyrjun.vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er ákveðið þroskastökk í hjarta hvers síkvabbandi einstaklings að reyna átta sig á því hvar maður á heima. Mér finnst mikilvægt að taka svona ákvarðanir að vel ígrunduðu máli og ég er búin að ráðfæra mig við fólk sem ég treysti og þekkir mig vel.“ Varð þessi reynsla á Ísafirði ekkert til þess að fæla þig frá pólitík? „Nei, ég held að þegar maður fer í heiðarlegt uppgjör hugsa ég um þennan tíma fyrir vestan sem eina albestu ákvörðun sem ég og mín fjölskylda höfum tekið. Það er miklu meira jákvætt og fallegt sem þetta skilur eftir en hið gagnstæða. Ég held að sú reynsla sé í raun kveikjan að því að ég átta mig á því hvað mig langar að verða þegar ég verð stór.“ Í viðtali við Mannlíf fyrr á árinu lýsti Guðmundur meirihlutanum í bæjarstjórn sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. Aðspurður hvort hann telji önnur vinnubrögð tíðkast á Alþingi segir hann reynsluna fyrir vestan hafa verið þroskandi. „Ég á ekkert von á því að þetta gerist öðruvísi en held að þetta hafi verið lærdómur í pólitík. Ég held að þegar þú ert ráðinn pólitískt ertu sjálfkrafa dreginn inn í pólitík og það er eitthvað sem maður lærir af. Það er þá kannski líka bara ágætt að nálgast stöðuna út frá þeim forsendum að maður sé í pólitík.“ Þannig þú stefnir á sæti á Alþingi á næsta ári? „Ég veit hvar minn metnaður liggur og veit að ég hef keppnisskap. Ef það er staða sem flokkurinn og flokksmenn treysta mér til að taka þátt í mun það ekki standa á mér. Svo er þetta bara undir kjósendum komið.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Ísafjarðarbær Norðvesturkjördæmi Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Stillt verður upp á lista Viðreisnar eftir áramót og aðspurður hvort hann stefni á oddvitasætið segist Guðmundur hafa metnað til að komast í áhrifastöðu. „Auðvitað stefnir maður alltaf sem hæst en það er hlutverk uppstillingarnefndar að skoða hvað flokknum og kjördæminu er fyrir bestu.“ Það vakti mikla athygli þegar Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri í lok janúar. Stuttur aðdragandi var að starfslokunum og síðar kom í ljós að þau voru lituð deilum Guðmundar og meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þá greindi Guðmundur síðar frá því að hann og fjölskylda hans hygðust flytja frá Ísafirði. Þeim liði ekki vel og teldu sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur var ópólitískur bæjarstjóri og hefur ekki tilheyrt flokki til þessa. Upp á síðkastið hefur hann mátað sig við aðra stjórnmálaflokka en Guðmundur segir stefnu og orðræðu Viðreisnar hafa talað til sín. Frá Ísafirði. Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í ársbyrjun.vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er ákveðið þroskastökk í hjarta hvers síkvabbandi einstaklings að reyna átta sig á því hvar maður á heima. Mér finnst mikilvægt að taka svona ákvarðanir að vel ígrunduðu máli og ég er búin að ráðfæra mig við fólk sem ég treysti og þekkir mig vel.“ Varð þessi reynsla á Ísafirði ekkert til þess að fæla þig frá pólitík? „Nei, ég held að þegar maður fer í heiðarlegt uppgjör hugsa ég um þennan tíma fyrir vestan sem eina albestu ákvörðun sem ég og mín fjölskylda höfum tekið. Það er miklu meira jákvætt og fallegt sem þetta skilur eftir en hið gagnstæða. Ég held að sú reynsla sé í raun kveikjan að því að ég átta mig á því hvað mig langar að verða þegar ég verð stór.“ Í viðtali við Mannlíf fyrr á árinu lýsti Guðmundur meirihlutanum í bæjarstjórn sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. Aðspurður hvort hann telji önnur vinnubrögð tíðkast á Alþingi segir hann reynsluna fyrir vestan hafa verið þroskandi. „Ég á ekkert von á því að þetta gerist öðruvísi en held að þetta hafi verið lærdómur í pólitík. Ég held að þegar þú ert ráðinn pólitískt ertu sjálfkrafa dreginn inn í pólitík og það er eitthvað sem maður lærir af. Það er þá kannski líka bara ágætt að nálgast stöðuna út frá þeim forsendum að maður sé í pólitík.“ Þannig þú stefnir á sæti á Alþingi á næsta ári? „Ég veit hvar minn metnaður liggur og veit að ég hef keppnisskap. Ef það er staða sem flokkurinn og flokksmenn treysta mér til að taka þátt í mun það ekki standa á mér. Svo er þetta bara undir kjósendum komið.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Ísafjarðarbær Norðvesturkjördæmi Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira