Sara Sigmunds með góð ráð fyrir íþróttafólk yfir jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 09:30 Sara Sigmundsdóttir er með þrjá svindldaga yfir jólahátíðina. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur búið sér til reglur til að komast í gegnum jólahátíðina án þess að rugla of mikið í mataræði sínu. Það er ekki auðvelt fyrir íþróttafólk að standast allar freistingarnar sem bjóðast yfir hátíðirnar í desember. Þetta er sá tími sem fólk sleppir af sér beislinu í mat og kræsingum og þetta er líka sá tími sem fjölskyldan borðar mikið saman. Það er því ekkert auðvelt fyrir íþróttafólk að fara sínar eigin leiðir þegar kemur að mataræði um jól og áramót. Sara Sigmundsdóttir þekkir þetta vel sjálf og hún undirbýr sig fyrir komandi hátíðardagskrá með því að setja sér ákveðnar vinnureglur. „Jólahátíðin er að renna í hlað og það getur orðið mjög erfitt að halda sér á réttri braut ekki síst þegar maður er að reyna að passa upp á hátíðarmatinn og jólakræsingarnar,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína og gaf fylgjendum sínum síðan upp sínar reglur. Sara fylgir eftirtöldum vinnureglum yfir hátíðirnar. Jóla og áramótareglur Söru Sigmundsdóttur: 1. Æfa venjulega. 2. Drekka eitt vatnsglas fyrir hverja máltíð. 3. Borða 500 grömm af grænmeti á hverjum degi. 4. Ekki mæla matinn ofan í þig á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag en fylgja mataræðinu þínu alla aðra daga. 5. Ekki sleppa máltíðum til að eiga mat inni seinna. 6. Aldrei vera með samviskubit vegna þess sem maður borðaði á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag. Sara Sigmundsdóttir endar síðan á því að fullvissa fylgjendur sína um það að þessi eina vika skiptir ekki svo mikli máli fyrir heildarmyndina heldur miklu frekar allar hinar. „Það er miklu betra að borða óhollt á milli jóla og áramóta en á milli áramóta og jóla,“ skrifaði Sara á Instagram. Það má sjá færslu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Það er ekki auðvelt fyrir íþróttafólk að standast allar freistingarnar sem bjóðast yfir hátíðirnar í desember. Þetta er sá tími sem fólk sleppir af sér beislinu í mat og kræsingum og þetta er líka sá tími sem fjölskyldan borðar mikið saman. Það er því ekkert auðvelt fyrir íþróttafólk að fara sínar eigin leiðir þegar kemur að mataræði um jól og áramót. Sara Sigmundsdóttir þekkir þetta vel sjálf og hún undirbýr sig fyrir komandi hátíðardagskrá með því að setja sér ákveðnar vinnureglur. „Jólahátíðin er að renna í hlað og það getur orðið mjög erfitt að halda sér á réttri braut ekki síst þegar maður er að reyna að passa upp á hátíðarmatinn og jólakræsingarnar,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína og gaf fylgjendum sínum síðan upp sínar reglur. Sara fylgir eftirtöldum vinnureglum yfir hátíðirnar. Jóla og áramótareglur Söru Sigmundsdóttur: 1. Æfa venjulega. 2. Drekka eitt vatnsglas fyrir hverja máltíð. 3. Borða 500 grömm af grænmeti á hverjum degi. 4. Ekki mæla matinn ofan í þig á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag en fylgja mataræðinu þínu alla aðra daga. 5. Ekki sleppa máltíðum til að eiga mat inni seinna. 6. Aldrei vera með samviskubit vegna þess sem maður borðaði á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag. Sara Sigmundsdóttir endar síðan á því að fullvissa fylgjendur sína um það að þessi eina vika skiptir ekki svo mikli máli fyrir heildarmyndina heldur miklu frekar allar hinar. „Það er miklu betra að borða óhollt á milli jóla og áramóta en á milli áramóta og jóla,“ skrifaði Sara á Instagram. Það má sjá færslu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
Jóla og áramótareglur Söru Sigmundsdóttur: 1. Æfa venjulega. 2. Drekka eitt vatnsglas fyrir hverja máltíð. 3. Borða 500 grömm af grænmeti á hverjum degi. 4. Ekki mæla matinn ofan í þig á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag en fylgja mataræðinu þínu alla aðra daga. 5. Ekki sleppa máltíðum til að eiga mat inni seinna. 6. Aldrei vera með samviskubit vegna þess sem maður borðaði á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag.
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Sjá meira